Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. íþróttir Monica Seles frá Júgóslavíu bar sigurorð af Martinu Navratilovu frá Bandarikjunum í úrslitaleik á Virginia Slims-stórmótinu í tenn- is sem lauk í Chicago á sunnu- dag. Navratiiova vann fyrstu lot- una, J-6, en Seles hinar tvær, 6 2 og6-l. Boris Becker frá Þýskalandi vann Sergi Bruguera frá Spáni, 6-3 og 6-3, í úrsiitaleik á stónnóti karla í Míianó á Ítalíu um helg- ina. Jim Courier fró Bandaríkjun- um vann ianda sinn, Todd Mart- in, 5-7, 7-6, 7-6, x urslitum á St. Jude aiþjóðamótinu sem lauk í Memphis, Tennessee, á sunnu- dagskvöldiö. -VS Falko Zandstra frá Hollandi tryggði sér um helgina heims- meistaratitilinn í skautahlaupi karla í Hamar í Noregi Zandstra vann þó aðeins eina grein af fjór- um en sigraöí á samanlögðum stigum. Zandstra fékk 157.626 stig, Johann Olav Kossfrá Noregi 157.961 og Rintje Ritsma frá Hol- landi 159.042 stig, Hendryvann Stephen Hendry frá Bretlandi sigraði James Wattana frá Tæ- landi, 9-5, i úrslitaieik á hinu sterka Benson og Hedges snóker- móti sem lauk í London um helg- ina. Þetta var fyrsti mótssigur Hendrys i niu mánuöi. -VS Jón öflugur í öldungaflokki Jón Oddsson úr FH setti fjögui' íslandsmet í 35-40 ára flokki á meistaramóti öldunga innanhúss sem haldið var í Baldurshaga um síöustu helgi. Jón, sem er nýorö- inn 35 ára, hljóp 50 metra á 6,2 sekúndum, stökk 7,27 metra í iangstökki, 14,39 metra í þristökki og 1,85 metra í hástökki. Há- stökksmetið var orðiö 23 ára gamalt en það átti Valbjörn Þor- láksson. Valbjörn setti lika met þegar hann stökk 1,53 metraí hástökki í 55-60 ára flokki. Oddný Árna- dóttir, ÍR, setti met í 50 metra hlaupi í 35 ára flokki kvenna, 6,9 sekúndur, og Valdís Hallgrims- dóttir, UFA, setti tvö roet í 30 ára flokki, hijóp 50 metra á 6,9 sek- úndura og stökk 5,04 metra í lang- stökki. Karl Torfason, UMSB, setti met í 60 ára flokki þegar hann stökk 9,80 metra í þrístökki og loks setti hinn síungi Jóhann Jónsson, Víði, met í kúluvarpi í 70 ára flokki, kastaði 11,01 metra, en hann er orðinn 75 ára gamali. -VS KarlaUÖ framhaldsskólans á Laugum sigraði í knattspyrnu- móti framhaldsskóianna innan- húss sem haidið var í Reykjavík um helgina. í undanúrshtum sigruöu strákamir á Laugum lið Menntaskólans á EgUsstöðum, 4-2, í úrsUtaleik varð Mennta- skólinn í Reykjavík að lúta í lægra haidí fyrir Laugastrákum, 3-2. Þórir Þórisson, FL, var í mótslok kosinn besti sóknarmað- ur mótins. Iþróttastraf á Laugum er mjög öflugt en nemendur við skólann eru 120 talsins. -JKS Sex leikir í NB A-deiIdinni í körfuknattleik í nótt: Loksins vann Miami - í sjöunda framlengda leiknum á einum mánuöi í NBA Það hð í NBA-deUdinni, sem oftast hefur þurft að leUca í framlengingu tU að fá fram úrsUt, er Miamni Heat. í nótt lenti Uðið í framlengingu ann- an daginn í röð og það frekar tveim- ur en eirnú. Þetta var í sjöunda skipti á síðustu þrjátíu dögum sem Miami leikur í framlengingu. Og í nótt tókst Uðinu loks aö sigra eftir sex töp í röð er Miami Heat vann Denver Nuggets 130-129. ÚrsUtin í nótt urðu annars þessi: Chicago-Sacramento.......119-101 Cleveland-Indiana.......110-105 Miami Heat-Denver.......130-129 Minnesota-UtahJazz.......91-112 MUwaukee-Charlotte.......128-122 LAChppers-SASpurs........99-102 Steve Smith skoraði 21 stig fyrir Miami Heat, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Brian Shaw skoraði 23 stig og Grant Long 22 fyrir Miami sem varm þama fimmta sigur sinn í röö gegn Denver. Chris Jackson skoraði 27 stig fyrir Denver og Reggie WUhams 25. Meistarar Chicago áttu ekki í erfið- leikum með Sacramento Kings. Jord- an lék vel að venju og skoraði 32 stig, Scottie Pippen var með 26 stig og Trent Tucker 14, þar af 12 í síðasta leikhluta. í hð Chicago vantaði Horace Grant og BiU Cartwright en þeir eiga báöir við meiðsli í baki aö stríða. Þetta var áttunda tap Sacra- mento í níu leikjum. Wayman Tis- dale og Anthony Bonner skoruðu 18 stig fyrir Sacramento. I Uðið vantaði AU-Star leikmanninn Mitch Rich- mond. Hann er meiddur á fingri og munar um minna. Mark Price skoraði 25 stig fyrir Cleveland gegn Indiana en Cleveland vann þama áttimda sigur sinn í röð gegn Indiana. Þetta var áttxmdi sigur Cleveland í níu leikjum og sjöunda tap Indiana í röð. Pooh Richardsson og Reggie MiUer skomðu 24 stig fyrir Indiana. David Robinson og Dale EUis vora með sín hvor 22 stigin er Spurs vann Clippers. Þetta var áttundi sigur Spurs í röð og átjándi sigur hðsins í síðustu nítján leikjum. Ron Harper skoraði 26 stig fyrir CUppers og Danny Manning einnig 25. Karl Malone skoraði 38 stig er Utah Jazz vann í Minnesota. Jeff Malone kom næstur með 19 stig og David Benoit 14. Chuck Person skoraöi 26 stig fyrir Minnesota. Frank Brickowski skoraði 20 stig fyrir MUwaukee gegn Charlotte Homets og nýhðiim Jon Barry 18. Eftir fimm töp í röð vann MUwaukee þama sinn annan sigur í röð í nótt. Alonzo Mourning skoraði 29 stig fyr- ir Homets og tók að auki 12 fráköst. -SK Arnór Guðjohnsen. Amór Guðjohnsen: Geysileg viðbrigði að byrja æf ingar Amór Guðjohnsen skoraði fyrir sitt nýja félag, Hácken, í æfingaleik gegn Skövde en núna stendur undir- búningstímabU yfir sem hæst en úr- valsdeUdin hefst 12. aprU. Auk Amórs leikur Guimar Gísla- son með Hácken en Uðið er nýkomið úr æfingaferð frá Kanríeyjum og önnur slík verður farin til Kýpur um miðjan mars. „Takmarkið að komast sem fyrst í leikform“ „Það vom geysUeg viðbrigði að koma hingað út og fara að æfa fyrir aivöru. Takmarkið mitt er að komast í gott form hið aUra fyrsta og þaö ætti að takast enda æfingamar mjög erfiöar. Við höfum leikið æfingaleiki upp á síökastið og fara þeir nær eingöngu fram á möl, nú síðast gegn Skövde, og náði ég að skora fyrsta markið en við töpuðum síðan, 2-3. Mér líst nokkuð vel á þennan klúbb og metn- aður forráðamanna er mikiU og er stefnan að halda sætinu í úrvals- deUdinni," sagði Amór í spjalli við DV í gær. -JKS Michael Jordan fór á kostum að venji nokkuð öruggan sigur gegn Sacramen „íþróttahreyfingin fær tæki- færi til að þvo hendur sínar“ rannsóknin kveöur niður sögusagnir um svimandi háar greiðslur“ Launahækkanir koma ekki til greina „Þetta framtak skattrannsóknar- stjóra er hið besta mál og á eftir að koma íþróttafélögimum í landinu til góöa í framtíðinni. Ég er mjög ánægður með þessa þróun, hún mun kveða niður sögusagnir um svimandi háar greiðslur til þjálfara og leik- manna og sýna fram á hve gífurlega mikið sjálfboðastarf er í raun xmnið innan íþróttafélaganna,“ sagöi Jó- hann G. Kristinsson, framkvæmda- stjóri knattspymudeildar Fram, þeg- ar DV ræddi viö hann í gær um skattamál íþróttahreyfingarinnar. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, sendi EUert B. Schram, for- seti íþróttasambands íslands, út bréf til allra sem heyra imdir sambandið þar sem eindregnum tilmælum var beint til forystumanna íþróttafélaga um aö aUar launagreiðslur á þeirra vegum yrðu gefnar upp vegna skatta- framtala fyrir árið 1992. Þar lýsti forsetinn ennfremur yfir því að hann hefði hug á að ÍSÍ fengi heinnld til að setja ströng viðurlög gagnvart þeim íþróttafélögum sem yrðu uppvís að vanrækslu um bók- hald og framtalsskU og þau viöurlög gætu meðal annars veriö fólgin í því aö svipta viðkomandi félög lottó- greiðslum. Hreyfði hressilega við mörgum aðilum Bréfið og umfiöUun í fjölmiðlum í síöustu viku hafa hreyft hressUega viö mörgum, bæði forráðamönnum félaga og starfsmönnum þeirra, en ljóst er að til þessa hefur talsverður misbrestur verið á því að félög gæfu upp greidd laun. Þetta kom einmitt upp á sama tíma og menn vora að ljúka við skattframtöUn og skUa þeim, þann 10. febrúar. DV hefur rætt við forystumenn í mörgum íþróttafélögum og deUdum og ljóst er að félögin hafa bmgðist fijótt við erindi ÍSÍ. „Menn þora ekki annað en að gera hreint fyrir sínum dyrum, ekki síst vegna hótana ÍSÍ,“ sagði einn þeirra. Styrkir starfs- vitund þjálfara „Ég er sannfærður um að þetta hefur góö áhrif þegar til lengri tíma er Ut- ið. Þetta hlýtur að styrkja starfsvit- vmd þjálfara og leiða til þess að þeir fara að fá greiðslur í lifeyrissjóði og önnur starfsréttindi. Svíar og Norö- menn era búnir að ganga í gegnum sömu krísu og þetta varð að gerast hér líka,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við DV. Formaður íþróttafélagsins Gróttu hefur látið hafa eftir sér að þjálfarar heimti 40 prósent kauphækkun í Kjölfar þess að þeir þurfi að gefa upp laun sín. Þessi orð hafa greinUega ekki faUið í góðan jarðveg hjá mörg- um og einn viðmælandi DV sagöi: „Hvemig í ósköpunum á að vera hægt að hækka útgjöld hjá íþróttafé- lögunum þegar stór hluti þeirra stendur Ula fjárhagslega í dag og mörg ramba á barmi gjaldþrots?" Og annar sagði: „Með þessu era þjálfar- ar að gefa til kynna að þeir hafi stundað skattsvik um árabil." Tækifæri tii að hvítþvo hendur sínar Jóhann G. Kristinsson segir að íþróttahreyfingin fái nú tækifæri til að þvo hendur sínar, hún eigi ekki að vera sá aðili í þjóðfélaginu sem „hvítþvær" peninga. Síðan þarf að móta sanngjamar skattareglur og ég bendi á dæmi frá Norðurlöndunum þar sem ég veit til þess að þjáifarar yngri flokka fá ákveðinn hluta af launum sínum skattftjálsan. Það er hins vegar staöreynd að þjálfaralaun á íslandi em aimennt svo lág að margir þjálfarar fá ekki fyrir kostn- aði og ef þeim væri reiknað tímakaup yrði það ansi lítið. Sjálfboðahðastarf innan félaganna er geysUega mikið og það má benda á að ársgjald hjá knattspymufélagi, með þjálfun og öUu sem fylgir, er svipað og menn greiða fyrir þriggja mánaða kort í líkamsræktarstöð," sagði Jóhann. Aukið bókhald ekki endilega meiri kostnaður Hann bætti því við aö hert skattaeft- irht þýddi aukna bókhaldsvinnu hjá félögunum. „En það þarf ekki aö þýða aukinn kostnað því Uest félög geta leitað til manna í sínum röðum sem kunna að færa bókhald. Það er helst aö kaup á hugbúnaði og bók- haldskerfi gæti flækst fyrir sumum og mér finnst að ÍSÍ ætti að sýna stór- hug og semja um hagstæð kaup á slíku. ISÍ þarflíka að gefa félögunum nánari leiðbeiningar og veita þeim aðstoð eins og þarf,“ sagði Jóhann. Viðmælendur DV vom sammála um að frá og með næsta skattári hlytu skattamál hreyfingarinnar að vera komin í fastar skorður og félög- in og starfsmenn þeirra meðvitaðir umþau. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.