Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 6
30 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 Iþróttir Úrslitakeppni NBA-deildarinnar: Phoenix í vandræðum Lakers leiðir 2-0 eftir tvo útisigra Los Angeles Lakers, körfuknatt- leiksliðið fornfræga, sem skreiö inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með lakasta árangurinn af öllum, hefur heldur betur slegið í gegn í 16-liða úrslitunum. Lakers náði í nótt 2-0 forystu gegn Phoenix Suns, Uðinu sem vann flesta leiki í deild- inni og það með öðrum sigrinum í röð á heimavelU Phoenix. Lakers fær nú tvö tækifæri á heimavelU til að ná þriðja sigrinum og þar með sæti í 8-Uða úrsUtunum. Leikurinn í nótt endaði 81-86 og Vláde Divac skoraði 21 stig fyrir Lak- ers og tók 13 fráköst og Byron Scott skoraði 17. Þeir Charles Barkley, Tom Chambers og Richard Dumars gerðu 18 stig hver fyrir Phoenix og Barkley tók 21 frákast. Fyrsta leik Uðanna um helgina vann Lakers, 103-107. Barkley skor- aði þá 34 stig fyrir Phoenix en Sedale Threatt 35 fyrir Lakers. Chicago vann auðveldan sigur á Atlanta í nótt, 117-102, og er með 2-0 forystu en Chicago vann 114-90 í fyrsta leiknum um helgina. Michael Jordan gerði 29 stig og Scottie Pippen 26 í nótt en Dominique Wilkins gerði 37 stig fyrir Atlanta og Kevin Willis 26. í fyrsta leiknum skoraði Jordan 35 stig fyrir Chicago en Wilkins 24 fyrir Atlanta. New York var í basU með Indiana í nótt en sigraði, 101-91, eftir að Indi- Leikið um 3. sætið í kvöld Selfoss ogÍR þurfa að leika um 3. sætið í 1. deild íslandsmótsins íhandboltaenþað sæti gefur rétt til að leika í Evrópukeppni fé- lagsUöa. Næsta vetur verða fjórar Evr- ópukeppnir. Sijaman leikur í nýrri keppni, Evrópukeppni deildarmeistara. Ef Valur verður íslandsmeistari tekur Selfossþátt í Evrópukeppni bikarhafa og ÍR þá í Evrópukeppni félagsUða. Sel- foss og ÍR leika á Selfossi í kvöld kl.20. -SK ana hafði leitt þar til fimm mínútur voru eftir. John Starks skoraði 29 stig fyrir New York og átti 11 stoð- sendingar og Patrick Ewing gerði 25. Rick Smitli skoraði 29 fyrir Indiana og Reggie MiUer 25. New York er 2-0 yfir því Uðið vann fyrsta leikinn, 107-104. Ewing gerði þá 25 stig fyrir New York en MiUer 32 fyrir Indiana. Utah jafnaði metin gegn Seattle í nótt, 1-1, með 85-89 sigri en Seattie hafði unnið auðveldiega um helgina, 99-85. Carl Malone skoraði 26 stig fyrir Utah en Gerry Payton 19 fyrir Seattíe. í viðureign Cleveland og New Jers- ey standa leikar 1-1. New Jersey sigr- aði í annarri viðureign Uðanna, 99-101. Derek Coleman skoraði 24 stig fyrir Cleveland. Charlotte Homets gerði sér lítið fyrir og sigraði Boston á útivelU, 98-99, í tvíframlengdum leik. Charl- otte jafnaði metin, 1-1, en næstu tveir leikir fara fram á heimavelU Charl- otte. Larry Johnson gerði sigurkörf- una en aUs gerði hann 23 stig. Hjá Boston skoraði Kevin McHale 30 stig. Leikar standa jafnir, 1-1, í viður- eign Portiand og San Antonio. Por- land vann annan leikinn, 105-96. Houston tapaði heima fyrir LA CUp- pers, 88-95, og standa leikar þar einn- ig 1-1. -JKS/VS/SV Jafntefli í kvennaslag KR og Valur gerðu jafntefli, 2-2, á Reykjavíkurmótinu í kvenna- knattspymu á gervigrasvellinum í Laugardal um helgina. Aðeins þessi tvö félög tilkynntu þátttöku í mótið og var því ákveðið að þau kepptu tvo leiki. Sigrún Helga- dóttir og Guðrún Jóna Krisfjáns- dóttir skomðu fyrir KR en Amey Magnúsdóttir og Guðrún Sæ- mundsdóttir skomðu mörk Vals. -ih/JKS Horace Grant og félagar i meistaraliði Chicago Bulls eru komnir með þægilega stöðu gegn Atlanta Hawks i 16- liða úrslitunum. Chicago hefur unnið tvo örugga sigra og þarf aöeins einn í viðbót til að komast áfram. Sigurðurog Bjami duttu út Siguröur Bergmann og Bjarni Friðriksson komust ekki langt áleiðis á Evrópmnótinu í júdói sem fram fór um helgina í Aþenu. Bjami vann fyrstu glímu sina í 95 kg flokki en tapaði þeirri næstu. í opna flokknum tapaði Bjami fyrstu glímu sinni. Sigurð- ur tapaði einnig fyrstu glímu sinni í +95 kg flokkL y Þetta var síöasta Evrópumótiö hjá Bjama en hann er sem kunn- ugt er að leggja júdóbúninginn á hilluna. -SK Þórvann JMJ-mótið Þórsarar tryggðu sér sigur á JMJ-mótinu í knattspymu um helgina er þeir sigruðu hð Tinda- stóls með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Áskelsson skoraði bæði mörk Þórs í leiknum en Stein- grímur Eiðsson skoraði mark Tindastóls. Þór sigraði í öhum leikjum sínum á mótinu og fékk fullt hús stiga, 6 stig. KA hlaut 4, Leiftur 2, og Tindastóll ekkert. -SK/-GK, Akureyri Tímamótasigur Svisslendinga Sviss vann um helgjna tíma- mótasigur gegn liði ítala í knatt- spymu. Sviss vann 1-0 i leik lið- anna í undankeppni HM og var þetta fyrsti heimasigur Sviss- lendinga gegn ítölum á 39 ár. Marc Hottiger skoraði sigur- mark Svisslendinga á 56. minútu eftir aö Dino Baggio hafði fengið rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Sviss er efst í 1. riðli með 12 stig eftir 7 Ieiki en ítahr eru með 10 stig. Sviss komst siðast í úrshta- keppni HM árið 1966. -SK Rallökumenn komnir á kreik: Harka og pústrar á fyrsta mótinu Mikið var um pústra I fyrstu rallíkrosskeppni sumarsins sem einkennd- ist af hörku en keppnin var haldin á rallfkrossbrautinni í Kapelluhrauni I gær. DV-mynd GS Fyrsta rahíkrosskeppni sumars- ins var haldin á rallíkrossbrautinni í Kapehuhrauni í gær, sunnudag- inn 2. maí. Þrátt fyrir leiðindaveð- ur, éljagang og kulda mættu um 1000 áhorfendur á keppnina og að sögn Guðbergs Guðbergssonar keppnisstjóra skemmtu allir sér vel. Keppni í rallíkrossflokki ein- kenndist af hörku og var mikið um pústra. Kristín Bima, íslands- meistari frá í fyrra, fór ekki var- hluta af hörku keppninnar en hún varð að hætta keppni eftir árekstur við Birgi Þór Bragason. Færri keppendur mættu til leiks í gær en í keppnum í fyrra en Guð- bergur gerir ráð fyrir að sjá sama fjölda í næstu íslandsmeistara- keppni sem verður haldin 23. maí. Urslit í keppninni, sem gefur stig til íslandsmeistara, urðu sem hér segir: Krónuflokkur: Sigmundm- Guðnason, 1. sæti, Sveinn Símon- arson, 2. sæti, Garðar Þór Hhrnars- son, 3. sæti. Rallíkrossflokkur: El- ías Pétursson, 1. sæti, Guðmundur Fr. Pálsson, 2. sæti, Högni Gunn- arsson, 3. sæti. Teppaflokkur: Hjálmar Hlöðversson, 1. sæti, Sigf- ús Þormar, 2. sæti, Brynjar Kristj- ánsson, 3. sæti. Opinn flokkur: Guðni Guðnason, 1. sæti, Theodor H. Sighvatsson, 2. sæti, Hlöðver Gunnarsson, 3. sæti. -ÁsaJóna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.