Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Utlönd Bandarísk yf irvöld á móti hvalveiðum Bandaríkjasrjórn tilkynnti í gær að hún myndi áfram styðja algjört bann viö hvalveiðum í hagnaðarskyni en bannið gekk í gjldi 1986. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Ron Brown, sagði að hann væri ekki beirrar skoðunar að rétt væri að af- létta banninu þar sem hann héldi að slíkt væri ekki gott fyrir hvalastom- inn. „Bandaríkjamenn hafa í mörg ár lýst andstöðu sinni á hvalveiðum og ég er sammála þeirri afstöðu," sagði Brown í tilkynningu sem ráðuneytið gaf út. Tilkynningjn kemur skömmu fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn verður í Kyoto í Japan 10.-14. maí nk. Talsmaður viðskiptaráðuneytisins sagði að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja veiðar í hagnaöarskyni ef hvalveiðiráðið færi að ræða slíkt á fundinum. Grænfriðungar kættust mjög við yfirlýsingu Browns en hvöttu jafn- framt bandarísk' stjórnvöld til aö ganga lengra með því að styðja við- skiptabann gegn Norðmönnum og öðrum þjóðum sem virtu ekki hval- veiðibannið en Norðmenn hafa þegar hafið hvalveiðar að nýju í vísinda- skyni og Japanir hafa fullan hug á því að hefja hvalveiðar að nýju. „Þessi opinbera afstaða, sú fyrsta í 12 ár, sendir þau skýru skilaboð til Alþjóða hvalveiðiráðsins að Banda- ríkin munu vera óhagganleg í af- stööu sinni til að vernda hvali," sagði grænfriðungurinn Gerald Leape. „En án loforðs um viðskiptaþvingan- ir vantar yfirlýsinguna allan kraft til að tryggja að Noregur og Japan fari að alþjóðalögum um þessi mál," sagði Leape. Reuter Rússaþorskur- inn skapar vinnu í Itoregi Atvinnuleysi hefur fariö minnkandi í FinnmBrku, nyrsta; fylki Noregs, að undanfarnu vegna pesa hVe inikill þorskur frá rússneskum togurum berst þar á iand. Fyrir ári var atvinnuleysi hvergi raeiri í iandinu en í Pinn-; mörku en það er nú komið niöur i 5,4 prósent. Fyrirtæki í grein- inni keyptu 90 þúsund tonn af þorski af Rússum í fyrra ogtrygg- ír hann þrjú þúsund störf. Austur-evrópsk kjarnorkuver vandiheimsSns Hættan, sem stafar af sænska kjarnorkuverinu i Barseback er i lágmarki ef miðað er við bína fjöimðrgu kjarnakljúfa af Tajernobyl-gerðinni sem eru í Austur- pg Mið-Evrópu. Þettaerskofr unSvends AUí kens, umhverf- isráðherrá Danmerkur. Hann ræddi vanda austur- evrópsku kjarnorkuver- a»oa á fundi með orkuinálanefnd danska þingsins í gærraorgun, Hann sagði Dani ekki ráða eina við vandann. NTB og Rltasau Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau muni styðja áframhaldandi bann við hvalveiöum. Heymæði algengari í stórborgum en sveitum: Útblástur bif reiða talinn sökudólgurinn TaUð er líklegt að útblástur bifreiða eigi mikla sök á því að tilfellum af heymæði og öörum astmasjúkdóm- um hefur snarlega fjölgaö í breskum borgum. Robert Davies, sérfræðingur í önd- unarsjúkdómum hjá St. Bart- holomews sjúkrahúsinu í London, sagði að læknar beindu nú meira augum sínum að útblæstri bifreiða sem hugsanlegri orsök fjölgunar. astmatilfella. Þó að magn frjókorna í andrúms- loftinu sé hærra úti í sveitum en í stórborgum eru fleiri með heymæði í borgunum en í sveitum. Þetta hefur gert það að verkum að læknar teh'a nú líidegra að um megi kenna mik- illi umferð á vegum frekar en frjó- kornunum. „Við höldum að nítrógen díóxíð valdi tilfellunum á veturna en á sumrin sé það ósonið eða mengunar- ský sem séu skaðvaldarnir. En hvort tveggja er afurðir bensínvélarinnar," sagði Davies. Opinberar tölur í Bretlandi sýna að Bretum með heymæði hefur fjölg- að gífurlega á 25 árum. Árið 1956 voru aðeins 5,1 af hverjum 1000 íbú- um með sjúkdóminn en árið 1981 voru það 19,7 af hverjum 1000. Von- ast er til að hraðað verði rannsókn- um á „hreinni" bílvélum. Reuter engarsannanir ummaffíutengsl Giulio Andreofá, fyrrum forsæt- isráðherra ítai- iu, visaði í gær á bug ásökun- umumaðhann hefði haldið hlifiskildi yfir mafíunni og sagði þær mjög óréttlátar. Hann sagöi að sak- sóknarar, sem vildu að hann kæmi fyrir rétt, hefðu engar sannanir til aö styðja ásakanir sínar með. „Ég er að reyna að skilja hvern- ig þetta gerðist allt saman," sagði Andreotfi á fundi með frétta- mönnum, hinum fyrsta frá þvi hann ákvað að reyna ekki að koma í veg fyrir að þinghelgi hans yrði afiétt. Kjaftatífur maflunnar, sem vinna með yfirvöldura, hafa sak- að Andreotti um að vera helsta verndara sinn meðal srjómmála- mannaíRóm. Reuter Stuttar fréttir Taliö er að útblástur bifreiða geti valdifl heymæði. Óviturleg ákvörðun Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, segir það hafa verið mjög óvifuriegt af þingi Bosniu-Serba að bafna frið- aráætlun fyrir Bosníu. Vararviðblóðbaðí Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í morgun að til alvarlegra blóösúthellinga gæti komið végna þess að þing Bosníu-Serba hafnaði friðaráætl- unum SÞ. Bakslagíviðraeður Bakslag kom x friðarviðræður um Mið-Austuriönd í Washing- tpn þegar Palestínuraenn lögöu niður vinnuhóg um mannrétt- indi. Þeir sögðu fsraelsmennekki taka vinnuna alvarlega. Fundað um Kambódíu Fulltrúar þriggja af fjórum stríðandi ryikingum í Kambódíu komu saman tö neyðarfundar í Feking í morgun. Rauðukhmer- arnir mættu ekki til Ieiks. Majorískærum John Major, forsætisráðherra Bretlands, á í skærum í þinginu vegna Maastrícht-samningsins um samruna EB-ríkja. Kúbveriarviljaaðstoð Stjórnvöld á Kúbu hafa farið fram á læknisaðstoð vegria tauga- veikifaráldurssemveldurblindu. Rúmlega 25 þúsund Kúbverjar hafa fehgið sjúkdóminn. Viðurkennirnjósnir Starfsmaður bandaríska utan- rikisráðuneytisins hefur viður- kennt að hafa látið Grikkjum í té rúmlega 240 leyniskjöl. löggurdrepnar Vopnaðir menn drápu fjóra lög- regluþjóna í fyrirsát í blökku- mannabænum Soweto í Suður- Afríku. Flúðigjaldþrotið AsU Nadir, gjaldþrota við- skiþtajöfur^ stakk af frá Englandi í einkaþotu og er á nörðurhluta Kýpurþarsem bresk réttvisinær ekki til hans. Vextirlækkaðir FransM seðlabarikinn lækkaði vexti í morgun, í flmmta sinn á einummánuði. : fieuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.