Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1993, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGTJR 6. APRÍL 1993 Sviðsljós Uppfærsla San Francisco ballettsins, undir stjórn Helga Tómassonar, á Svanavatninu hefur slegið í gegn hjá áhorfendum. The New York Times: HelgaTómas- . syni hrósað Fariö er lofsamlegum orðum um verk Helga Tómassonar, sem stjóm- anda San Francisco Ballet, í The New York Times. Ballettinn sýnir um þessar mundir Svanavatniö og önnur verk í ríkis- leikhúsi New York-borgar en Helgi dansaði í 15 ár á sviöi ríkisleikhúss- ins þegar hann var ballettdansari hjá New York City Ballet. í greininni, sem ber fyrirsögnina „Hjarta hans flutti til San Fran- cisco", segir að sýningar ballett- flokksins í New York séu mjög mikil- vægar fyrir Helga, ekki eingöngu faglega heldur einnig persónulega. Þar segir aö Helgi vilji hins vegar lítið tala um minningar sínar frá þessum stað heldur leggi mesta áherslu á að stærð sviðsins henti ballettflokknum vel. Uppfærsla San Francisco balletts- ins á Svanavatninu er meö nokkm öðru sniði en fólk á að venjast. Helgi er höfundur dansanna í mörgum at- riðum verksins sem hefur verið stytt og breytt. Danskur hönnuður breytti líka leikmynd verksins þannig að yfirbragð hennar er nú léttara. í greininni segir aö uppfærsla ball- ettsins hafi slegið í gegn hjá áhorf- endum en hlotið misjafna dóma gagnrýnenda. -ból Bestu plötusnúðamir Félagsmiðstöóin Frostaskjól stóð fyrir keppni um plötusnúð ársins fyrir skömmu. Keppnin er orðin árviss viðburður en að þessu sinni hrósaði Birgir Konráö Sigurðsson sigri en hann kemur frá Siglufirði. Að venju var mikil gleði á úrslitakvöldinu og krakkarnir voru í besta skapi eins og sjá má. DV-mynd ÞÖK ®3 Stilling SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 Brúðarkjólatískan Brúðarkjólaleiga Dóru sýndi þennan bandaríska brúðarkjói i Naustkjall- aranum um daginn. DV-mynd RaSi Meiming Hugleiknar bókmenntir Það fer ekki milli máia að leikhópnum Hugleik em íslenskar bókmenntir fornar sem nýjar mjög hugleikn- ar. Á undanförnum ámm hafa pennahprir höfundar úr hópnum skeiðað út um víðan völl hins íslenska menn- ingararfs og alltaf haft úr nógu að moða. Skopskyn hefur þeim ekki bmgðist hingað til og snýr það jafn að bókmenntunum sem leiktilburðum þeirra sjálfra. Stemningin á sýningum hópsins er alveg sérstök, enda hefur hann aflað sér tryggra aödáenda sem aldr- ei láta sig vanta á sýningar. Hins vegar er ekki nokk- ur lifandi leið að stilla Hugleik saman í flokk með ein- hveijum öðmm áhugahópum því að Hugleikarar hafa skapaö sér sérstakan stíl og stefnu. Þau em ekki öll fæddir leikarar (öðm nær), þó að sum þeirra séu „náttúrutalentar". En þetta er bara eitt af því sem gefur sýningum þeirra þennan sérstaka og hugleikna svip sem áhangendur vilja alls ekki missa af. Leiklist Auður Eydal í ár færa þau upp Stútunga sögu, áður ókunna fom- sögu, þar sem segir frá miklum tilburðum manna í húsbrennum, mannvígum, kvonbænum og kálfa- stuldi, draumfomm, eijum og ráðabmggi, allt í skop- færðum fomsagnastíl. Og það er ekki verra að í verk- inu upplýsist loksins hver er höfundur Njálu! Öld er stórra elda ok illra, manna á millum. Vopnast höldar heppnir höggva menn ok brenna... Svo hljóðar byijun upphafssöngs verksins og er þar í engu ofmælt. Hugmyndaflugi höfunda em lítil tak- mörk sett eins og t.d. bæjamöfnin bera með sér: Hrað- berg, Útistöður og Hrakhólar, Útnárar, Höfuðból og Kaldakol (sem auðvitað er brennt til kaldra kola strax í upphafsatriði verkins). Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri heldur hæfilega fast um taumana enda gjörkunnug stíl og stefnu hópsins, sem að þessu sinni hefur á sér nokkuð áhugafagmann- legri svip en oft áður. Kann þar nokkru um að valda betri aðstaða og meira svigrúm, sem sýningunni gefst Frá uppfærslu Hugleiks á Stútunga sögu. í Tiarnarbíói, miðað við fyrri sýningarstaði. Búningar em tilkomumiklir en sviðsmyndin einfóld. Skipt er um umhverfi milh atriða, með því að fletta mynd- skreyttum blöðum í gríöarstórri skinnbók aftan til á sviðinu. Þama bregður fyrir mörgum kunnuglegum andlit- um úr fyrri sýningum hópsins en jafnframt ganga glað- ir til leiks ýmsir nýir og þrýðilega hæfir kraftar. Heild- arsvipurinn er þannig nokkuð líkari sýningum „venju- legra" áhugahópa en oft áöur en sem betur fer svífur þó hinn sérstaki Hugleiksblær ennþá yfir sýningunni. Sýningin var hressileg og lifleg, samkvæmt upp- skrift sem hefur það að leiðarljósi að engum leiðist. Höfundamir, Armann Guðmundsson, Hjördís Heið- rún Hjartadóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason láta íjör og lífsgleði ráða ferðinni og leyfa öðrum að njóta þess með sér, sem þau sjá spaugilegt í hinni dæmigerðu fombók, Stútunga sögu. Hugleikur sýnir í Tjarnarbæ: Stútunga sögu. Höfundar: Ármann Guömundsson, Hjördis Heiðrún HJartar- dóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Tónlist: Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd: Magnús Þorgrímsson, Árni Baldvinsson. Búningar: Hrefna Hrólfsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Háskólabíó - Kraftaverkamaðurinn: ★★★ Græn lína til Guðs Jonas Nightegale er tungulipur, syngjandi og dans- andi „guðsmaður", sem hnar þjáningar almennings með innhegum trúarboðskap og nokkurs konar „kraftaverkum". Það eina sem hann vih fá í staðinn em peningar og hann beitir öhum mögulegum brögð- um og tæknibrellum th að fá fólk th að láta þá af hendi. Vegna vélarbhunar er Jonas og hans fjögurra- trukka, $4.500-á-dag-fomneyti strand í dapurlegum smábæ einhvers staðar í miðjum bókstafstrúarfylkjum Bandaríkjanna. Jonas ákveður að slá upp tjaldi þrátt fyrir htinn efnahag bæjarbúa því það er aht í lagi að halda einu sinni sýningu fyrir fólk sem þarf á henni að halda. Skerfarinn á staðnum (Neeson) er jarðbund- inn og htið hrifinn af mönnum eins og Jonas. Þótt hann sé í raun góðmenni og sjarmeri dyggan aðstoðar- mann Jonas (Winger) upp úr stuttbuxunum þá er hann staðráðinn í að koma falsspámanninum á kné, í þágu almennings að sjálfsögðu. Leap of Faith tekur á trúmálum eins og Hohywood Kvikmyndir Gísli Einarsson einum er lagið, hún tekur ekki stökkið th fuhs, vekur upp fleiri spumingar en svör en hún neyðir þig ekki th að hugsa. Það er hægt að hta á hana bara sem bráð- skemmthega gamanmynd með vænum skammti af th- finningasemi. En það væri einum of auðvelt og ahs ekki sanngjamt því hún ætlar sér meira og tekst það. Höfundurinn, Cercone, hefur kynnt sér alvöru svika- hrappa (eins og Bakker-hjónin) rækhega og handritið veitir afskaplega sannfærandi innsýn í útsmognar brehur predikarans. Hún fléttar þessu saman viö söng og dans í líflegum atriðum þegar Jonas er að predika með miklum thþrifum og aöstoðarfólk hans er að safna upplýsingum um áhorfendur sem hann getur notað Jonas Nightegale (Steve Martin) predikar guösorð með aðstoð kórs. sér th framdráttar. Myndin sýnir vel undarlegt samband predikarans og söfnuðarins. Jonas gefur fólkinu það sem það vih: staðfestingu á því að það sé hægt að leysa öh þess vandamál, sama hve stór þau em. Hann býður fólki upp á auðveldu leiðina, að hann reddi málunum með „aðstoð" Guðs, en myndin spyr í leiðinni: getur trúin kannski flutt fjöll eftir aht saman? Steve Martin er geyshega fjölhæfur leikari og hlut- verk Jonas Nightegale er sniðið að hans bestu hhðum. Handritið gerir Martin kleift að jafnhenda gamanleik, látbragðsleik og ýktri sviðsframkomu. Hann getur líka leikið dramatík og fer í raun miklu betur að leika persónur með skuggalegar hliðar og beittan húmor (eins og hér og í Pennies From Heaven) heldur en virðulega flölskyldufeður, eins og hann hefur gert aht of mikið af upp á síðkastið. Leap ol Falth (Band. 1992). Handrit: Janus Cercone. Leikstjórn: Richard Pearce (Country, No Mercy). Leikarar: Steve Martin, Debra Winger (Legal Eagles, Betray- ed), Lolita Davidovich (Raising Cain, JFK, Blaze), Llam Nee- son (Husbands & Wives, Under Suspicion), Lukas Haas (Ram- bllng Rose, Witness), Meat Loaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.