Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 32
U1 F R ÉTT AS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Dreifing: Sími ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993. Grayson í far- banni en Feeney áfram w I Hæstiréttur hnekkti í gær úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um gæslu- varðhald yfir Bandaríkjamanninum James Brian Grayson, fyrrum eigin- manni Emu Eyjólfsdóttur, vegna svonefnds bamsránsmáls. Honum er hins vegar gert að sæta farbanni fram til 3. mars. Þetta þýðir að Gray- son verður frjáls ferða sinna hér á landi þann tíma sem líður fram að dómi en réttarhöld í máli hans og Donalds Feeney vegna sakamáls, sem ákæruvaldið höfðar gegn þeim, hefjast í héraðsdómi á fimmtudag. Hæstiréttur staöfesti á hinn bóginn gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Feeney og féllst á kröfu ákæruvaidsins um að hann skuli verða í haldi fram að þeim tíma sem dómur gengur. Eins og fram hefur komið í DV seg- ist Grayson ætla að halda áfram að beijast fyrir því að fá 5 ára dóttur sína með sér til Bandaríkjanna. Það hyggst hann gera með þvi að sækja um forræði fyrir íslenskum dómstól- um. Forræðismál í þessu sambandi er óháð sakamálinu sem snýr að bamsránsréttarhöldunum. Hæsti- réttur hefur þegar sagt að bandarísk- um dómi, sem kveður á um forræði Graysons, verði ekki framfylgt hér. -ÓTT Stúlkaslasast: Ökumaður stakk af f rá slysstað Ein stúlka var flutt á slysadeild eftir að keyrt hafði verið á hana á gangbraut á Fríkirkjuvegi við Mið- bæjarskóla skömmu fyrir miðnætti í gær. Hún var ásamt tveimur vinkonum sínum að ganga yfir gangbrautina þegar bíll kom aðvífandi á miklum hraða suður Lækjargötu og inn á Fríkirkjuveginn. Tvær stúlknanna urðu fyrir bílnum. Önnur handleggs- brotnaði og hlaut skrámiu' í andliti og hin féll í götuna og reif fótin sín. Ökumaður bifreiðarinnar hélt áfram för sinni án þess að stöðva. Bíllinn var svartur að ht, straum- línulagaður og liklega evrópskur. Ökumaður var ungur og hann var ekki einn í bílnum. Lögregla biður þá sem geta gefið upplýsingar að hafa samband við sig. -ból LOKI Vantar þá ekki hárskera í lögguna? Komu að dánarbúi föð winsi „Eg var að koma með systur mina sem kom heim frá Bandaríkj- unum til að vera viöstödd útför föð- ur okkar. Hún ætlaði að gista i húsínu. Þegar við komum inn sáum við að búið var að róta öllu til í dánarbúinu,“ sagði Auður Steinþórsdóttir í samtali við DV í gær. Það var imæðilega aðkoma fyrir Auði og systur hennar, Ásdisi Ingu og Kolbrúnu, þegar þær sáu hús föðm- þeirra að Móaflöt í Garöabæ í gærmorgun. Þar var allt á rúi og stúi eftir innbrotsþjóf eða þjófa. Rótað hafði verið í nánast öllum herbergjum i húsinu. Faðir systr- anna lést í síðustu viku og verður jarðsunginn á morgun. Móðir þein-a lést i ágúst síðastiiðnum. Úr kommóðu frá síðustu öld, sem stóð í stofu hússins og var i eigu móður systranna, hafði efsta skúff- an verið tekin burt í heilu lagi en í henni var silfurborðbúnaður. Víð hliðina á kommóðunni lá kúbein og munir sem höföu verið í öðrum skúffum, meðal annars minningar- greinar og skej'ti frá ættingjum frá þeim tíma sem móðir systranna var jarösungin síöastliðiö sumar. . Af skrifötofu í húsinu haföi einnig verið tekinn kassi með öðrum borðbúnaði og þar var búið að hreyfa við persónulegum munum hins látna, meðal atmars verð- launagripum og bókum. í svefnher- berginu var allt á hvoifi. Þar höfðu skúffur með ýmsum verðmætum og skjölum veriö iagðar á rúm og gólf og rótað í þeim. Systumar telja að þar hafi verið á annað hundrað dollarar. „Þeir hafa hengt teppi fyrir svefn- herbergisgluggann með kiemmum þannig að ekki sæist til þeirra á meðan þeir voru að athafna sig héma inni,“ sagði Ásdís Inga. Greinilegt var á ummerkjum að farið haföi verið í allar hirslur í húsínu, skápa, skúður og á aðra staði, í þeirri von að verðmæti fyndust. Systurnar sögðu verst a að húsinu með þessum hætti um það leyti sem verið væri að und- irbúa jaröarför föður þeirra. Þær segjast vonast eftir að einhverjir geti gefið þeim vísbendingar um skúffuna úr hinni verðmætu kom- móðu sem var í eigu móður þeirra og hún iét endurnýja á sínura tima. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar innbrotið í Garðabæ. Þegar síðast fréttist hafði ekki náðst til þoirra sem þama voru að verki. Talið er ljóst að brotist hafi verið inn aðfáranótt sunnudags eða mánudags. Fallhlífarstökkvara hlekktist á þegar hann sveif inn til lendingar á Sandskeiði í gærdag. Maðurinn lenti töluvert harkalega og var talið að hann hefði farið úr axlarlið og brotið einhver rifbein. Hann var fluttur á slysadeild. DV-mynd Sveinn Veðriöámorgun: Hlýnandi veður Á hádegi á morgun verður suð- austankaldi og slydda en síðar rigning um landið norðanvert en sunnan og suðvestan stinnings- kaldi eða allhvasst og rigning eða súld sunnanlands. Hlýnandi veð- ur. Veðrið í dag er á bls. 28 Bridgehátíð: Loksins íslensk- ursigur Sveit Glitnis náði að tryggja sér sigur með góðum endaspretti í svei- takeppni bridgehátíðar Flugleiða sem lauk í gær á Hótel Loftleiðum. Sveit Glitnis skoraði 190 stig, fjórum stigum meira en sveit hoHenska landsliösins sem hafnaði í öðru sæti. Á síðustu 10 árum hafa erlendir gest- ir haft sigur 9 sinnum. Fyrir lokaum- ferðina áttu um 5 sveitir möguleika á sigri. Spffarar í sveit GHtnis eru Helgi Jóhannsson, Guðmundur Sveinn Hermannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson og Ragnar Magnússon. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Glitnir 190 2. Holland 186 -3. Zia Mahmood 182 4. S. Ármann Magnússon 181 5. Norge Landsbréf 180 16. Sparisjóður Siglufjarðar -ÍS Klippt af bflum Undanfarinn sólarhring hefur lög- regla á höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík kHppt númerin af um 300 óskoðuðum bOum. Lögreglan verður með sérstakt umferðarátak út þessa vikuna. -ból Peglvrs GUFULOKAR lniilxen Suöurtandsbraut 10. 8. 686489.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.