Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, þ'laðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Steypa er innanhússefni Níu milljarðar króna munu framvegis fara á hverju ári í að gera við og klæða steypuskemmdir í húsum, sem byggð hafa verið á allra síðustu áratugum. Ekkert bend- ir til, að steinsteyptu húsin, sem verið er að reisa um þessar mundir, muni þurfa miklu minna viðhald. Þetta er bit upp á tæplega hálfan hinn hefðbundna landbúnað, sem kostar 21 milljarð á ári. Þetta er tvöfalt meira en árleg byrði af samanlögðu tjóni af orkuverinu í Blöndu, laxeldisævintýri, loðdýrarækt og öðrum gælu- verkum hins opinbera, er kosta fjóra milljarða á ári. Um tveir áratugir eru síðan menn komust að raun um, að ekki væri allt með felldu 1 steyptum húsum á íslandi. Fyrst var talað um alkalískemmdir, síðan frost- skemmdir og nú er talað um kalskemmdir. En ekkert raunhæft hefur verið gert til að leysa vandann. Samt er sagt, að unnt sé að byggja steinsteypt hús á landinu. Er vísað til þess, að það hafi tekizt fyrir stríð og að það hafi tekizt í orkuverum. Ef spurt er, hvers vegna ekki sé þá steypt eins og fyrir stríð eða eins og gert sé í orkuverum, verður fátt um bitastæð svör. Enginn skortur er hins vegar á sökudólgum. Skelja- sandur og kísilryk í sementi eru nefnd til sögunnar. Sömuleiðis sjávarsandur í steypu og uppskriftir í steypustöðvum af annars konar og lakari steypu en hinni ófáanlegu steypu, sem farið hefur í orkuver. Ennfremur er nefnd til sögunnar langvinn steypu- hræring í þar til gerðum bílum, steypuþeyting með þar til gerðum tækjum á vinnustað og almennur handagang- ur í öskjunni að hætti íslenzkra byggingamanna. En áratugir hafa liðið, án þess að botn fáist í málið. Einn af sökudólgunum, sem hefur komið í ljós upp á síðkastið, er aukin einangrun innan á steinsteyptum veggjum. Hún flýtir fyrir kali steypunnar. Þess vegna er nú talið, að framvegis muni nást betri árangur, ef einangrað sé utan á steypuna, en ekki innan á hana. Líta má á þjóðfélagið í heild sem allsherjar tilrauna- stöð í steypufræðum. í stað þess að takmarka notkun þessa hættulega efnis við rannsóknastöðvar, meðan leit- að er að nothæfri vöru, er steypa notuð villt og galið úti um borg og bý. Allir eru gerðir að tilraunadýrum. Þessi umsvifamikla tilraun hefur leitt til viðhalds- markaðar, sem nemur níu milljörðum króna á hverju ári. Fyrirferðarmiklir á þeim markaði eru töframenn, sem selja ýmis galdraefni, er sum hver gera málið illt verra og engin koma í staðinn fyrir vandaða vinnu. Fræðimenn á þessu sviði eru orðnir sammála um, að vel framkvæmd viðgerð geti enzt í átta ár. Viðgerðin getur út af fyrir sig verið í lagi að þessum tíma liðnum, en gamla steypan fyrir innan hefur haldið áfram að skemmast. Þess vegna verða viðgerðir að Kleppsvinnu. í flestum tilvikum reynist til lengdar hagkvæmast að setja einangrun utan á skemmda steypu og klæða síðan einangrunina með plötum, sem sérstaklega eru gerðar til að veijast veðrum og hafa raunar ekki annað hlutverk. En vanda þarf til vals og frágangs platna. Með þessu er verið að viðurkenna, að við íslenzkar aðstæður sé steypa svipað innanhússefni og timbur. Eins og klæða varð timburhúsin í gamla daga með báru- járni, verði nú að klæða steypuhúsin með einhveijum þeim plötum, sem hafa leyst bárujárnið af hólmi. Þannig er með æmum kostnaði unnt að lagfæra mis- tök fortíðarinnar. En á sama tíma er á hveijum degi verið að framkvæma ný mistök með nýrri steypu. Jónas Kristjánsson „Hið nýja átak í vegamálum mun hafa mikla og jákvæða breytingu í för með sér, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestjörðum," segir í texta greinarhöfundar. Bættar samgöngur - aukin samvinna Fjármagn til vegagerðar verður meira á þessu ári heldur en nokk- urn tíma á síðasta áratug. Með hinu sérstaka átaki í vegamálum, sem ákveðið var á Alþingi nú fyrir ára- mótín, verður unnt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum æskileg- um verkefnum sem mörg hver hafa beðið æði lengi. Hið sérstaka átak, sem efnt var til, fól það í sér að tekið var erlent lán tíl þess að hrinda af stað fram- kvæmdum í vegamálum að upp- hæð rúmlega 1,5 milljarðar króna. Með þessu var reynt að ná tvenns konar markmiðum. Hið fyrra var að efla atvinnustarfsemi í landinu, ekki síst á sviði verklegra fram- kvæmda, og hið síðara að tryggja að hrundið yrði í framkvæmd ýms- um nauðsynlegum vegabótum. Menn hafa varpað fram þeirri spumingu hvort vegabætur af þessu taginu væru yfirhöfuð at- vinnuskapandi. Og hvort ekki hefði mátt finna vænlegri leiðir í þessu sambandi. Þessu er því til að svara aö vitaskuld eykst vinnan á meðan á þessu átaki stendur. Nú er lægð í almennri fjárfestingu. Við eigum til tæki og vinnufúsar hendur til þess aö takast á við arðbærar vega- framkvæmdir og því eigum við ein- mitt nú að sæta lagi. Hitt er þó sýnu þýðingarmeira í bráð og lengd að með því að tengja saman byggðirnar með góðum samgöngum erum við einmitt að skapa nýja möguleika. Þegar at- vinnu- og þjónustusvæðin stækka verða til ný atvinnutækifæri sem áður hefði verið óhugsandi. Tvö dæmi frá Vestfjörðum Hið nýja átak í vegamálum mun hafa mikla og jákvæða breytingu í för með sér, bæði á sunnanverðum og á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki heföi verið hægt að vinna að þeim framkvæmdum nema að til KjaUariim Einar K. Guðfinnsson alþingismaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á Vestfjörðum hefði komið sérstakt fé til þess að flýta þeim. Á Óshlíð á milli Bolungarvíkur og ísafjarðar verða reistir tveir nýir vegskálar í giljum þar sem snjóflóö hafa verið hvað tíðust. Þannig verður vegurinn á milh þessara stærstu þéttbýlisstaða Vestfjaröa betri og öruggari. í fyrra og hittifyrra var unnið vel og myndarlega við veginn um Hálf- dán, á milli Tálknafjarðar og Bíldu- dals. Að því verki loknu er auðvitað ljóst að aðstæður til allrar sam- vinnu á milli þéttbýhsstaðanna á sunnanverðum Vestfjörðum verða orðnar gjörbreyttar til batnaðar. Á stundum hefur hið slæma ástand vegarins hreinlega hamlað, til aö mynda fiskflutningum, á mihi þessara staða. Með nýja veginum verður slíkt ástand að baki og nýir möguleikar opnast. Nýgerð vilja- yfirlýsing sveitarfélaganna þriggja um stofnun hafnarsamiags á svæð- inu er táknrænt dæmi um það hvaða möguleika heimamenn sjá sjálfir á frekara samstarfi. Forsenda að samvinnu og sameiningu sveitarfélaga Það er í þessum dúr sem við eig- um að vinna. Með því að skapa skilyrðin, svo sem með samgöngu- bótum, opnum viö heimamönnum leiðir að aukinni samvinnu og eftir atvikum sameiningu sveitarfélaga. Þar munu þó hagsmunir heima- manna ævinlega róa í fyrirrúmi. Efling sveitarfélaga og aukin verk- efni þeim til handa er að mínu mati sjálfsagt og nauðsynlegt markmið. Einfaldlega vegna þess að það er í þágu valddreifingar og sveitarfélaganna sjálfra og íbúa þeirra að þau eflist. Forsenda alls slíks er þó auknar samgöngubætur og því er það sérstaka átak í sam- göngumálum, sem nú er verið að hrinda í framkvæmd, mikið ánægjuefni. Einar K. Guðfmnsson „Með því að skapa skilyrðin, svo sem með samgöngubótum, opnum við heimamönnum leiðir að aukinni sam- vinnu og eftir atvikum sameiningu sveitarfélaga." Skoðanir annarra Fiskifræði og vísindi „Framleiðni hafsins er minni nú en fyrir 40 árum vegna lækkunar á meðalhita um nálægt 2,5 gráðum! Af þessari ástæðu einni er það að mínu mati óvís- indaleg tilraunastarfsemi að reyna að þvinga fram stækkun á þorskstofninum umfram 800 þúsund tonn! Enda er ekkert dæmi til um góða nýliðun í þorsk- stofninum með þessum tilraunum, og ekkert dæmi sem rökstyöur áframhaldandi tilraunastarfsemi.‘‘ Kristinn Pétursson í Mbl. 12. mars. Konan er kvenmaður „Meðan rauðsokkumar gerðu lítið úr úthti og pjatti, því konan var maður, þá blása aðrir vindar nú. Konan er kven-maður, með áherslu á kven-. Kynferði er ekkert th að skammast sín fyrir. Karlar komast áfram í krafti kynferðis síns. Hvers vegna skyldu konur láta eins og þær væru kynlausar? Silki- nærföt eru ekki bara fyrir þessi 4 prósent heimavinn- andi kvenna, heldur líka fyrir hinar, sem vinna úti. Rauðsokkurnar brenndu brjóstaháldarana sína. Dætur þeirra velja sér brjóstahaldara af kostgæfni og blúnduhlýrinn má alveg gægjast undan silkiblúss- unni. . .“ Sigrún Davíðsdóttir í Mbl. 14. mars. ímynd Khasbúlatovs „Khasbúlatov hefur af mikilli natni byggt upp þá ímynd að hann sé rólyndur, píputottandi mennta- maður, sem hafi htla reynslu af klækjabrögðum hins óvægna heims stjórnmálanna. Brestir komu í þá ímynd er hann, froðufellandi af reiði, flutti tilfinn- ingaþrungna ræðu gegn Jeltsín á þinginu á fimmtu- dag og sagði m.a. að „djöfulhnn" heföi leitt þingmenn á vilhgötur. Einn fyrrum aðstoðarmaður þingforset- ans hefur sagt aö hann stjórnist af „kákasískri hefni- gimi“.“ Steingrímur Sigurgeirsson í Mbl. 14. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.