Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1993, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1993 31 Iþróttir Verðlaunahafar i fimmgangi ungknapa. Frá hægri sigurvegarinn Gisli Geir Gylfason, Sigurður V. Matthíasson, Marianna Gunnarsdóttir, Þorvaldur Á. Þorvaldsson og Davfð Jónsson. DV-mynd EJ í & I • ' ■ : Wýw |||My' ' iMm JIl |míí %'||| Bii M í « Sigurbjörn Bárðarson með fullar hendur verðlaunagripa eftir farsæla keppni í Reykjavikurmeistaramóti í hestaiþróttum. ellcfu gull Sautjánda deildarmót íþrótta- deildar Fáks var haldið í Víði- dalnum um og fyrir helgi. Fáks- menn hafa ekki verið jafn óheppnir með veður á íþrótta- móti sinu frá upphafi því snjó- koma ógnaði framkvæmd þess. Alla þrjá keppnisdagana þurfti að moka snjó af keppnisvöllum. Þó tökst að Ijúka mótinu án áfalla. Keppendur voru færri en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi má nefiia að í tölt fullorðinna voru einungis þrettán keppendur skráðir til leiks og ellefu í fimm- gang. Þar voru þó senniiega á ferðinni flestir af sterkustu knöp- um Fáks. í ungknapaflokkum voru enn faerri knapar skráðir. Sigurbjörn Bárðarsonhélt upp- teknum hætti, fékk ellfu gull- verðlaun og vann allar greinar fullorðinna nema Qórgang. Þar stóð efstur Sveinn Ragnarsson á Kol. Sigurbjöm keppti á sömu hestum og áöur: Höfða í fimm- gangsgreinum, Oddi í ijórgangs- greinum og Hæringi í ólympísku greinunum. í 150 metra skeiði sigraði Sigur- bjöm á Snarfara á 14,94 sek. en í 250 metra skeiði á Völu á 24,54 sek. í barnaflokki sigraði Davíð Matthíasson á Dreyra í fjórgangi, hlýðnikeppni, íslenskri tvíkeppni og varð stigahæstur knapa. Hann er bróðir Siguröar V. Matthías- sonar, sem keppti í ungmenna- flokki og fékk tvenn gullverð- laim. Þeir bræöur fengu saman- lagt sex gullverölaun. Ásgeir Ö. Ásgeirsson sigraði á Fleyg í tölti. í unglingaflokki sigraði Ásta K. Briem á Tjörva í fjórgangi, ólympískri tvíkeppni og varð stigahæstur knapa, Saga Stein- þörsdóttir sigraði á Heru í tölti og Guðrún Berndsen á Bletti i hlýðnikeppni. I ungmennaflokki sigraði Mari- anna Gunnarsdóttir á Kolskegg í fjórgangi, Gísli G. Gylfason á Kol i fimmgangi og Ófeigi í hlýðni- keppni og íslenskri tvíkeppni. Sigurður V. Matthiasson sigraði á Bessa i tölti og varð stigahæstur knapa. -E.J. HASKOLABIO SYNIR hágæðaspennumyndina Jennifer 8 A slóð raðmorðingja hef- ur leynilögreglumaðurinn John Berlin engar vís- bendingar, engar grun- semdir og engar fjarvist- arsannanir. ... og nú er komið að þeirri áttundu. Sýnd kl. 5, 7, 9.1 0 og 11.10. Leikstjóii Bruce Robinson. UMA THURMAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.