Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. 15 Við mótmælum allar! „Aöfarirnar gegn konunum 1 Bosníu- Hersegovínu hafa vakið upp reiöiöldu í Evrópu og kröfur eru gerðar til þess að litið sé á þær sem stríðsglæpi, svo að menn verði dregnir til ábyrgðar.“ Ofbeldið er lífseigur fylgifiskur mannkynsins og birtíst okkur í ótal myndum. Mikið af því er dulið, jafnvel falið imdir yfirborði fjöl- skyldulífs eða falskrar vináttu og það geisar af grimmd í skúmaskot- um undirheimanna. Annað er full- komlega grímulaust, framið undir yfirskyni stríðsátaka og reynast þá sáttmálar um mannréttindi og frið- helgi oft lítils virði. Engu er eirt Mánuðum saman hafa fjölmiðlar flutt inn á heimili landsins fréttir af ástandinu í fyrrum Júgóslavíu, þar sem grimmileg átök geisa milli fyrrum samstarfsþjóða. Hörmung- ar íbúanna eru ólýsanlegar. Heim- ili þeirra eru lögð í rúst og fjöl- skyldum sundrað, munaðarlaus böm og aldraðir hrekjast um í reiðileysi og hvers konar ofbeldi er daglegt brauð. Engu er eirt. Óhugnanlegasta ofbeldið birtíst þó í skipulegum nauðgunum Serba á múslimakonum í Bosníu-Her- segovínu. Konumar eru hnepptar í búðir og nauðgað aftur og aftur þar til þær verða þungaðar. Þær em neyddar til meðgöngu því til- gangurinn er ekki bara að beita konur ofbeldi heldur beinlínis að bijóta niður sjálfsvirðingu mú- slimakvenna, splundra fjölskyld- um þeirra og vega þannig að þjóð- emi andstæðinganna. Reiðialda í Evrópu Sérhver kona getur sett sig í spor þeirra sem neyddar eru til þess að næra í líkama sínum lif sem kveikt er með þessum hætti. Og nú em þessi böm sem óðum að fæðast. Framtíð þeirra er með öllu óviss og ekki glæsileg. Mæðurnar hafa haft andúð á þeim allt frá getnaði, þær vilja ekki annast þau, ekki gefa þeim bijóst, ekki einu sinni sjá þau. Aðfarirnar gegn konunum í Bos- níu-Hersegovínu hafa vakið upp reiðiöldu í Evrópu og kröfur eru gerðar tíl þess að litíð sé á þær sem stríðsglæpi svo að menn verði dregnir tíl ábyrgðar. En hingað til hefur verið litíð á nauðganir sem nánast óhjákvæmilegan fylgifisk styijalda sem ekki beri að með- höndla sem stríðsglæpi. Þessum glæpum verður að hnna. Það verður að hjálpa þessum kon- um og þessum börnum. KjaUaríiin Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans Mótmælastaða á Austurvelli Kvennasamtök í ýmsum löndum Evrópu standa fyrir aðgerðum á fjölmörgum stöðum á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar, þar sem mótmælt verður ofbeldi á kon- um og börnum í fyrrum Júgóslavíu og sérstök athygU vakin á þessum skipulegu nauðgunum. Kvenfé- lagasamband íslands, Kvenrétt- indafélagið, Kvennalistinn og kon- ur í öðrum stjómmálaflokkum, friðarhópar kvenna, Kvennaat- hvarfið, Stígamót og íslenska Nor- disk Forum nefndin standa að þess- um aðgerðum hér á landi. Efnt er til mótmælastöðu á Aust- urvelli kl. 17.15 á morgun, afhent verður áskomn á ríkisstjórnina að beita sér í þessu máli og síðan verð- ur samverustund í Dómkirkjunni. Konur um allt land era hvattar til að setja ljós út í glugga til að sýna samstöðu. Mótmælabréf verða send til ríkisstjóma stríðsaðila. Við getum ekki staðið þegjandi hjá. Við mótmælum allar! Kristín Halldórsdóttir Myndin er úr kirkjugarði í Sarajevo þar sem skotið var á konu er hún var viðstödd greftrun barnabarns sins. Þegar vonin sigrar reynsluna „Aðeins eru þrjár leiðir til að kosta óhófseyðslu hins opinbera; að prenta peningaseðla, safna skuldum eða hækka skatta.“ Ríkisafskiptastefna eins og sú sem Clinton segist fylgja hefur jafnan misheppnast. Fræg era þau orð dr. Johnsons, eftir að maður einn hafði kvænst aftur eftir misheppnað hjónaband, að nú hefði vonin sigrað reynsluna. Því miður geta Bandaríkjamenn sagt hið sama eftir kjör Williams Jeffersons Clintons, fylkissljóra í Arkansas, til forseta. Opinberar fjárfestingar sjaldnast skynsamlegar Að vísu er afar erfitt að gagnrýna hugmyndir Chntons, svo óljósar sem þær era. Hann vih vera góður við fólk. En öh lýðræðisríki eru fuh af frambjóðendum sem vilja vera góðir við aðra, sérstaklega ef þeir þurfa ekki að greiða fyrir það úr eigin vasa. Hitt er annað mál að sumir stuðningsmenn Chntons, til dæmis Lester Thurow, Robert Kuttner og Robert Reich, hafa ó- spart viðrað kenningar sínar. Þess- ir menn vilja hærri skatta, sérstak- lega á efnafólk, og meiri stuðning hins opinbera við valdar atvinnu- greinar. Helstu rök gegn þessum kenning- um má taka saman í tveimur setn- ingum. Hin fyrri er frá forvera Clintons, Abraham Lincoln: Við geram ekki þá fátæku ríkari með KjaUaiiim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði því að gera þá ríku fátækari. Öðra nær: Allir verða að geta orðið rík- ari. Hin síðari er gamalkunn: Menn fara jafnan betur með eigið fé en annarra. Er Clinton gætinn í fjármálum? Kenneth Arrow, prófessor í Stan- ford (og nóbelsverðlaunahafi í hag- fræði), telur. að Chnton muni verða íhaldssamur á almannafé og vísar um þaö til fjárstjórnar hans í Ark- ansas. En í Arkansas er erfitt að stjóma fjármálum ógætilega því að fjárlagahalli er bannaður í sljóm- arskrá fylkisins. Aðeins eru þrjár leiðir til að kosta óhófseyðslu hins opinbera; að prenta peningaseðla, safna skuldum eða hækka skatta. Þar eð einstök fylki Bandaríkjanna prenta ekki peningaseðla gat Clin- ton fylkisstjóri ekki beitt því bragði; þar eð íjárlagahahi (skulda- söfnun) var bannaður í stjómar- skrá Arkansas-fylkis gat Clinton ekki heldur notað það úrræði; og skattahækkanir vora óheppilegar af stjómmálaástæðum. Clinton varð því að spara, hvort sem hon- um líkaði betur eða verr. Nú, þegar Clinton kemur tíl Was- hington-borgar, opnast honum nýj- ar leiðir; hann getur bæði prentað peningaseðla (með því að skipa í fyllingu tímans seðlabankastjóra sér undirgefna) og haldið áfram skuldasöfnun Wns opinbera. Svik við kjósendur Chnton Bandaríkjaforseti á tveggja kosta völ. Hann getur í fyrsta lagi stjómað af raunsæi, sem merkir að hann verður að gera sér grein fyrir takmörkunum sínum og hætta að reyna að gera aht fyrir aha. Með því svíkur hann auðvitað flest kosningaloforð sín (en það hefur hann einmitt þegar hafið, th dæmis fyrirheit sitt um að lækka skatta á miöstéttiimi). í annan stað getur hann reynt að standa við orð sín en það leiðir einvörðungu th ringulreiðar, óvissu og öryggisleys- is. Þótt forsetar Bandaríkjanna geti ekki gert mikið fyrir þjóð sína geta þeir gert heirni mikið. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „í núgild- andi lögum er smábátum undir 6 tonn- um ætlaður ákveðinn Wuti afla- heimilda. Fariþeirfram Am' Benediktsson, úrþeimheim- traml(væmdastjóri hdum fehur ls,enskra sjávarat- réttur þeirra uröa tíl sameiginlegs kvóta Wður og aflaheirahdum verður skipt nið- ur á bátana eftir ákveðnum regl- um. Allt er þetta löngu ákveðiö. En nú hefur þessi makalausa nefiid, sem kemid er við tvo hausa, tilkynnt að hún ætli að gera thlögu mn aöra skipan mála. Hún hefur kahað smábátaeigend- ur fyrir sig og spurt þá hvort þeir geti sætt sig við að fá þrefaldan þann kvóta sem þeim er ætlaður aö lögum, hvort þeir geti sætt sig við að fá þrefaldan kvóta á sama tíma og afli er aö dragast saman og aörir verða fyrir skerðingu. Þessi þrefóldun er að sjálfsögðu frá öðrum tekin, sjómönnum og útvegsmönnum stærri skipa og smábátaeigendum að Wuta th. Tekjur þeirra yrðu lækkaðar um nokkur prósent til viðbótar ann- arri skeröingu. Þessar hugmynd- ir ganga á svig við aha hags- murn, nema þeirra sem róa á smábátum. Nái þaer fram að ganga hrynja meginstoðir at- vinnulífsins á fleiri stiiðum en: þegar er oröið, atvinnuöryggi annars staðar minnkar sem og hehdarárangur sjávarútvegsins. En auðvitað haína smábátaeíg- endur þessum hugmyndum. Þeh vflja fá ennþá meira, enda eru þeir vaWr að fá meira ef þeir heimta það.“ Hafna Tvíhöfða „Ég hafna aharið hug- myndum „IH'ihöfða" um afnám krókaleyfis og línutvö- Hugroyndin 001 Pál8S0n' fram' stríðir gegn kvœn'dastjóri þjóðarhags Landssambands munum sem 8m^Látaeigenda segja okkur að auðhndina skuh nýta með sem lægstum tílkostn- aði og kappkosta að til vinnslu berist eins ferskt hráefm og völ er á. Þá skuli umgengm viö auð- lindina vera á þann veg aö hún beri ekki skaöa af. Krókaveiðar ■■■■■■■■■■■■■ um- hverfisvænar og atvinnuskap- andi. Þá er útgeröin sjálfbær. Fyrir tveimur árum var settur kvótí á 901 smábát. Hlutur þeirra var þá 12,3 prósent af hehdarút- Wutun þorskaflans. í dag er þessi Wutur 7,5 prósent og bátunum hefur fækkaö um 400. Aflamarkið hefin- því verið fuflreynt á smá- bátum. Afieiðingamar era aug- fjósar og víti th vamaðar. Á samdráttartímum eiga menn að standa saman í að efla þær atvinnueiWngar er skapa mesta atvinnu og stuðla að notkun þeirra fjárfestínga sem til era í landinu, tjárfestinga sem skapa bæjarfélögumnn og ahnenningi arð. Shkt útgerðarínúnstur kall- ar ektó á náttlanga neyðarfundi með séi-tækimi aðgerðum sem fólk er þreytt á að greiöa fyrir. „Tvíhöfðí", láttu islenska trihu- karla í fríði með sitt krókaleytl og hnutvöfóldun. Trhlukarlai- geta aldrei ofveitt neinn fiskstofn. Fyrir því sjá veðrið og fiskgengd ágrunnslóö.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.