Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 5 Fréttir Fylgi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í körmimum: Hart barist umfyrsta Fylgi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks - samkvæmt skoðanakönnunum á árinu 1993 - sætið Janúar Janúar Febrúar Febrúar Mars Mars Ap'ríi DV Gallup Gallup Félagsvísinda- DV Gallup Gallup stofnun Þessi hafa hlutföllin verið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins miðað við niðurstööur hinna ýmsu skoðanakannana síöan um áramóL Fylgi flokkanna hefur veriö óvenju rokkandi samkvæmt skoðanakönn- unum hinna ýmsu aðila á þessu ári. Yfirleitt hefur ekki munað miklu á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar það sem af er árinu, í barátt- unni um fyrsta sætið. Þetta þýðir að Framsókn hefur mjög sótt á og Sjálf- stæðisflokkurinn dalað. Hafa skal hugfast að í kosningunum síðustu fékk Sjálfstæðisflokkurinn 38,6 pró- sent atkvæða og Framsókn aðeins 18.9 prósent atkvæða. Foringjar sjálf- stæðismanna hafa annaö veifið rekiö upp kvein út af þessum könnunum. Lítum á sveiflumar á fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnunum í ár. Þessar kannanir eru að sjálfsögðu ekki alveg sambærilegar en tökum þær í röð. í DV-könnun í janúar, sem olli miklum hvelh, fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 26,6 prósent og Framsókn 25,7 prósent af þeim sem tóku af- stöðu. Enn fremur gerði DV kosn- ingaspá í framhaldi skoðanakönnun- arinnar og þar hafði Sjálfstæðis- flokkurinn 20,5 prósent en Framsókn 27.9 prósent. Þetta er rétt að hafa í huga, þegar málin eru skoðuð þessa dagana í framhaldi skoðanakönnun- ar Gallups þar sem Framsókn mæhst með 32 prósent en Sjálfstæðisflokk- urinn með aðeins 28,6 prósent í sam- anburði. Samkvæmt skoðanakönnun Gah- ups í janúar fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 29,4 prósent og Framsókn 24,8 prósent. Samkvæmt GaUup-könnun í febrúar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 31.2 prósent og Framsókn 24,2 pró- sent. í skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar í febrúar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 33,3 prósent og Framsókn 23,9 prósent. í GaUup- könnun í mars hafði Sjálfstæðis- flokkurinn 35,5 prósent en Framsókn 25.2 prósent. í DV-könnun í mars fékk Sjálfstæðisflokkurinn 37,3 pró- sent og Framsókn 24,4 prósent. Samkvæmt kosningaspá, sem DV vann í framhaldi af skoðanakönnun- inni í mars, hefði Sjálfstæðisflokkur- inn hlotið 31,2 prósent fylgis en Framsókn 26,6 prósent, hefðu þing- kosningar fariö fram um það leyti. Kjósendahópurinn er mjög reikull um þessar mundir og tiltölulega Utið þarf til að stórir hópar flytji sig. -HH Um J mánuðir eru nú liðnir síðan Nýherji setti AMBRA tölvurnar á markað hérlendis. Á þessum tíma hafa selst rúmlega 1200 AMBRA tölvur og hafa þær reynst mjög vel. AMBRA tölvurnar eru til í ýmsum stærðum og gerðum og henta því námsfólki og heimilum jafnt sem stórum og smáum fyrirtækjum. AMBRA tölvurnar hafa fengið margs konar viðurkenningar hjá mörgum virtum erlendum tölvutímaritum sem hafa gefið AMBRA sína bestu einkunn. Það eru því ekki aðeins okkar orð þegar við segjum að AMBRA tölvan sé besti valkosturinn í dag! A M B R A NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Nokkrir notaðir bílar á ótrúlega góðu verðil TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. ÚTSÖLU VERÐ VERÐ RENAULTNEVADA 1991 1.320.000,- 1.050.000,- SAAB 900i 1987 790.000,- 690.000,- VOLVO 244 1987 780.000,- 690.000,- SUBARU COUPE 1988 700.000,- 550.000,- CHRYSLER LEBARON 1985 590.000,- 490.000,- MMC GALANT 1987 490.000,- 420.000,- BMW 520i 1984 680.000,- 600.000,- CHEVROLET MONZA 1987 440.000,- 350.000,- VW JETTA 1986 420.000,- 340.000,- PEUGEOT 309 GL 1987 390.000,- 330.000,- TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. ÚTSÖLU VERÐ VERÐ TOYOTA COROLLA 1987 420.000,- 320.000,- PEUGEOT 205 XL 1988 370.000,- 300.000,- TOYOTA COROLLA 1985 370.000,- 300.000,- FORD ESCORT XR3I 1984 410.000,- 290.000,- SUZUKI SWIFT 1987 320.000,- 270.000,- FORD ESCORT 1986 320.000,- 260.000,- SUZUKI FOX 1982 390.000,- 240.000,- SUBARUJUSTY 1986 290.000,- 240.000,- LANCIA Y-10 SKUTLA 1988 270.000,- 220.000,- PEUGEOT 205 1987 330.000,- 220.000,- Þessa viku bjóöum við notaða bíla á einstöku verði. _ ENGIN útborgun -Visa og Euro raögreiðslur - Skuldabréf til allt að 36 mánaða Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633 Þú getur sparaö allt aö kr. 270.000,- Beinn sími í söludeild notaöra bíla er 676833. Opið: Virkadagakl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.