Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR .1993. Neytendur Endurvinnsla: Hagkaup telcur við gler- flöskum í verslunum Hagkaups hefur veriö tekin upp sú stefna aö taka á móti glerflöskum tíl endur- vinnslu og greiða fVtir þœr stóla- gjald. Til skamms tíma var tekið við glerflöskum án þess að greiða fyrir þær sérstakiega. Aö sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, deildarstjóra Hagkaups í Kringlunni, er veriö aö vinna aö þvi að skipuleggja móttökuna á gierinu. Nú er hægt að skila því í upplýsingabásinn og fá þar miða fyrir innleggi. Dósa- og plast- flöskuvélamar í Kringlunni eru sem fyrr innst í búðinni við ávaxta- og grænmetistorgiö. Tekiö er við öllum endumýtan- legum flöskum í Ilagkaupi. Guö- mundur sagöi það takmark Hag- kaupstnanna aö standa framar- lega í móttöku endurnýtanlegra umbúða og hluta sem þarf að eyöa sérstaklega. Nú er tetóð viö rafhlöðum í sérstakan kassa og í framtíðinni er jafnvel hugsanlegt að fólk geti komiö með útrunnin iyf sem þarf að eyða og nú er aðeins gert í apótekum. -JJ Endur- hlaðin dufthvlki Hjá Endurhleðslunni er tekið við nær öllum tegundum duft- hyikja fyrir Ijósritunarvélar og geislaprentara. í hvetju hylki eru frá 250-400 g af dufti. Að sögn Jóhanns S. Olafssonar hjá End- urhleðslunni er hvert hylki tekið í sundur eins og mögulegt er, það hreinsað og síöan fylit. Eftir þessa hreinsun á hylkið að vera jafngott og nýtt, „Þetta bæði spar- arféog vemdar náttúruna," seg- ir Jóhann. Endurhleðsla á duft- hylkjum er allt aö 50% ódýrari en ný hylki og endíng hylkjanna á að vera betrí. Talaðu viðokkur um BÍLASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR STYRISENDflR @1 Stilling SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 Friða Sophia Böðvarsdóttir að kynna grænmetisrétti í Fjarðarkaupum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti y Fjarðarkaup: Ávaxta- og græn- metisdagar Dagana 15.-19. febrúar verða haldnir sérstakir ávaxta- og græn- metisdagar í Fjarðarkaupum. Af því tilefni em ávextir og grænmeti á til- boðsverði og boöiö upp á ýmsar kynningar. Einnig munu fuÚtrúar Heilsuskólans sf. veröa viöstaddir og leiðbeina fóltó um neyslu á ávöxtum og grænmeti. Markmiöiö með þess- um dögum er að auka áhuga fólks á þessum holla fæðufloktó og um leið stuöla aö aukinni neyslu á þeim, seg- ir í fréttatilkynningu frá Fjarðar- kaupum. í gær var Fríöa Sophia Böövars- dóttir frá Heilsuskólanum aö bjóöa upp á grænmetisrétti. í dag, þriöju- dag, verður kynning á ávaxtapressu en Ingibjörg Bjömsdóttir mun sýna hvernig hægt er aö búa til safa úr ferskum ávöxtum og grænmeti. Á fimmtudag verður sérstök kynning á Olaso-appelsínum og fulltrúi Heilsu- skólans mun kynna bókina í topp- formi. Ávaxta- og grænmetiskynn- ingunni lýkur á föstudag og mun Fríöa Sophia Böðvarsdóttir þá bjóöa upp á ljúffenga grænmetisrétti. Endurbaett Ríó Kaffibrennsla 0. Johnson og Kaaber hefur endurbætt gamla Ríó-kaffið þannig aö það falli betur að smekk íslenskra neytenda. Á vegum fyrirtætósins kom þýskur kaffisérfræðingur hingaö til lands og vann hann ásamt starfsmönn- um kaffibrennslunnar að því aö auka bragögæðin. Nýja kaffið er nú til kynningar í ýmsum stór- mörkuðum og líkar það vel, að sögn Alfreðs Jóhannssonar hjá Kaaber. Kaffið er boðið á sérstöku tilboös- verði núna og ef keyptir er tíu pakkar fylgir ein gömul blá/hvít dós með rauða lotónu sem til var á hveiju heimili í gamla daga. Einnig Jákvæð nýjung á tilboði Til þess að koma til móts við stór- an hóp neytenda hafa Kjamavörur sett á markað Já-smjörlító í 250 g öskjum. Þetta er breyting frá því aö aðeins var hægt aö kaupa smjör- líki í 500 g álbréfspökkum. Að sögn Óttars Felix Haukssonar hjá Kjamavörmn hefur smjörlíki í þessum umbúöum betra geymslu- þol, hreinlæti er meira því ektó em lengur fitugar umbúðaslitrur að þvælast fyrir, auðveldara er að stafla í kæliskáp og síðast en ekki síst er þetta ætlað minni flölskyld- um sem nota minna af smjörlíki. Já-ið er nú selt til kynningar í tveimur sampökkuðum 250 g öskj- um á sama verði og ein, eða á 50-60 krónur, í flestum stórmörkuðum. hefur Diletto- og Kólómbía-kaffið verið endurbætt. Alfreð sagði að íslenska kaffið hefði farið halloka í samkeppni við erlendar tegundir og því hefði þótt nauðsynlegt að aðlaga kaffiö betur smekk neyt- enda og ná aftur markaði innan- lands. Pakkinn af Ríó kostar nú 99-100 krónur þar sem hann er ódýrastur. Pitsuskrúf- ur í viðbót Iðnmark í Hafnarfiröi hefur ný- lega sent frá sér eina snakknýjung- ina enn. Það era pitsuskrúfur sem bætast í hópinn en fyrir era beik- onbitar, paprikuskrúfur, lauk- hringir, piparstjömur og papriku- stjömur. Verðið er mn 109 krónur fyrir pokann sem framleiðendm- segja fyllilega samkeppnishæft við erlenda framleiðslu. Spurtogsvarað stofnun Hjá Tryggingastofnun er hægt. að fá aöstoð viö kaup og cekstur bifreiðar. Aðstoðin er í formi styrkja tii kaupa á bifreið, lána til kaupa á bifreið, auk þoss eru framlög til reksturs bifreiöar, svokallaðir „bensinstyrkir". Hveijir geta fengið bensínstyrk? Þeir sem sannanlega þurfa á bifreið að halda vegna cigín hreyfihömlunar geta fengið upp- bót á lífeyri til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar. Hér er átt viö hreyfihömlun sem gerir mönnum iUmögulegt að komast leiöar sinnar án ökutækis, þar með taldir slæmir bjarta- og lungnasjúkdómar auk blindu. Sótt er um bensínstyrk. á sér- stökum eyðublöðum. Umsókn- inni skal fylgja á sérstöku eyðu- blaði vottorð læknis um hrejii- hömlun. Eigi umsækjandi gilt örorkumat hjá Tryggingastofnun þarf í fæstum tilfellum að skila læknisvottorði um hreyfihöml- un. Bótaþegi eða maki hans þarf að vera skráður eigandi bifreið- arinnar og ökumaður hans. Þó er heimilt að víkja frá stólyrðinu um ökumanninn í sérstökum til- fellum, Flestir þurfa að end- urnýja árlega umsókn um þessa uppbót. Bensínstyrkurinn greiðist mánaðarlega með öðram bótum. Þeir sem njóta bensinstjTks fá bifreiðaskattinn feEdan niður. Hverjir geta fengið styrk til kaupa á bifreið? Árlega afgreíðir Trygginga- stofnun ríkisins styrki til kaupa á bifreiðum. Styrtórnir skiptast í tvo flokka eftir upphæðum. Veitt- ir eru 50 svokallaðir „hærri styrkir" og 600 lægri. Hærri styrkirnir eru nær eingöngu veittir fóitó í hjólastól. Upphæðir styrkja eru ákveðnar árlega. Upphæð lægri styrksins er 235 þúsund krónur og hærri styrks- ins 700 þúsund krónur í ár. Sótt skal um styrkinn fyrir 1. október ár hvert. Útborgun styrkslns hefst svo i. mars árið eftir. Rétt til styrksins eiga hreyfi- hamlaðir elli- og örorkulífeyris- þegar, örorkustyrkþegar og for- ráðamenn fatlaðra og alvarlega sjúkra barna sem njóta umönn- unarbóta. Heimilt er að veita styrkimifótluðum sem ekki njóta ofangreindra greiðslna frá Trygg- ingastofnun. Umsækjandi um styrkinn skal vera yngri en 75 ára. Hann þarf að hafa ökurétt- indi. Heimilt er að vikja frá því skilyrði og skal umsækjandi þá tilnefna tvo ökumenn sem aka mega bifreiðinnni. Styrkur er einungis veittur vegna bifreiða sem hafa verið tollafgreiddar eflir 1. júni á umsóknarári. Spumingar lesenda Á neytendasíðu DV mun Ásta R. Jóhannesdóttir, deildarstjóri í félagsmála- og upplýsingadeild Tryggingastofhunar ritósins, svara spurningum lesenda. Hægt er að senda spurningar í bréfi tíi Neytcndasíðu DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik, eða í símbréfi 1 síma 632999. Á mánudagsmorgn- um, miHi kl. 10 og 12, er tekiö við spumingum í síma 632700. Svar mun birtast í næstu viku eða eins fljótt og auðið er. Vinsamlegast hafið spurningar stuttar og hnitmiðaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.