Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. Fólk í fréttum Margrét Sonja Viðarsdóttir Margrét Sonja Viðarsdóttir, átján ára nemi við Verkamenntaskólann á Akureyri, var Kjörin fegurðar- drottning Norðurlands í Sjallanum á Akureyri um síðustu helgi eins og fram kom í DV-fréttum að norðan ígær. Starfsferill Margrét Sonja fæddist á Akureyri 17.5.1974 og er alin þar upp í for- eldrahúsum. Hún er nú á þriðja ári á hagfræðibraut VMA. Á sumrin hefur hún starfað við verslun foður síns, Skíðaþjónustuna á Akureyri, auk þess sem hún hefur starfað tvö sumur við Hagkaup. Margrét Sonja æfði skíðagreinar og keppti á skíðum fyrir KA á árun- um 1984-90. Fjölskylda Systkini Margrétar Sonju eru Jón Garðar, f. 12.8.1963, starfsmaður Búnaðarbanka íslands í Reykjavík; Viðar Freyr, f. 9.12.1964, verslunar- maður á Akureyri; Signe, f. 12.5. 1966, verslunarmaður og húsmóðir á Akureyri, en maður hennar er Heiðar Agústsson verslunarmaður og eiga þau eina dóttur, írisi; Bryn- dís, f. 11.12.1970, verslunarmaður á Akureyri, en unnusti hennar er Aðalsteinn Helgason sem rekur Bónþjónustuna á Akureyri. Foreldrar Margrétar Sonju eru Viðar Garðarsson, f. 24.10.1940, kaupmaður á Akureyri, og Sonja Garöarsson, f. 12.8.1942, húsmóðir og starfsstúlka viö Elli- og hjúkrun- arheimihð Hlíð, fædd í 0resund í Noregi. Ætt Faðir Viðars er Garðar, fyrrv. leigubílstjóri, Guðjónsson, b. í Björk í Sölvadal, Benjamínssonar, bók- bindara í Björk, bróður Stefáns, föð- ur Þorsteins, bæjarritara á Akur- eyri. Benjamín var sonur Benja- míns, b. í Björk, Stefánssonar, b. í Skálpagerði, Stefánssonar. Móðir Benjamíns bókbindara var Sigríður Jónsdóttir frá Kálfagerði, Magnús- sonar. Móðir Guðjóns var María Stefánsdóttir, b. í Seljahlíð, Sigurðs- sonar, og Bergþóru Eiríksdóttur frá Stokkahlöðum. Móðir Garðars var Aðalheiður Jónasdóttir, b. á Hóli í Kaupangs- sveit, Jónssonar, Gottskálkssonar, b. á Hóli í Kræklingahlíð, Oddsson- ar. Móðir Jónasar var Guðrún Stef- ánsdóttir frá Bringu, Jónssonar. Móðir Aðaiheiðar var Anna, dóttir Jóns, b. í Litlagerði, Eiríkssonar, og Signýjar Jónsdóttm- frá Gerði í Fnjóskadal. Móðir Viðars er Freyja, systir Baldurs, hagyrðings á Akureyri. Freyja er dóttir Eiríks, b. á Dvergs- stöðum, Helgasonar, b. í Botni, bróður Önnu, móður Finns prófess- ors og Klemensar, ráðherra og land- ritara, föður Agnars Klemensar ráðuneytisstjóra og Önnu, móður Þórhalls bankastjóra og Klemensar, fyrrv. hagstofustjóra. Helgi var son- ur Eiríks b. á Vöglum, Sigurðsson- ar, b. í Engey, Jóhannssonar. Móðir Eiríks á Dvergsstöðum var Sigur- laug Jónasdóttir, b. í Fagrabæ, bróð- ur Guðmundar, b. á Nolli, langafa Jóhannesar Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra á Seyðisfirði, og Matthíasar Bjamasonar alþingis- manns. Jónas var sonur Stefáns, b. á Nolli, Eyjólfssonar, b. í Fagrabæ, Amfinnssonar. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Indriðadóttir frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Móðir Freyju var Sigríður Ágúst- ína, dóttir Áma, jámsmiðs á Hjalt- eyri, bróður Ástu, ömmu Leós Júl- íussonar, fyrrv. prófasts á Borg á Mýrum. Ami var einnig bróðir Jóns Kristjáns í Amamesi, afa Jóns Sig- tryggssonar, fyrrv. prófessors í tannlækningum við HÍ, langafa Áma Kolbeinssonar ráðuneytis- stjóra og langafa Gunnars Schram prófessors. Arni var sonur Antons, b.íAmamesi. Móðir Sigríðar Ágústu var Jónína Margrét Sonja Viöarsdóttir. Guðmundsdóttir, b. á Vöglum í Þelamörk, Hafliðasonar, b. á Hálsi í Flókadal í Skagafirði, Þórðarsonar. Móðir Jónínu var Sigríður, systir Magnúsar, oddvitaá filugastöðum, langafa Magnúsar í Syðri-Ey í Vind- hælishreppi. Sigríður var dóttir Ás- mundar Amasonar, b. á Ámá og Stóru-Reykjum í Flókadal. Afmæli Svidsljós Þorsteinn Steingrímsson Þorsteinn Steingrímsson rannsókn- arlögreglumaður, Nýbýlavegi 76, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi og stundaði síðan nám í húsa- smíði. Þorsteinn vann við húsa- smíðar sem sveinn og síðar sem meistari í nokkur ár. Þá lauk hann námi á öllum stigum Lögregluskóla ríkisins auk sérnáms hér á landi og erlendis. Þorsteinn hóf störf í Lögreglunni í Reykjavík 1961 og starfaði fyrst í umferðardeild og síðan fíkniefna- deild fram í ársbyrjun 1974. Þá hóf hann störf hjá dómstóli í ávana- og fíkniefnamálum og starfaði þar þangað til á miðju ári 1977 er hann hóf störf hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Þorsteinnkvæntist27.6.1954 Helgu Jóhannsdóttur en þau skildu. Böm Þorsteins og Helgu em ina Guðlaug, f. 20.1.1953, viðskiptafræð- ingur, gift Chris Clark, deildarstjóra hjá IBM í London; Steingrímur, f. 18.4.1955, tæknifræðingur, kvæntin- dr. Kristínu Hágseth, deildarstjóra hjá Microsoft í Seattle í Washington, og em synir þeirra Enik Ægir og Þór Anton; Fjóla Berghnd, f. 4.1. 1958, fóstra, í sambýh með Sigurði Walters rafvirkja og er böm þeirra Daníel og ína Katrín; Kristín, f. 19.10.1959, tækniteiknari í Kópa- vogi; Helga Hanna, f. 28.10.1969, stúdent í Kópavogi,- gift Bjama H. Þorsteinssyni nema; íris Ingibjörg, f.19.4.1972, stúdent. Systkini Þorsteins eru Fjóla Stein- grímsdóttir, gift Edvard Kristensen; Jón P. Valur Steingrímsson, nú lát- inn, var kvæntur Þóru Þorbjarnar- dóttur; Aðalheiður S. Steingríms- dóttir, gift Hildimundi Sæmunds- syni. Foreldrar Þorsteins voru Stein- grímur Pálsson, vélstjóri í Reykja- vík, og Kristín Jónsdóttir húsmóðir. Þorsteinn Steingrimsson. Ætt Steingrímur var sonur Páls, b. í Bakkakoti á RangárvöUum, Jóns- sonar, b. á Gaddstöðum, Guð- mundssonar. Móðir Páls var Vh- borg Einarsdóttir. Móðir Steingríms var Salvör Jensdóttir, b, á Mold- núpi, Jónssonar. Kristín var dóttir Jóns á Staðar- höfða Sigurðssonar og Valgerðar Þorsteinsdóttur. Til hamingju með afmælið 16. febrúar 85 ára Sigurður HUmarsson, Þómstígie, Njarðvík. Þorvaldur Guðjónsson, söðlasmíöameistari, Laugamesvegi 54, Reykjavík. Þorvaldurer frá Litlubrekku íGeiradal.Eig- inkonahans varElsaDóra Guðjónsson húsmóðir. Hannverðuraö heimanáaf- mæhsdaginn. Hólabraut 7, Keflavík. Gunnlaugur verðursjötugur á morgun, miö- vikudag. Eigin- konahanser Guömunda Sumarhðadótt- ir.Þautakaá mótigestumí salFrímúrara, Bakkastíg 16, Njarðvik, fi-á kl. 19 á afmæhsdaginn. 60ára 80 ára -ÞorsteinnS. Stelngrimsson, Bræðratungu 30, Kópavogi. Elín HaUdórsdóttir, Greni völlum 26, Akureyri. Bringu, Eyjafjarðarsveit. Hafþór V. Sigurðsson, Blöndubakka 11, Reykjavik. Þrándur Ingvarsson, Þrándarholti2, Gnúpverjahreppi. Magnea Guðrún Sigurðardóttir, Gnoðarvogi 34, Reykjavík. Magneatekurá mótigestumá heimihdóttur sinnar, Iíjalla- vegi 22, Reykja- vík,ámiUikl. 16ogl81augar- daginn20.fe- brúar. 40ára Guðfinna S. Karlsdóttir, Knútsstöðum, AðaldælahreppL 50ára 70ára Kristin Þórlindsdóttir, Skólavegi 67, Fáskrúðsfirði. Hörður Þorgilsson, Miðtúni82, Reykjavík. Gunnlaugur Karlsson skipstjóri, Sigurður S. Guðmundsson, RauðaskógL Biskupstungnahreppi. Gunnar Jónatansson, Holtsgötu 8, Njarðvík. Jóhannes Gunnarsson, Fellsmúla 22, Reykjavík. Björgvin R. Þorgeirsson, Austurbrún 2, Reykjavík. Freyja Sigurvinsdóttir, Hróbjartur ÆgirÓskarsaon, Blikahólum 8, Reykjavxk. GuðleifBender, Engjaseh 84, Reykjavík. Jón Carlsson, Vanabyggð 6d, Akureyri. Rebekka Guðnadóttir, Svarfhóh, Stafholtstungnahreppi. Snorri S. Guðvarðsson, Oddeyrargötu 36, Akureyri. Ari Heiðberg Jónsson, Eyjabakka 5, Reykjavík. Þessar föngulegu stúlkur stjórnuðu fjöldasöng með miklum glæsibrag. Félag íslendinga í Frakklandi: Blótað í París Gísli Egill Hrafnsson, DV, fórís: Á dögunum héldu íslendingar sitt árlega þorrablót í París en Félag íslendinga í Frakklandi stóö fyrir hátíðinni sem var hin veglegasta. Dagskráin hófst með borðhaldi þar sem snæddur var þorramatur að þjóðlegum sið. Að því loknu var haldið happdrætti til styrktar ís- lenska skólanum í París. Þá tók við fjöldasöngur og í kjölfar hans ýms- ar uppákomur og skemmtiatriði. Það kom síðan í hlut hljómsveitar- innar Kátir piltar að sjá um undir- leik á dansleiknum sem stóð fram á nótt. Aðsókn að þorrablótinu, sem er aðalsamkoma íslendinga í París, var mjög góö en hér hefur færst kippur í félagslíf íslendinga eftir stofnun sérstaks félags á síðasta ári. Félagsmenn koma saman eina kvöldstund í mánuði þar sem tæki- færi gefst ti] aö sýna sig og sjá aðra og svo auðvitað að hta í blöðin að heima. Einnig hefur verið komið á fót vikulegum íþróttatímum og ýmislegt fleira er í bígerð. Jóhann R. Benediktsson sendiráösritari stjórnaði happdrættinu af rögg- semi. DV-myndir Gísli Egill Hrafnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.