Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð ( lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þorskveiðiseglin rifuð Forsætisráðherra sagði í eldhúsdagsumræðunni á mánudaginn, að ekki væri hægt að skera meira niður leyfilegan þorskafla en þegar hefði verið gert. „Við getum ekki tekið stærri dýfur en við höfum þegar tekið," sagði hann og fullyrti um leið, að stofhinn færi vaxandi. í raun fer íslenzki þorskstofhinn minnkandi um þess- ar mundir, af því að ekki hefur verið tekið fullt mark á tillögum fiskifræðmga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bera mesta ábyrgð á núverandi ofveiði, því að þeir höfðu í fyrra frumkvæði að 8% hækkun á leyfilegu aflamarki. Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra eru sam- flokksmenn eins og var í næstu ríMsstjórn á undan þess- ari. Þá lék þáverandi-forsætisráðherra svipað hlutverk ábyrgðarleysis, þegar hann, sem frægt er, vildi gera greinarmun á því, sem þorskurinn þyldi ogþjóðin þyldi. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar fetað í fótspor forvera síns í Framsóknarflokknum, en ekki haft innanflokksstuðning til að reka hófsemis- stefnu. Helzti andstæðingur.hans á því sviði er forsætis- ráðherra, sem hefur knúið fram skammtímasjónarmiðin. Grundvallaratriði málsins er, að enginn munur er á því, sem þorskurinn þolir og þjóðin þolir. Ef stundarhags- munir verða áfram látnir ráða ferðinni, verður þorsk- stofhinn eyðilagður á tiltölulega fáum árum og þjóðfélag- ið fær loksins að horfast í augu við alvörukreppu. Hafrannsóknastofhunin mælti í fyrra með 190 þúsund tonna þorskafla á einu ári. í raun fer þorskveiðin 20% upp úr því magni, í 230 þúsund tonn. Þetta er afleiðing léttúðugra og ábyrgðarlítilla stjórnmálamanna, sem neita að horfast í augu við blákaldan veruleika ofveiðinnar. Þekkingin, sem bætzt hefur við frá í fyrra, gefur ekki tilefhi til bjartsýni. Til dæmis benti togararallið í vetur til, að ekki yrði hægt að veiða nema 150-160 þúsund tonn á ári í nánustu framtíð. Ekki hefur frétzt af neinum upp- lýsingum, sem bendi til annars en hnignunar stofnsins. í sjávarútveginum búast menn við, að Hafrannsókna- stofhunin muni í nýjum veiðitillögum lækka tölur sínar frá því í fyrra. Ef farið verður eftir ókomnum tillögum hennar, má búast við, að þorskafli eins árs fari úr 230 þúsund tonnum og nokkuð niður fyrir 180 þúsund tonn. Pólitísk málamiðlun milli þess, sem fiskifræðingar telja þorskinn þola, og þess, sem stjórnmálamenn telja þjóðina þola, hefur gefizt illa um langt árabil. Þorskstofn- inn hefur verið í samfeUdri úlfakreppu og ekki getið af sér neinn góðan hrygningarárgang í tæpan áratug. Einn af fræðimönnum okkar sagði nýlega í viðtaU við DV, að flotinn væri helmingi stærri en hann ætti að vera. Hann sagði, að friða þyrfti þorskinn alveg til aldamóta og leggja síðan þriðjungi flotans, svo að sóknin yrði bæri- legupp úr aldamótum. Hann er að tala um sjö mögur ár. Gróft reikningsdæmi Utur þannig út, að þjóðin neiti sér samtals um eina mUljón tonna af þorski í sjö ár til að koma stofninum upp í stærð, sem þolir 250 þúsund tonnum meiri veiði en hann þotir nú. Þjóðin mundi þá ná mtiljón tonnunum til baka á aðeins fjórum árum. Að fara eða fara ekki eftir tiUögum fræðinga er dæmi- gerður munur mUU langtímahagsmuna, sem gefa meiri arð í heUd, og skammtímahagsmuna, sem felast í að ýta vandamálum á undan sér; skrapa það, sem ekkert er; og vera á sífeUdu undanhaldi fyrir veruleUíanum. Vonandi tekst forsætisráðherra ekki að knýja fram hugmyndir um óbreytta ofveiði á þorski, því að þær leiða að lokum til gjaldþrots og glötunar þjóðfélagsins. Jónas Kristjánsson „Skólanna er að mennta fólk og undirbúa fyrir þátttöku í atvinnulifinu..." segir m.a. í grein Arna Ragnars. Menntun f rumkvöðla Meðal atvinnulausra«r ekki að- eins ófaglært verkafólk, heldur og iðnaðarmenn, fólk úr ýmsum þjón- ustustörfum og sérfræðingar. Og fólk með menntun sem talin er henta vel til að srjórna fyrirtækjum og reka eigin starfsemi. Flestir þeirra leita starfa á ann- arra vegum. Þeir eru ekki að koma á fót fyrirtæki sjálfir eða ásamt öðrum, ekki að skapa sér sjálfir atvinnutækifæri á grundvelli eigin viðskiptahugmyndar eða leyfis til að nota hugmynd eða hönnun ann- arra. Skólar og atvinnulíf Velferð undanfarinna ára virðist hafa dregið úr því að fólk reyni fyrir sér með eigin rekstur - að þróá, byggja upp og stjórna fyrir- tæki af eigin kunnáttu, hug- kvæmni og getu. Því lengra nám sem stundað er þeim mun minni Mkur virðast til að námsmaður hefji síðan eigin rekstur og þeim mun meiri líkur til að hann leitd einungis eftir starfi hjá opinberum aðilum. Á síðari árum hafa orðið miklar umræður um tengsl skóla og at- vinnulífs, sjálfstæði skóla og vís- inda, nauösyn öflugra mennta, vís- inda og rannsókna. Getur veriö að þrátt fyrir þær sé enn ríkjandi hið gamla viðhorf, að menntun nýtist aðeins í opinberum störfum eða hagsmunagæslu? - Ég vona að við svörum því neitandi. Samt hefur aukin menntun, skólaganga og langskólanám ekki skilað mikilli fjölgun frumkvöðla sem reyna sjálfir fyrir sér í at- vinnulífi, fara nýjar leiðir til að nýta auðlindir, legu landsins og aðstöðu, þekkingu og hæfni fólks- ins í nýrri framleiðslu, nýrri þjón- ustu, nýjúm viðskiptum. Frum- kvöðlar okkar eru flestir án langr- ar skólagöngu - hinir langskóla- gengnu starfa fremur hjá opinber- um aðilum eða hagsmunasamtök- Kjallarrnn Árni Ragnar Arnason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi grundvöllur framleiðslu, þjónustu eða viðskipta. Líka má spyrja hvort þar skorti á fræðslu um nýjungar, svo sem uppfinningar, hönnun eða tækni- væðingu og hagræðingu, um aðila sem reiðubúnir eru að selja hönn- un, tækjabúnað, vöruþróun eða viðskiptasambönd, um viðskipta- hugmyndir sem í boði eru eða sem þróunarvinna hefur verið lögð í en ekki komið til framkvæmda. Hugs- anlega voru þær ekki raunhæfar áður en gætu komið til áhta síðar. Spyrja má einnig hvort þar skorti á kennslu um ávinning fyrirtækja af menntun starfsfólks, um mark- aðssetningu, srjórnun, verkaskipti og samstarf, eða'hvatningu og nám er þroski frumkvæði og framtak - aflið sem leysir úr læðingi þörf til sjálfstæðra athafna - eiginleika sem eru sterkastir hjá frumkvöðl- „Frumkvöðlar okkar eru flestir án langrar skólagöngu - hinir langskóla- gengnu starfa fremur hjá opinberum aðilum eða hagsmunasamtökum...' um, færri við venjuleg atvinnufyr- irtæki eða eigin rekstur. Hvers vegna? Fræösla um framtak Spyrja má hvort í skólakerfinu skorti á fræðslu um atinnnulifið, um samverkan framleiðslu- og þjónustugreina, gagnkvæman styrk þeirra og jafnt mikilvægi í sölu og endanlegu verðmæti afurð- ar. Hvort þar skorti á fræðslu um möguleg atvinnutækifæri og hugs- anlegan starfsferil að námi loknu, um ávinning af námi í atvinnulifi, um auðlindir og aðstööu skólahér- aðs og landsins alls er geti orðið um, hvar í samfélaginu sem þeir hasla sér völl. Eða er allt þetta nám í boði án þess við nýtum okkur það til aukinnar fjölbreytni í atvinnu- lífi? Skólanna er að mennta fólk og undirbúa fyrir þátttöku í atvinnu- lifinu, leggja drög að starfsvali þess og starfsferli. Ekki hvað síst að hvetja það til að taka sín mál í eig- in hendur - hafa sjálft frumkvæði. Framtakssemi leiðir til nýrra at- vinnutækifæra á fjölmörgum svið- um - við þörfnumst meiri fjöl- breytni atvinnulífs. Árni Ragnar Árnason Skoðanir annarra Sjálf stæði Seðlabankans „Við íslendingar eigum blessunarlega marga vel menntaða, hæfa og reynda menn, sem gætu veitt Seðlabankanum trausta og farsæla forustu á næstu árum. En til þess að tryggja Seðlabankanum slika starfskrafta er nauðsynlegt að auka sjálfstæði bank- ans innan stjórnkerfisins. Nauðsyn þess að reisa skorður við afskiptum stjórnmálamanna af Seðla- bankanum og af bönkum yfirleitt verður enn brýnni fyrir bragöið." Þorvaldur Gylfason prófessor - í Mbl. 4. mai Feit embætti fyrir ráðherra „Ijóst er orðið að í stjórnarflokkunum er sú skoð- un útbreidd að flokksgæðingar eigi rétt á hinum og þessum stöðum og að kratar muni t.d. skipta út við- skiptaráðherra og færa honum bankastjórastól í Seðlabankanum. Fleiri ráðherrar þess flokks vflja ná sér í feit embætti á meðan tækifæri er til. Svipaða sögu má segja um Sjálfstæðisflokkinn, nema hvað þar á bæ eru menn uppteknir við að reyna að létta á innanflokkssýkingum með því að stinga á pólitísk- um graftarkýlum og skipta út mönnum og fá nýja inn." Úr forystugrein Tímans 5. april Þörf fyrir erlenda fjárfestingu „Ástæða þess, hversu lítil erlend fjárfesting hefur verið hér á landi, er eflaust margþætt... Á seinustu árum hefur verið losað um hinar lagalegu hömlur á þátttöku erlendra aðila í íslenzkum atvinnurekstri... Þessi þróun er af hinu góða og í takt við það, sem verið hefur að gerast í mörgum nágrannaríkjum okkar undanfarinn áratug... Færa má rök fyrir því, að íslenzkt athafnalíf hafi þörf fyrir erlenda fjárfest- ingu í mun meiri mæli en verið hefur." Úr forystugrein Mbl. 4. mai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.