Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 11 IMönd Tímamót í rannsókn á flöldamorðunum: Feðgar tengdir Tistedals-morði Eitt morðanna í Tistedal í Noregi er hugsanlega upplýst. Ann-Kristin Olsen, lögreglustióri í Halden, sagði i gær að hlutur, sem lögreglan fann í Svíþjóð á þriðjudag, tengdi 54 ára gamlan mann frá Tistedal eða son hans við eitt af morðunum fjórum. Báðir mennirnir sitja nú í gæslu- varðhaldi fyrir önnur afbrot en morðin. Faðirinn er grunaður um bankarán í fyrra og sonurinn um tryggingasvindl í Svíþjóð fyrir fjór- umárum. „Við höfum gert athyglisverða uppgötvun sem hægt er að segja að marki tímamót í rannsókninni þar sem hún tengir hina tvo grunuðu við eitt morðanna," sagði Olsen í sam- tali við NTB. Hún vildi þó ekki skýra frá hvaða morð feðgarnir væru grun- aðir um. Lögreglustjórinn vildi heldur ekki segja hvað lögreglan hefði fundið í hlöðu á landareign við bæinn Ström- stad í Svíþjóð. HJaðan er í eigu tengdaföður eldri mannsins og liggur að annarri landareign þar sem lög- reglan fann sundurtekna haglabyssu í rotþró á föstudag í síðustu viku, auk þess sem lagt var hald á húsvagn föðurins frá Tistedal. Réttur í Strömstad úrskurðaði í gær að lögreglan í Halden skyldi fá þessa hluti. Auk haglabyssunnar fundust tvö haglaskot, margar rúllur af einangrunarbandi og eitt norskt skráningarnúmer fyrir bíl. Þá fund- ust einnig tveir hnífar í húsvagnin- um. Ekki er vitað hvernig lögreglan lít- ur á þessa hluti sem sönnunargögn í málinu. Það er þó staðreynd að tvö morðanna voru framin með hníf. Og eftir því sem NTB hefur komist að voru árarnar, sem morðingi Karls Johans Hageviks notaði við flóttann, vafðar með einangrunarbandi. NTB Ástralski sjónvarpsmaöurinn Ray Martin safnaði saman öllum fimmburum Ástraliu í fyrradag, fimm settum. Mæöur bamanna höfðu allar tekið frjósemislyf áöur en af getnaði varð. Símamynd Reuter Hugsanlegt samband milli silíkons og meltingarf æratruf lana í börnum Nú stendur yfir i Bandarikjunum rannsókn á þvi hvort silíkonfyll- ingar í brjóstum kvenna hafi áhrif á börn þeirra. Það er bandaríska matvæla- og lyfjaeftirhtið sem stendur fyrir rannsókninni. Jeremiah Levine, læknir hjá Al- bert Einstein College of Medícine í New York, sagði að þaö væri fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þess- um málum. Hann hefur komist að því að born mæðra sem eru með silikonígræðslur eiga við ýmsar meltingartruflanir að glima. Um þaö bil ein milljón banda- rískra kvenna hefur silíkon í brjóstunum. Beuter Fiskveiðisamningur Grænlands og EB að renna út: Grænlendingar sjá frant á erf iðar samningaviðræður Grænlendingar sjá fram á erfiðar samningaviðræður við Evrópu- bandalagið þegar fiskveiðisamning- ur þeirra í millum verður endurnýj- aður. Grænlendingar fá um 2,7 millj- arða íslenskra króna, auk tollfrjáls aðgangs að markaði bandalagsins fyrir afurðir sínar, í skiptum fyrir flskveiðiréttindi EB. Núverandi samningur rennur út 31. desember 1994. Grænlenska landsþingið var ein- huga á mánudag um að óska eftir nýjum samningi í líkingu við núver- andi samning frá 1. janúar 1995. Sjón EB-landanna iiafa einnig áhuga á að veiða þorsk við Grænland. En þar sem þorskurinn er horflnn af Græn- landsmiðum gæti reynst erfitt að ná fram jafn hagstæðum samningi við EB og fyrr. Grænlenskir srjórnmálamenn leggja því til að nýi samningurinn við EB nái til fleiri sviða. Jonathan Motzfeldt, þingmaður Siumutflokks- ins, vill þannig að námuvinnsla á Grænlandi verði með. Þingmenn eru auk þess sammála um að það sé lifsnauðsynlegt fyrir Grænlendinga að fá áfram tollfrjáls- an aðgang að markaði Evrópubanda- lagsins fyrir grænlenskar sjávaraf- UrðÍT. Ritzau TF^> NOTAÐIR BÍIARFRÁ VOLVO 6 MANAÐAABYRGÐ LÁN T1LALLTAÐ36MÁNAÐA TÖKUMNOTAÐA UPPÍNOTAÐA VOLVO 740 FÓLKSBÍLAR OG 740 STATION Volw740GL 4 dyra, sjálfsk. Árgeið1988 Ekinn: 88.000 kin Verð: 890.000 kr. Volvo740GL 4 dyra, sjálfsk. Árgerð1986 ^ Ekinn: 70.000 kin Verð: 790.000 kr. e o Volvo 740 GL Station 5 dyra, sjálfsk. Árgerö 1937 Ekinn: 87.000 km Verð: 980.000 kr. Volvo740GL 4dyra, sjálfsk. Árgerð1987 Ekinn: 85.000 km Verð: 880.000 kr. VOLVO 240 FOLKSBILAROG 240 STATION Volvo240GL 4 dyra, sjálfsk. Árgerö 1987 Ekinn: 95.000 kni Verð: 670.000 kr. Volvo240GL 4 dyra, sjáltsk. Ánjerö 1988 Ekinn: 43.000 km Verð: 790.000 kr. 0 © Volvo240DL 4 dyra, sjártsk. Árgerð1988 Bdnn: 75.000 km Verð: 750.000 kr. Volvo240GL 4 ðyra, sjálfsk, Árgerö 1987 Ekinn: 60.000 km Verð: 750.000 kr. VOLVO FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.