Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1993 23 Anna Ólafsdóttir, Sigríður Arnarsdóttir, Philippi Patay og Sunna Ólafsdóttir voru á frumsýningunni. Dauðinn og stúlkan Leikritiö Dauöinn og stúlkan eftir Ariel Dorfman var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins sL fimmtu- dagskvöld. Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson en leikendur eru Þor- steinn Gunnarsson, Valdemar Örn Flygenring og Guörún S. Gísladóttir. Verkið gerist í Suöur-Ameríku og segir frá Pálínu sem hefur mátt sæta ólýsanlegum pyntingum. Hún er nú gift en maðurinn hennar hefur fengiö það verkefni að vera formaður nefndar sem rannsakar alvarlega glæpi. Kvöld eitt er knúið dyra hjá þeim hjónum og Pálína telur að þar sé kvalarinn sinn kominn á nýjan leik. ___________________________Sviðsljós íslenskt landslag . á Kjarvalsstööum Tuttugu og sex listamenn eiga verk menn sem allir fengust við gerð sýningunni nokkur öndvegisverk ís- á sýningunni „íslenskt landslag landslagsmynda á þessu tímabih. lenskrar listasögu sem flestir kann- 1900-1945“ semopnuðvaráKjarvals- Verkin eru flest í einkaeign og hafa ast við eins og t.d. Heklumynd Ás- stöðum um helgina. Sýndar eru vel mörg sjaldan eða aldrei komið fyrir gríms Jónssonar og Fjallamjólk á annað hundrað myndir eftir hsta- augu almennings en að auki eru á Kjarvals. Kristján Davíðsson, Alfreð Guðmundsson og Guðrún Árnadóttir eru áhugasöm um listir eins og sjálfsagt flest- ir vita. Markús öm Antonsson, Pétur Guðfinnsson og Stella Sigurleifsdóttir skoðuðu landslagsmyndir á Kjarvals- stöðum um helgina. DV-myndir JAK Kjartan Ragnarsson, Þórunn Sigurðardóttir og Sigriður Margrét virtust ánægö með verkið. DV-myndir ÞÖK Förðunarfólk og tísku- og fatahönnuðir reyndu með sér í sérstakri keppni, Tiskan ’93, sem haldin var á Hótel íslandi fyrir skömmu. Þar gat að líta ýmsar útfærslur eins og sjást á meðfylgjandi mynd en hætt er við að einhverjum þætti þetta heldur klæðalitlar flíkur til fara i á ball. DV-mynd ÞÖK Nýjustu ballfötin? Jóhann telfdi við skólakrakkana Jóhann Hjartarson stórmeistari telfdi fjöltefli i Melaskólanum fyrir skömmu. Tuttugu og sjö nemendur á aldr- inum 8-13 ára reyndu að klekkja á stórmeistaranum en enginn hafði erindi sem erfiði og Jóhann lagði alla andstæðinga sína sem sumir hverjir sýndu reyndar ágætis tilþrif. Fjöltefliö var haldið fyrir tilstuðlan Skákskól- ans en þess má einnig geta að í Melaskólanum er töluverður skákáhugi og til marks um það skráðu sig 75 nemendur á skáknámskeið sem þar var haldið nýlega. DV-mynd Brynjar Gauti NGARGJAFAHANDBÓK 1993 24 SÍÐUR Á MORGUN Á morgun, miðvikudaginn 17. mars nk., mun hin sívinsæla fermingargjafahandbók fyigja DV. Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfúm. Þetta finnst mörgum þægilegt nú, á dögum tímaleysis, og af reynslunni þekkjum við að handbækur DV hafa verið afar vinsælar. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.