Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 1 Spumingin Fylgdist þú með eldhús- dagsumræðum frá Al- þingi? Birgir Hauksson: Nei, enda er ég ekki vanur því. Þorbergur Kjartansson: Nei, þaö gerði ég ekki. Friða Björk: Nei, ég pæli ekkert í Alþingi. Gunnar Ómarsson: Nei, mér finnast svona umræður leiðinlegar. Oddsteinn Björnsson: Nei, þær fóru fram hjá mér enda var ég að vinna. Konráö Árnason: Nei, mér finnast þær hrikalega leiöinlegar. Lesendur Kartöflumat, embættismaður ogekkja Agnar Guðnason, fyrrverandi yfir- matsmaður garðávaxta, skrifar: Einkennileg- frétt birtist í DV þriðjudaginn 17.4. sl. Ég hefði ekki vitað um þessi skrif nema vegna þess að fólk sem við hjón þekkjum ekki mikið tók upp á því aö hringja heim í konu mína þennan umrædda dag og votta henni samúð vegna fráfalls þess er hér skrifar sem farið hefði fram hjá þessu elskulega fólki. Það þótti öllu meiri frétt aö hún hefði átt tvo menn sem báðir væru horfnir af þessari jörðu. Þetta varð til þess að heimilið eign- aðist DV. Þá mátti sjá að það fór ekki á milli mála að fréttin um „Mats- sjóð“ var harla merkileg - en þarfn- ast leiðréttingar. Fyrstu leiðrétting- unni er þegar komiö á framfæri - sem sé að ég er sprelllifandi. Mat á garðávöxtum í greininni stendur að „Matssjóð- ur“ hafi verið stofnaður árið 1987. Ég kannast bara afis ekki við þennan sjóð en ég var ásamt fleirum sem endurskoðuðu reglugerð um mat á kartöflum árið 1982 og svo með breyt- ingu á reglugerð nokkru síðar. Mats- gjöld af kartöflum hafa verið inn- heimt um langt árabil. - Enda voru kartöflur metnar. Reglugerð um mat og flokkun kart- aflna hefur ekki verið numin úr gildi en það ætti að gerast sem allra fyrst. Þar sem kartöfiur eru seldar ómetn- ar nær auðvitað ekki nokkurri átt að innheimta matsgjöld - þar er ekki „Matsgjöld af kartöflum hafa verið innheimt um langt árabil," segir m.a. í bréflnu. að sakast viö Framleiðsluráð - fyrr- verandi matsmenn eða ekkju fyrr- verandi matsmanns. Þetta er mál landbúnaðarráðuneytis. Einhvem tíma í kringum 1960 tók Framleiðslu- ráð landbúnaðarins að sér inn- heimtu matsgjalds af kartöflum fyrir beiðini þáverandi landbúnaðarráð- herra. Jafnframt annaðist Fram- leiðsluráð bókhald og aUar greiðslur sem tengdust þessu starfi. Innheimta matsgjalda Einhver í kerfinu hefur aldeihs leitt blaðamanninn „kaa“ á vilhgöt- ur. Hann skrifar að heildarverðmæti uppskerunnar á s. ári hafi veriö 900 milljónir kr. fyrir mat á kartöflum. - Hjá Framleiðsluráði fékk ég þær upplýsingar að samkvæmt sölu- skýrslum sem bárust Framleiðslu- ráði á sl. ári hefði átt að innheimta matsgjöld rétt innan við 2 milljónir kr. en jafnframt var það upplýst að sáralítið af matsgjöldum hefði borist til Framleiðsluráös, ekki nema brot af þessari upphæð. - Þannig hefur þetta verð síðan Grænmetisverslun landbúnaðarins var lögð niður. Athugasemd blaðamanns í þeirri frétt sem Agnar vísar til er hvorki greint frá, né boðað, að Agnar sé falhnn frá. Til að komast að þeirri niðurstöðu þarf gott hug- myndarflug og jafnvel nokkra óra. Á hinn bóginn þykir undirrituðum miður að tilskrif um jarðneska tilvist Agnars skuh hafa valdið tilfinninga- legu umróti í fjölskyldu hans og jafn- vel gráglettu á kostnað umræddrar ekkju. í fréttinni var greint frá matsgjaldi sem lagt er á kartöflubændur. Rétt er hjá Agnari að gjöldin fara ekki inn á sérstakan sjóð heldur reikning. Sem yfirmatsmaður jók Agnar hins vegar umsvifin við kartöflumatið verulega. Innborganir dugðu ekki fyrir gjöldum og að auki urðu tíl líf- eyrisskuldbindingar. Hvort um sé að ræða sjóð eða ekki kemur væntan- lega í hlut Ríkisendurskoðunar að skilgreina. Varðandi upphæðir ætti Agnari aö vera Ijóst að ekki er alfarið að treysta á söluskýrslur. Gjaldið er áætlað á fiölda bænda og er þá miðað við upp- skerumagn og mjög hátt söluverð. Framleiðsluráð krefur því bændur um mun hærri upphæð en sölu- skýrslur gefa tílefni th. Um það ætti Agnari að vera kunnugt. -kaa Árás á íþróttaf ólk í heiminum Uros Yanovic skrifar: Nýleg árás í Hamborg í Þýskalandi á íþróttastjömuna Monicu Seles og eina bestu tenniskonu heims er að mínu mati táknrænn atburður og með honum sýna mörg vestræn ríki sitt rétta andht á hinu póhtíska sviði. Ég þekki sögu Monicu Seles aht frá því að hún var fjögurra ára gömul i Novisad, heimabæ hennar, og ég veit að fjölskylda hennar var mjög fátæk í þann tíð og fólkið í bænum aðstoð- aði fiölskyldu hennar dygghega. En fjölskyldan, sem býr nú í Bandaríkj- unum, reynir nú eftir mætti aö hjálpa því fólki sem nú er innhokaö í þessum bæ og annars staðar í Serb- íu. Mín skoðun er sem sé sú að hin vestrænu ríki vhji engan veginn Hringíðísíma milli kl. 14ogI6-eðaskrifið Nath og símaiu. veröur að íylgÞ bréfum Bréfritari telur árásina á Monicu Seles vera táknræna fyrir pólitíska afstöðu gegn Serbum. halda Monicu í sviðsljósinu jafn þekkt og fræg og hún þó er, vegna þess ástands sem nú ríkir í Serbíu og raunar um aha fyrrverandi Júgó- slavíu. Af þeim yfirlýsingum sem þýsk yfirvöld hafa gefið vegna þessa hörmulega atburðar má glöggt sjá að annað en meðaumkun hggur að baki. Það sem að baki hggur er andúð á íþróttafólki yfirleitt sem kemur frá fyrrverandi Júgóslavíu. Sýndarmennsku í yfirlýsingum um að thræðismaðurinn gegn Monicu Seles hafi ekki beinlínis ætlað að gera hana óvíga, heldur hafi dálæti hans á frammistöðu þýsku tennis- konunnar borið hann ofurhði, tel ég óhæfa með öhu og raunar óveijandi að bera hana á borð fyrir hinn frjálsa heim. Vonandi veröur þessi atburður þó th þess í framtíöinni að vestrænar þjóðir hti á júgóslavenskt íþróttafólk sem jafningja og þess verða að efja kappi viö. Júgóslavneskt íþróttafólk hefur raunar verið í fremstu röð á mörgum sviðum. Saklaus íþrótta- æska á ekki að þurfa að gjalda fyrir þaö sem gerðist endur fyrir löngu í hinni gömlu Júgóslavíu. DV Spilað með áhorfendur Haraldur Haraldsson hringdi: Hve lengi ætlar almenningur aö láta blekkjast fil að hlusta og horfa á árlega sfjómmálaum- ræðu frá Alþingi? Raunar er ekk- ert annað að segja um þessar umræður en að þær eru hrein spilamennska með áhorfendur og áheyrendur. - Af og til er auga myndavélarinnar beint um sal- ínn þar sem þingmenn stjómar og stjórnarandstööu stinga sam- an nefjum 1 mesta bróöerni og gera að gamni sínu á meðan ræðumaður þrumar í pontu, þungbrýnn og ögrandi, um fá- dæma glópsku andstæöinganna og aht að því landráð. Lárus skrifar: Fáir skiha hvemig ráöamenn komast upp með að gera ekki nokkum skapaöan hlut í þá átt að rétta af haliann í ríkisbú- skapnum annað en að þrengja aö hinum almenna launþega sem vinnur fyrir meðahaunum og þaöan af lægri. Bæöi stjórnvöld og stjómarandstaða hafa ýjað að því aö tímabært sé að leggja sér- stakan skatt á tekjur er flokkast undir hátekjur. - Þetta hefur ekki enn verið framkvæmt en fuh ástæða er th. Hvers vegna bíða ráðamenn? Er það vegna um- hyggju fyrir sínum eigin hags- munum? Krafan um skatt á há- teKjur verður sífeht háværari í þjóðfélaginu. Þá fyrst má tala um að breiðu bökin axli einhveijar byröar. Eins og er sleppa hátekju- menn algjörlega. Engar 11-fréttir í Sjónvarpi! Kristánn Einarsson hringdi: Það var ekki einasta að Ríkisút- varpið fehdi algjörlega niöur dag- skrár sína bæði í hþóðvarpi og sjónvarpi sl. mánudagskvöld vegna umræðna á Alþingi, heldur leyfði Sjónvarpið sér líka að feha niður 11-fréttir um kvöldiö að umræðunum loknum. Þetta er hámark ósvífhi gagnvart greið- endum afnotagjaldsins og ekki sæmandi ríkisflölmiðli. Þeir sem vanir em að horfa á 11-fréttir i Sjónvarpinu urðu annaðhvort al- gjörlega af fréttum eða urðu að bíða útvarpsfrétta kl. 24. Takiðáóréttlætinti Pétur Sigurjónsson hringdi: Fólk les daglega fréttir af því hvemig opinberir starfsmenn í stjómunarstööum hljóta tvöfald- ar launagreiðslur í því tilfehi aö þeir færast til í stöðum. Síðasta dæmið er um nýjan rekstrar- stjóra Landakots sem er á bið- launum úr síðasta starfi en fær jafnframt fuh laun í því nýja. - Og svo eru það hlunnindi alþing- ismanna, bankastjóra, forseta og skattstjóra sem hafa ýmist skatt- friðindi eða launaigildi í ýmsu formi. Ráðamenn; takið á þessu máh áður en þaö verður ykkur öhum að falli. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar: Ég er viss uro að margur Elvis Presley aðdáandinn hefur setið stjarfur fyrir framan skjáinn þeg- ar myndin Blue Hawaii var sýnd nhðvikudagskvöldið 30. apríl sl. - Myndin Blue Hawaii var 8. mynd Elvis, en fyrsta myndin meö hon- um, „Love me tender“, kom út i ágúst 1956. Þá var Elvis aðeins 21 árs gamall Hann lék I samtals 31 mynd, Síðasta myndin með honum hét „Change of Habit" og var gerð í nóvember 1969. - AUs mun Sjónvarpið sýna 7 myndir með konungi rokksins, Elvis Aar- on Presley. Ég vh þakka RÚV fyrir frábært framtak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.