Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1993 Fréttir Grófum líkamsárásum fjölgar úti á landi höfuðborgarbragurinn er að flytjast út á landsbyggðina, segir yfirlögregluþjónn A Flateyri var ungur mað- ur kjálkabrotinn um miðjan apríl og skömmu áður nefbraut og húðstrýkti breskur boxari íslending. í Ólafsvík hlutu þrfr menn alvarleg sár á höfuð um seinustu helgi eftir að heimamaður beitti hnffi gegn þeim. A Seltjarnarnesi gerðu tveir drengir árás á móður þegar hún reyndi að verja börn sín fyrir ágangi þeirra. A Isafirði þurfti lögreglan að beita táragasi þegar slagsmál brutust út á milli aðkomu- og heimamanna. Á Akureyri var ráðist á tvo lögregluþjóna um miðjan seinasta mánuð og þeir klóraðir og rispaðir í andliti. ■jœmímm [ Seljahverfi í Reykjavík réðst 15 ára unglingur með hníf á sjötugan bakara. Á kortínu má sjá hvar nokkrar af grófari líkamsárásum hafa átt sér stað á landinu. sjávarplássi á Austurlandi kærði sambýliskona sam- býlismann sinn fyrir hrotta- lega líkamsárás. Manndráp 1943 —1992 — af ásetningi og gáleysi — 15 12 Bl Reykjavík _ | "| Igndsbyggðin Ll .£> S' & .& £ sy /C- £ .cS' .?'.<?' .<§>' .<?' .<§’■ ./?' .<?' .<?' .<? „Höfuðborgarbragurinn er að flytj- ast út á landsbyggðina. Það sést á bráðabirgðatölum sem ég hef séð og af fréttaflutningi dagblaða. Þaö er beinlínis hægt að tala um beina fækkun grófra líkamsárása í Reykja- vík og með tilliti til þess hefur hlut- fallið milli Reykjavíkur og lands- byggðarinnar breyst, landsbyggðinni í óhag,“ segir Guðmundur Guðjóns- son yfirlögregluþjónn sem unnið hef- ur að skýrslugerð um þróun afbrota í Reykjavík. Þetta má jafnframt sjá á þeim tölum sem Guðmundur hefur tekið saman um morð og líkamsárás- ir sem leitt hafa til dauðsfalla og birt- ast hér á síðunni. Fækkun í Reykjavík Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hef- ur líkamsmeiðingum aðeins fækkað eftir að hafa fjölgað undanfarin ár. í maí höfðu 154 líkamsmeiðingar verið kærðar til lögreglunnar í Reykjavík, en þaö eru að jafnaði 38,5 á mánuði, en í fyrra var 41,25 líkamsmeiðingar kærðar til lögreglunnar. Guðmundur segir að jafnframt þessu hafi áfengisneysla dregist sam- an svo að fullyrða má að áfengis- neysla og ofbeldi fylgist aö. Þetta staðfesta einnig málin sem talin verða upp hér á eftir en í flestum til- fellum var áfengi með í spilinu. Seinustu mánuðir Eins og Guðmundur segir hefur DV greint frá fjölda fólskulegra lík- amsárása á árinu þar sem drápstól- um hefur meðal annars verið beitt við árásimar. Á kortinu hér á síðunni má sjá hvar nokkrar þeirra líkamsárása, sem átt hafa sér stað á árinu, voru. Fyrst má nefna atburðinn þegar unglingur með hníf réðst á sjötugan bakara í Seljahverfi á dögunum. Ekki kom til þess að hnífnum væri beitt og alvarleg meiðsl urðu engin. Þá er mönnum ennþá í fersku minni árás tveggja drengja á móöur á Seltjarnamesi fyrir skömmu þegar hún reyndi að veija böm sín gegn ágangi þeirra. í Ólafsvík hlutu þrír menn alvarleg sár á höfði um seinustu helgi eftir að heimamaður beitti hníf gegn þeim. Um miðjan seinasta mánuð var ráðist á tvo lögregluþjóna á Akureyri og þeir klóraðir og rispaöir í andliti. Um svipað leyti var ungur maður kjálkabrotinn á Flateyri í, að því er viröist, tilefnislausri árás. Skömmu áður átti sér stað önnur líkamsárás á Flateyri. í því tilviki nefbraut og húðstrýkti breskur box- an íslending. í marsmánuði þurfti lögreglan á ísafirði að beita táragasi þegar slags- mál bmtust út á milli hljómsveitar- meðlima frá Reykjavík og heima- manna. Á svipuðum tima gerðist það í sjáv- arplássi á Austurlandi að sambýlis- kona kærði sambýlismann sinn fyrir hrottalega líkamsárás. Maðurinn barði og beit konuna sem hélt á bami sínu í fanginu á meðan höggin dundu á henni. Grófum árásum fjölgað Af þessari upptalningu er ljóst aö málum hefur fjölgað þar sem spörk- um og grófum aðferðum er beitt í átökum milli manna. Guðmundur tekur undir þetta og segir jafnframt að áður óþekktar að- ferðir, eins og að sparka í hggjandi andstæðing og skalla í andht hans, séu orðnar nokkuð algengar og svo megi íengi telja. Þá hefur tilefnislausum árásum fjölgað þar sem saklaust fólk, sem ekkert hefur gert á hlut árásar- mannsins, verður fyrir fólskulegri árás. Einnig hefur flölgaö þeim til- vikum þar sem árásarmenn gefa enga skýringu á athæfi sínu og þekkja fómarlambið lítið eða ekki. -PP I dag mælir Dagfari Flest virðist benda til þess að Al- þingi Ijúki störfum sínum á morg- un án þess að taka fyrir og afgreiða frumvörp sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjómun. Stjómarand- stæðingar em æfir út í þessa frest- un og heimta umræður. Þeir heimta að frumvörp ráðherrans verði tekin fyrir. Þeir vilja ekki sleppa ráðherranum frá því að ræða sín eigin frumvörp. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra fer hins vegar undan og segir að samkomulag sé ahs ekki um fmmvörpin og það geri ekkert til þótt þau dragist til haustsins. Það sama segir Ossur, þingflokks- formaður krata, sem er sagður á móti einstökum ákvæðum fmm- varpanna en er þó ahs ekki á móti því að þau séu afgreidd. Máhð stendur sem sagt þannig að Þorsteinn er á móti því að ræða sín eigin fmmvörp meðan stjómar- andstæðingar em hlynntir því að ræða frumvörpin, þótt þeir séu á móti þeim. Össur í Alþýðuflokkn- um er á móti frumvörpunum að hluta en er með því aö þau verði lögð fram tíl að hann geti verið á móti þeim, þótt hann verði með því að þau verði samþykkt. Þorsteinn leggur hins vegar frumvörpin fram Hvað þolir þióðin? en er á móti því að þau verði sam- þykkt meðan einhver er á móti því að samþykkja þau. Hann er sem sagt með því að þeir ráöi ferðinni sem em með því að frumvörpin fái afgreiðslu en á móti því að frum- vörpin verði samþykkt. Hahdór Ásgrímsson, fyrram sjávarútvegsráðherra, er brúna- þungur vegna þessarar stöðu. Hann segir að óvissan verði óþo- landi í sjávarútveginum ef ekki verður ákveðið hvað gera eigi við sjávarútveginn. Hahdór er ekki ahskostar ánægður með fmmvörp Þorsteins þótt hann vilji eindregið að þau veröi samþykkt th að létta af óvissunni. Sama segja útvegs- menn sem em á móti frumvörpun- um í núverandi mynd og smábáta- eigendur em á móti frumvörpun- um hvað þá varðar en horfa fram á verulega skerðingu á kvótanum hjá sér ef fmmvörpin verða ekki afgreidd. Ofan í aht þetta ríkir svo fullkom- in óvissa um kvótann á næsta ári vegna þess að hafrannsóknamenn segja að kvótinn þurfi að minnka vegna þess aö þorskurinn þoh ekki meiri veiöi og Þorsteinn segir að hann taki mark á Hafrannsókn, meðan Davíð forsætisráðherra seg- ir að þjóðin þoh ekki frekari skerð- ingu á þorskkvótanum. Málið snýst sem sagt um það hvor þoh skerð- inguna verr, þorskurinn eða þjóð- in, og bíða menn nú spenntir eftir því hvor hafi betur, þorskurinn eða þjóðin. Á að fara eftir því hvað þjóðin þohr eða á fara eftir því hvað þorskurinn þohr? Hvor stofninn er mikhvægari? Þorskurinn eða þjóð- in? Davíö er að hugsa um þorskana á þurru landi meðan Þorsteinn er að hugsa um þorskana í sjónum. Að því leyti hefur Þorsteinn rétt fyrir sér að þorskamir á landi eiga ekki langt líf fyrir höndum ef þorskamir í sjónum verða uppurn- ir á undan þorskunum í landi. Dav- ið segir hins vegar, sem rétt er, að þorskamir á landi verði ekki lang- lífir ef þorskamir 1 sjónum em ekki veiddir. Það þýðir ekkert að skera kvótann meira niður nema þá til að koma í veg fyrir að þjóöin geti lifað og th hvers á að vernda þorskana í sjónum ef þjóðin og þorskarnir í landi geta ekki lengur brauðfætt sig? Þess vegna veröur að veiða þorskana svo þjóðin lifi, því efþorskamir lifa en ekki þjóðin þá verður ekki th nein þjóð th að veiða þorskana þá loks að þjóðin má veiða þá! Um þetta er deilt á Alþingi þessar stundirnar og sýnist sitt hveijum, enda ríður á miklu að frumvörp verði rædd og afgreidd sem snerta fiskveiðistjómunina, ef menn vhja komast út úr þeirri klemmu hvort þorskurinn eigi að lifa eða þjóðin. Á meðan það er ekki uppgert lifa báðir í miMhi óvissu, bæði þorsk- urinn og þjóðin. Og öh þessi óvissa stafar af því að Þorsteinn er á móti því að ræða sín eigin frumvörp og stjórnarandstæðingar vhja ólmir ræða frumvörp sem þeir em á móti. Þetta er óneitanlega snúið mál fyrir Alþingi sem á erfitt með að gera þaö upp við sig hvort þorskur- inn verði veiddur án þess að þjóðin verði spurð að því eða hvort þjóðin megi veiða þorskinn áfram án þess að þorskurinn sé spurður áhts! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.