Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 8
24 ÞRIÐJUDAGUR13. APRÍL1993 íþróttir Islandsmótið í borðtennis: Aðalbjörg vann þrefalt - Kjartan Briem bestur í karlaílokki Kjartan Briem úr KR og Aöalbjörg Björgvinsdóttir úr Víkingi uröu ís- landsmeistarar í karla- og kvenna- flokki í borðtennis en íslandsmótiö fór fram í húsakynnum TBR um páskahelgina. Kjartan sigraði Gunn- ar Finnbjörnsson úr Erninum í úr- shtaleik í karlaflokki, 3-1, (21-16, 21-14, 19-21 og 21-11) og Aðalbjörg vann stöllu sína úr Víkingi, Ingi- björgu Ámadóttur, í kvennaflokki, 3-0 (21-9, 21-14 og 21-10). Aðalbjörg var mjög sigursæl á mótinu og vann þrjá íslandsmeist- aratitla, í einhðaleik, tvíliöaleik og i tvenndarleik og Kjartan tók tvo titla. Reiknaði ekki með að ná öllum þremur „Ég reiknaöi ekki með að ná í alla þessa titla. Ég var mjög ánægð með leik minn í úrslitum í einliðaleiknum en í hinum tveimur úrshtaleikjunum fékk ég dygga aðstoð frá meðspilur- um mínum. Ég var samt mjög stress- uð fyrir úrslitaleikinn í einliðcdeikn- um enda erum við Ingibjörg í raun miklu jafnari heldur en úrslitin gefa til kynna," sagði Aöalbjörg í samtali við DV eftir mótið. Þetta var þriðja árið í röð sem Aöal- björg hampar íslandsmeistaratitlin- um í einhðaleik og hún er án efa besti borðtennisleikarinn í kvenna- flokki um þessar mundir. Vantar fleiri stelpur í íþróttina „Ég þakka þennan árangur hversu ég hef verið dugleg við að æfa. Ann- ars er breiddin ekki nógu mikil hjá okkur stelpunum og það vantar fleira kvenfólk til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt sem er mjög góð fyrir stelpur á öllum aldri. Framund- an er núna heimsmeistaramótið sem fram fer í maí og þaðan fer ég beint til Kína þar sem ég verð í æfingabúð- um í tvo mánuði ásamt sex öðrum unglingum," sagði Aðalbjörg. Fjórði titillinn á 5 árum hjá Kjartani Kjartan Briem náði að endurheimta titihnn í einhðaleik karla sem hann vann árið 1991 og hann hefur nú unniö fjórum sinnum á síðustu fimm árum. I fyrstu umferðinni náði hann að leggja íslandsmeistarann frá því í fyrra, Kristján Jónasson, og hefndi þar með ófaranna frá því í fyrra en þá sigraði Kristján hann einmitt í fyrstu umferðinni. Kjartan fékk mesta keppni í undanúrshtunum en þar sigraði hann Tómas Guðjónsson, 3-2. „Það er svolítið fyndið að þegar dregið var í töfluröðina fyrir þetta mót var hún alveg eins og í fyrra. Ég lenti því eins og í fyrra gegn Kristjáni í 1. umferðinni og nú tókst mér að sigra nokkuð örugglega," sagði Kjartan Briem við DV eftir mótið. Átti samt von á að spila betur „Ég er búinn að æfa mjög vel síðustu mánuði en átti eiginlega von á að spila betur en það var engu að síður nóg til að vinna. Ég lenti í miklum vandræðum gegn Tómasi Guðjóns- syni í undanúrslitunum, en hann er mjög sterkur spilari, og eftir að úr- slitin voru ljós var ég nokkuö bjart- sýnn á að endurheimta titihnn," sagði Kjartan í samtali við DV. „Ég var aldrei í neinum sérstökum vandræðum í úrslitaleiknum enda held ég að Gunnar æfi ekki ýkja mik- ið, er svolítið hægur. Hann hefur góðar uppgjafir og þar kemur hann öllum í vandræði. Ég átti hins vegar frekar auðvelt með að komast í sókn og þar gengur mér best,“ sagði Kjart- an. -GH Aðalbjörg Björgvinsdóttir, þrefaldur íslandsmeistari. DV-myndir ÞÖK Kjartan Briem náði að endurheimta titil sinn í einliðaleik. Borðtennisúrslit Meistaraflokkur karla 1. KjartanBriem.............KR 2. Gunnar Finnbjörnss ..Erninum 3. Bjarni Bjamason.....Víkingi 3. Tómas Guðjónsson........KR Meistaraflokkur kvenna 1. Aðalbjörg Björgvinsd. ...Víkingi 2. Ingibjörg Árnadóttir.Víkingi 3. Ásdís Kristjánsdóttir.Víkingi 3. Lilja R. Jóhannesdóttir .Víkingi Tvíliðaleikur karla 1. Tómas Guðjónsson/Hjálmtýr Hafsteinsson................KR 2. Kjartan Bríem/Jóhannes Hauksson....................KR Tvíliðaleikur kvenna 1. Aðalbjörg Björgvinsdótt- ir/Hreftia Halldórsdóttir ..Víkingi 2. Ingibjörg Ámadóttir/Lilja Jó- hannesdóttir...........Víkingi Tvenndarleikur 1. Aðalbjörg Björgvínsdóttir- /KjartanBriem...........Vík-KR 2. Ingibjörg Ámadóttir/Kristján Jónasson...............Vikingi 1. flokkur karla 1. Björn Jónsson.........Víkingi 2. Ólafur Rafnsson.....Víkingi 3. Ólafur Stephensen....Víkingi 3. PéturKristjánsson..Stjömunni 1. flokkur kvenna 1. Lilja R. Jóhannesd...Víkingi 2. Berglind Sigurjónsdóttir.KR 3. Hrafnhildur Siguröard .Víkingi 3. Auður Þorláksdóttir.....KR 2. flokkur karla 1. Andrésjónsson............KR 2. Flóki Ingvarsson......Víkingi 3. Smári Einarsson.....Víkingi 3. Amþór Guðjónsson.Stjörnunni Punktastaða í mfl. karla 1. Peter Nilsson, KR.......240 2. Guðm Stephensen, Vik.....73 3. Kristján Jónasson, Vik...73 4. KristjánV. Hahdórss., Vík... 51 5. Pétur Stephensen, Vík... 39 Punktastaða í mfl. kvenna 1. AðalbjörgBjörgvinsd., Vík ....47 2. IngibjörgÁraad., Vík.....36 3. ÁstaUrbanic,Eminum.......6 1. flokkur karla 1. Ólafur Rafnsson, Vík.....47 2. Emil Pálsson, Erninum....35 3. Vignir Kristmundss., Erninum ........................... 30 1. flokkur kvenna 1. Lilja Jóhannesd., Vík.....9 2. Láney Ámadóttir, Vík......7 3. Berglind Sigurjónsd., KR..2 2. flokkur karla 1. Amþór Guðjónsson, Stjörn ...17 2. Andrés Jónsson, KR.......16 3. Flóki Ingvarson, Vík.....11 Halla María Helgadóttir í liði Víkings reynir hér að brjóta sér leið fram hjá Guönýju Gunnsteinsdóttur i leik Stjörn- unnar og Víkings á laugardaginn. Liðin mætast í kvöld og þá getur Víkingur tryggt sér titilinn. DV-mynd Brynjar Gauti Meistarataktar Vikingsstúlkna - lögöu Stjömuna, 20-13, og geta tryggt sér titilinn 1 kvöld Víkingur vann stóran sigur á Stjörnunni, 20-13, í Víkinni á laugar- daginn er liðin mættust í þriðja sinn í einvígi sínu um íslandsmeistaratith kvenna í handknattleik. Víkingur hefur þar með 2-1 yfir og getur tryggt sér titihnn í Ásgarði í kvöld þegar hðin eigast við í fjórða leiknum. Leggjum allt kapp á að klára dæmið í kvöld „Við gerðum þetta erfitt með því að misnota dauðafæri í fyrri hálfleik en eftir aö við unnum upp muninn og komumst tvö og síðan þrú mörk yfir var eftirleikurinn auðveldur. Þetta er alls ekki búið en við munum leggja allt kapp á að klára dæmið í kvöld. í fyrra vann Víkingur titilinn í Garðabæ í 5 leikjum en nú verður það vonandi í fjórum leikjum," sagöi Theodór Guðfinnsson, þjálfari Vík- ings, við DV eftir leikinn. Víkingur gerði tvö fyrstu mörkin í leiknum en Stjaman svaraði með næstu fimm mörkum. Stjaman var yfir, 6-8, en þá fór allt í baklás hjá liðinu og Víkingur bætti við fjórum mörkum fyrir hlé og leiddi, 10-8, í hálfleik. Viö þetta mótlæti fór allur vindur úr seglum Garðabæjarhðsins og Víkingur náði yfirburðastöðu. Staðan breyttist úr 13-11 í 19-11 en á þessum kafla var vöm Víkinga frá- bær með Möru Samardziju í miklum ham í markinu. Inga Lára Þórisdótt- ir átti stórleik í fyrri hálfleik og Haha María Helgadóttir átti góða spretti. Valdís Birgisdóttir átti skínandi leik sem og Svava Sigurðardóttir. * Hjá Stjörnunni var Nina Getsko yfirburðamaður, varði 16/3 skot. Aðrir leikmenn liðsins léku langt undir getu og var ótrúlegt að sjá hversu liðið brotnaði andlega við mótiætið undir lok fyrri hálfleiks. Mörk Víkings: Inga Lára 6/1, Valdís 5/2, Svava 3, Halla María 3/1, Elísabet 2, Hanna 1. Mörk Stjömunnar: Sigrún 3, Ragn- heiður 3/2, Guðný 2, Margrét 2, Una 1, Þórann 1, Ingibjörg 1. Naumt hjá Víkingi í 2. leiknum Víkingur vann nauman sigur í öðr- um leik liðanna í Garðabæ sl. mið- vikudagskvöld, 17-18, eftir að Stjarn- an var yfir, 17-14, undir lok leiksins. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður 8, Una 3, Sigrún 3, Guðný 2, Stefanía 1. Mörk Víkings: Inga Lára 9, Haha María 3, Valdís 2, Hanna 1, Svava 1, Matthhdur 1, íris 1. -BL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.