Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 Spumingin Hvaö finnst þér um ráðn- ingu Hrafns Gunnlaugs- sonar í starf framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins? Tryggvi Tryggvason: Allt í lagi. Það er nauðsynlegt að hræra aðeins upp í þessu. Friðleifur Helgason: Þetta er skand- all aldarinnar. Skarphéðinn Jónsson: Ég hef lítið vit á því enda ókunnugur þessu máli. Anna Hlin: Þetta er valdníðsla í sinni verstu mynd. Hallgerður Pálsdóttir: Ég hef enga skoðun á því. Sigurður Kjerúlf: Mjög gott mál. Hann á eítir að brillera hjá Sjónvarp- inu. Lesendur Skuldir heimil- anna í landinu Háir vextir, hátt verðlag, aukin kaupgræðgi fólks - allt þættir sem leika stórt hlutverk. Konráð Friðfinnsson skrifar: í nýlegri könnun um skuldastööu heimilanna kemur í ljós að hún er á milli 6 og 700 milljónir króna. Á síð- asta áratug hækkuðu þær um lítil 377%! Fyrir þessum hækkunum eru eflaust margar ástæður. Er máski hugsanlegt að háir vextir lánastofn- ana í langan tíma, hátt verðlag í verslunum, aukin kaupgræðgi fólks svo eitthvað sé nefnt, leiki þama stærra hlutverk en látið er uppi? Einnig er staðreynd að kaupgeta aflafjár er sífellt á niðurleið hjá stór- um hópi fólks og engar líkur á að bætt verði úr svo neinu nemi á næst- unni, ef miða á við þá þröngu stöðu atvinnuveganna sem nú er talin. Ég er t.d. sannfærður um að verka- mannalaun voru hærri 1970 en í dag. Fróðlegt væri að fá samanburð. En varðandi skuldastöðu heimil- anna er ekki allt ljóst fyrir almenn- ingi. Þegar athugun á henni er gerð verður hún að vera trúverðug til að hún skih fullnægjandi niðurstöðu. Hún veröur t.d. að sýna raunveru- lega skuldastööu heimilanna. Og þá spyrja menn: Er verið að tala um heildarskuldir ellegar þá aðeins um vanskilin er blasa við sumum heiniil- um? Á þessu tvennu er reginmunur. Orðið skuid er teygjaniegt og þýðir ekki alltaf það sama. Þetta segi ég vegna þess að lánin sem slík eru ekki vandamál. Vand- kvæöi greiðenda byija yfirleitt er þeir geta ekki lengur staðið við sínar skuldbindingar gagnvart lánar- drottnunum. Hjón sem hyggjast koma yfir sig þaki fá t.d. lán hjá Húsnæðisstofnun til 20 eða 25 ára. Vissulega binda þau sér bagga með ákvörðun sinni. Én samt er það svo að takist þeim að borga á réttum tíma verður aldrei um neitt vandamál að ræöa hjá þeim. Þannig á skuldastaða heimilanna sér afar ólíkar hliöar. - Ég ræddi um vandamál, og þykist vita að ofangreind könnun hafi ein- mitt verið gerð til að sýna fram á að vandamáliö er til staðar í þessari deild samfélagsins. En erum við ís- lendingar ekki snillingar í aö búa til risastór vandamál sem geta orðið að miklu áhyggjuefni? Fagurt mannlíf Árni Helgason skrifar: Hvað er nú það? - Er von að menn spyrji er horfa á braut þjóölífsins í dag. - Hugsjónir, hvað er nú það? Er nema von að menn spyrji í öllum þessum hamagangi um krónumar til þeirra sjálfra. Þessi krónugleraugu, sem fólkið hefur sett upp og samfé- lagið jafnvel hvatt til, blinda svo margt annað og svæfa það sem nauö- synlegt væri að halda vakandi. Þaö er ekkert vafamál aö ef hver og einn gerði sitt til að bæta þjóðlíf okkar og gleymdi sjálfum sér, þótt ekki væri nema nokkra stund, kæmi fljótt í ljós hve miklu má áorka ef góður hugur og hreint hjarta væri þar að baki. Nú heyrist aldrei talað um ættjarðarást, hvað þá um að efla virðingu fyrir landi og lýð. Síður en svo. Og þrátt fyrir nægar kirkjur og kennimenn miðar lítið í betra hug- arfari og betra þjóðfélagi. Þetta er því miður staðreynd J>ótt ekki sé hún beint hugnanleg. Á þá sem vilja gera þjóðfélagið betra og að ég tali ekki um reglusamara er lítið hlustað. Og smám saman er lög- gjafinn að beygja af þeirri leið sem vísar til betri samskiptahátta. - Allt er afsakaö. Hitt er víst að þessi ganga okkar í dag, bæði til að auka og efla hag lands og heimila, er mikið út í bláinn. Það er nefnilega ekki hægt að koma til liðs við þann sem ekki kann að halda á sínum fjármálum. Það þarf fyrst og fremst aö ráðast gegn og rannsaka þá taumlausu eyðslu sem alls staðar er í fyrirrúmi, á heimilum, í sveitarfélögum og í þjóðfélaginu öllu. Þetta er erfitt verk þegar við lítum á hversu örðugt er að koma viti fyrir fólk. Allt sem á að spara er fordæmt og menn segja: Hvers vegna ég, því ekki nágranni minn? - En eitt vitum við. Þjóðarauð- urinn og sérstaklega þeir stofnar sem verðmætin skapa eru ekki eilífðar verðmæti, nema við kunnum að umgangast þau. Aö því kemur að við verðum að fara með gát að auðæfum landsins. Því lengur sem við bíðum meö það þeim mun verra. Það skyldu þeir athuga sem ábyrgð bera. íslensk sérsaumaþjónusta Áslaug skrifar: Mikið er rætt um að fólk eigi að velja íslenskt, það skapi atvinnu. Oftar en ekki er maöur þó í erfiðleik- um með að finna þetta íslenska sem maður leitar að, t.d. varðandi fatnað. Undantekningar eru þó á þessu, ef undantekningar skyldi kalla, því auðvitað á íslensk framleiðsla að vera aðalatriði en ekki aukaatriði. Ég varð þvi bæði glöö og undrandi þegar ég komst að því að saumastof- an Sólin og Kamabær framleiða og selja íslenskan fatnaö sem er aö öllu leyti sambærilegur við það besta er- lenda sem við sjáum hér. Ég naut nýlega þjónustu þessa fyr- irtækis og get ekki stillt mig um að geta hennar nokkuð frekar. Þama er hægt að fá pils, dragtir, buxur, jakkafot og fleira og allt saumað hér á landi. Þetta er bæöi hægt að fá af lager og eins sérsaumaö fyrir þá sem ekki eiga auðvelt með að nota fatnað eftir númerum. Og þessi sérsauma- þjónusta kostar lítið meira en ef flík- in er keypt út úr búð. Þessu má helst líkja við það þegar íslendingar eru á ferð um Austurlönd og era að láta Auövitað ætti íslenska framleiöslan segir m.a. í bréfi Áslaugar. sauma á sig fatnað þar. Það er engin ástæða lengur til að fara til Bangkok í slíkum erinda- gjörðum, á meðan hægt er að skreppa í Kópavoginn þar sem Sólin og Kamabær eru til húsa og fá þar ofangreinda þjónustu. Ég tek sem aö vera aöalatriði en ekki aukaatriöi, dæmi að dragt sem ég lét sauma fyr- ir mig nýlega kostaði aðeins um 24 þús. kr. og jakki úr gæðaefni sem saumaður var á manninn minn kost- aði 18 þús. kr. - Ágæta starfsfólk Sólarinnar, hafiö kæra þökk fyrir frábæra þjónustu og fatnaö. Myndlykilá Sjónvarpið D.K. skrifar: Það er orðinn ærinn mismunur í þjóðfélaginu á mörgum sviðum. En það er sárgrætilegt að riltið sjálft og stofnanir þess skuli enn margfalda þennan mismun. Eitt sker sig þó mjög úr. Það er aö menn skuli þurfa að sæta því að greiöa fyrir afnot Ríkissjónvarps um leiö og keypt er sjónvarps- tæki. Menn vilja ekki endilega horfa á Ríkissjónvarpið. Það hafa ekki allir efni á því að greiða af- notagjald af tveimur sjónvarps- stöðvum. Þess vegna á rfltið að gefa fóllti sem vill horfa á Sjón- varpið kost á að kaupa sér mynd- lykil líkt og Stöð 2 gerir. Með því skapast frelsi til að velja. Núver- andi ástand er óhæfa og ríkinu til vansæmdar. Skilningssljótt bankaráð Páll ólafsson hringdi: Nýr bankaráðsmaður hjá is- landsbanka, Orri Vigfússon, lét nokkur vel valin orð falla á aðal- fundi bankans. Hann sagöi það sem margir hluthafar bankans hafa hugsað; aö flestír banka- ráðsmennirnir skilji ekki skila- boð hluthafanna. Auðvitað er það afar óheppilegt að í bankaráði svona banka skuli sitja meiri- hluti sem skipaöur er lífeyris- sjóðsmönnum, mönnum frá ASÍ og svo ríkinu sjálfu. - Þama er sijórnskipulagi nýög áfátt Eins ætti að vera einn aðalbankastjóri sem er ábyrgur. Arðgreiðslur eru einnig langt fyrir neðan vonir manna. Þetta á nú að vera einka- banki - er það ekki? Verðugtfordæmi Jón Gíslason hringdi: Stjómendur ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum eiga heiöur skilinn fyrir frumkvæði aö því að fara niðurfærsluleiöina í reynd. Þeir byrja á að lækka laun sjálfra stjómendanna um 15% og ætlast til aö allir aðrir starfsmenn taki á sig hlutfallslega launalækkun. - Er þetta ekki það sem koma skal í stað endalauss þjarks um það sem ekki er til. Nú bíðum við eftir að ráöherrar og aðrir frammámenn þjóðfélagsins lækki sin laun. Lækkunábensíni Kristján skrifar: í fréttum segir að útlit sé fyrir að bensínverð hækki hér á næst- unni - aö sagt er „í kjölfar hækk- ana á heimsmarkaðsverði". Ég man nú ekki eftir aö lækkunin á heimsmarkaðsverði síðast hafi skilað sér hér. En hækkanir á þessu fræga viðmiðunarverði skila sér ávallt. Þeir hjá olíufélög- imum fylgjast vel með breyting- unum upp á við. - Hún er góð reynslan af frjálsu álagningunni! Alltofháálagn- ingábjór Sigfus hringdi: Það er hlægilegt hvemig áfengi er meðhöndlað hér á landi. Það má ekki auglýsa í innlendum tjölmiðlum en erlendir blaðaút- gefendur mega njóta gróðans í formi auglýsinga í sínum tímarit- um og blöðum! Álagning á áfengi og þá einkanlega áfengan bjór nemur allt aö 250% samkvæmt nýlegri könnum þar um. Allt er þetta til að gera okkur að athlægi. Þetta er eins konar viðskiptaleg sjálfspyndingarað- ferð sem er ekki neinum til fram- dráttar. Það er eins og sraáu hlut- irnir sem stinga þó verulega í augu séu lítt til umræðu hjá ráða- mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.