Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 15 Sjálf bær þróun? í framkvæmdaáætlun sem 178 ríki samþykktu á Ríó-ráöstefnu S.Þ. segir að mannkyn standi frammi fyrir aukinni fátækt, hungri, heilsuleysi og ólæsi, auk þess sem ástandi umhverfisins haldi áfram að hraka. Með sam- þættingu umhverfis- og þróunar- mála og betri umhverfisvitund megi bæta aðbúnað fólks og ástand umhverfis. Slik markmið náist að- eins með samstarfi á heimsvísu um sjáifbæra þróun. Hugtakið sjálfbær þróun kemur oft fyrir í stefnu- mörkun ríkisstjómar íslands í mnhverfismálum. Þar segir m.a.: Sjálfbær þróun er nýtt viðhorf sem beinir sjónum okkar að ný- sköpun sem er samofin verndun náttúruauðlinda og aðhlynningú umhverfis og skapar þannig skil- „Sjálfbær þróun er nýtt viðhorf sem beinir sjónum okkar að nýsköpun sem er samofin verndun náttúruauðlinda og aðhlynningu umhverfis.. KjaUarinn Þorvaldur örn Árnason líffræðingur og kennari yrði fyrir hagsæld og velmegun sem fær staðist til frambúðar. Grunnhugsun sjáifbærrar þróunar er að samræma umhverfisvemd og þróun. í sjálfbærri þróun felst samhjálp þjóða og efiiahagslegur jöfnuður. Það málefni fær lítið vægi í skýrslunni. Þó skal stefiit að eflingu þróunarsam- vinnu á sviöum þar sem ísland hefur á að skipa sérþekkingu og stuðningi við aukna menntun og réttindi kvenna í þróunarlöndum. Skynsamleg nýting náttúru- auðlinda Skynsamleg nýting náttúmauð- linda er meginstef sjálfbærrar þró- unar. Lítum á dæmi því tengd. Gróður- og jarðvegsvemd er brýn hérlendis og víða erlendis. Eyði- merkur aukast í mörgum löndum og er tekið á því í framkvæmdaá- ætlun Ríó-ráöstefnunnar. Talið er að gæði gróðurs og jarðvegs íslands hafi rýmað 80% frá upphafi land- náms og ennþá er meiri gróður og jarðvegur tahnn eyðast en það sem vinnst með uppgræðslu og sjálf- græðslu. Ríkisstjómin setur það háleita markmið að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu fyrir aldamót. Stýring beitar skal efld, landeig- endur og notendur gerðir ábyrgari Frá umhverfisráðstefnunni í Rió í Brasiliu á sl. ári. - Samstarf á heims- vísu um sjálfbæra þróun? fyrir meðferð lands, landgræðsla gerð markvissari og lausaganga búfjár takmörkuð. í skýrslunni segir m.a. að veiðiþol mikilvægasta fiskstofnsins á ís- landsmiðum, þorkstofnsins, hafi á undanfómum árum farið minnk- andi. Það megi rekja bæði til lélegr- ar nýliðimar og aukinnar sóknar. Áætlað er að 47% af afla vinnslu- skipa (frystitogara) sé hent á rúmsjó og 15% af afla ísfiskskipa. Þetta em hrikalegar tölur. Betri nýting sjávarafla er afar mikilvægt skref fyrir íslendinga á leið sjálfbærrar þróunar og em til- greind nokkur markmið í þá vera, svo sem að stuðla að vexti ofnýttra fiskistofna, stuðla að þróun og notkun veiðitækja sem minnka aukaafla og fara betur með vist- kerfi sjávar, bæta nýtingu hráefna - fulinýta aflann - og draga úr olíu- notkun og þar með loftmengun fiskiskipastólsins. Það segir fátt um leiðir að þessum markmiðum. Beinast lægi við að efla færa- og línuveiðar smábáta og fækka frystitogurum og væri það kúvend- ing stefnunnar sem nú er fylgt. Aukin vinna að umhverfis- málum Ef nýju umhverfisstefnunni verður framfylgt mun atvinnulíf landsmanna glæðast. Fleiri fá vinnu við landgræðslu, umhverfis- menntun og rannsóknir. Þorvaldur Örn Árnason Framsal valds í EES- samningnum Skoðanir íslenskra og norskra ráðamanna stangast á um framsal valds í EES-samningnum. í álits- gerð norsku ríkisstjómarinnar vegna staðfestingar á samningnum (Stortingsproposion nr. 100 1991-92) er því afdráttarlaust haldið fram, að EES-samningurinn varöi 93. grein stjómarskrárinnar, sem fjall- ar um framsal á valdi til alþjóðlegra samtaka, sem Noregur er aðili að. Tvær tilvitnanir sýna þetta. 1) Á bls. 100; „Grein 110 geymir reglur um fiúlnustu í EES-ríkjum vegna ákvarðana efdrhtsstofnunar EFTA eða framkvæmdastjómar Evrópska samfélagsins (ES) og beinast að öðrum lögaðhum en ríkjum. Slíkar ákvarðanir skulu sjáífar mynda sjálfstæða fulln- ustuástæðu. Hið sama á við sam- KjaUaiinn Björn S. Stefánsson dr. scient „Almenningur telur EES-samninginn ekki nauðsyn. Síðast þegar leitað var álits almenninps í m álinu, kváðust 60 af hundraði ósattir við þá niðurstöðu, sem fékkst 13. janúar sl.“ svarandi samþykktir EFTA-dóm- samkvæmt 93. grein stjómarskrár- stólsins og ES-dómstólanna. í þessu innar.“ felstað valderfærtundiralþjóðleg 2) Á bls. 327: „Eftirlit með sam- samtök og það getur aðeins gerst keppnisreglunum: ... Á sam- keppnissviðinu em reglur samn- ingsins framkvæmdar beint gagn- vart fyrirtækjunum. Eftirhtsstofn- un EFTA og framkvæmdastjóm ES munu í slíkum málum geta beitt reglum samningsins beint gagn- vart fyrirtækjunum. Eftirhtsstofn- un EFTA og framkvæmdasdtjóm ES munu í slíkum málum geta lagt sektir á fyrirtækin og krafist þeirra, ef þau starfa gegn sam- keppnisreglum EES. í þessu felst framsal á valdi, sem er eðhlega hjá norskum stjómvöldum, th alþjóð- legrar stofnunar." Full ástæða fyrir Alþingi Samkvæmt áhti meirihluta utan- ríkismálanefndar Alþingis í haust var nefndinni ekki kunnugt um þetta mat norsku ríkisstjómarinn- ar. Sfl ómarskrár íslands og Noregs em í aðalatriðum líkar um það, hvemig valdi er skipað, en það ólíkt, að í Noregi er mælt fyrir um sérstaka aðferð (samþykkt þings- ins með % atkvæða), ef færa skal vald til alþjóðlegra samtaka, sem Noregur er aðih að. Hér á landi er hins vegar aðeins ein aðferð til að skipa valdi öðmvísi en stjómar- skráin mælir fyrir um. Ríkisstjóm Noregs studdist í greinargerð sinni að nokkm leytí. við áht Torsteins Eckhoffs prófess- ors í stjómarfarsrétti í Ósló. Áht lögfræðinga íslensku ríkisstjómar- innar frá í fyrrasumar, að vafi léki á því, að um framsal á valdi væri að ræða, er honum undmnarefni; það hefur komið fram í samtölum mínum við hann. Nú, meðan fjallað er um endanlegan EES-samning, er fuh ástæða fyrir Alþingi að at- huga betur ráð sitt með því m.a. að bera bækur sínar saman við bækur norsku ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Nauðsyn brýtur lög Lögfræðingar ríkisstjórnarinnar bentu á, að ef svo reyndist, að EES- samningurinn stæðist ekki grund- vaharlög, þá yrði að breyta þeim. Það er tekið ght. Grandvar maður lætur ekki bjóða sér slíka ábend- ingu frá lögfræðingi vegna ráða- gerða sinna. Hann veit, að aðrir fara með löggjafarvaldið og aö ný lög eyða ekki sök, en hann kynni að vhja vita, hvaða atriði þyrftu að breytast, svo að ráðagerð hans bryti ekíti í bága við lög. Nauðsyn brýtur lög. Almenning- ur telur EES-samninginn ekki nauðsyn. Síðast þegar leitað var áhts almennings í málinu, kváðust 60 af hundraði ósáttir við þá niður- stöðu, sem fékkst 13. janúar sl. með lögfestingu fyrrverandi EES-samn- ings, en 40 af hundraði sáttir. Að dómi almennings er EES-samning- urinn því ekki nauðsyn sem má bijóta lög. Björn S. Stefánsson Atvlnnumála* Ég tel að það komi vel til greina að koma á at- vinnumála- _ ráöuneyti. Ég tel hinnsveg- ar að rétti tíminn th að rétt fyrir Al- þingiskosn- ingar. Þá væri það afgreitt mál í kosningunum og næsta ríkis- stjóm sem mynduð yröi væri þá mynduö útfrá þessari viöamiklu breytingu. Ég tel ekki rétt, og raunar af og frá, að gera þetía á miðju kjörtímabih sem einhveija lausn í hugsanlegri uppstokkun eða mannabreytingum í sitjandi rikisstjórn. I raun þarf að vera samkomulag mihi allra sljóm- UPP En hugmyndin aö atvinnumálaráðuneyti er hins- vegar góð að mínum dómi, ekki síst vegna þess að allt atvinnulífið byggir á sömu grundvallaratrið- unura. aMnnulífsins sem það hefur mátt þola í gegnum árin haii ver- ið því til ógagns. Ég tel einnig að ef sjóöakerfi atvinnuveganna væri sameinað í einn sterkan sjóð þá myndi hann gagnast atvinnu- lifinu í hehd betur en margir Hugmyndin að atvinnu- málaráðu- neyti hefur okkert verið rædd í okkar hópi. Ég er hinsvegar ekki hlynntur hugmynd- inni. Astæðan er sú að at- vinnuvegir okkar íslendinga eru, hver um sig, gríðarlega þýðingar- miklir fyrir okkar þjóðlif, sjávar- útvegur, landbúnaöur og iðnað- ur. Nú hafa iðnaðarráðuneytiö og viðskiptaráöuneytið verið sameinuð og ég tel að það sé af hinu góða og til framfara, í bili að minnsta kosti tel ég að þar sé nóg að gert. Án þess að ég æth að fuUyrða að það yrði th skaða búnaðarráðuneytin, tel ég þessar greinar, hvora um sig, svo þýö- ingarmiklar fyrir þjóöfélagið, öfugt við það sem er hjá sumum öðmra þjóðum, að það. sé ekki tímabært að steypa þeim saman í eitt ráöuneyti. Ég tel sterkara fyrir þessa atvinnuvegi báða að hvor um sig hafi sitt eigið ráöu- neyti. Sú hugmynd hefur áður komiö fram aö sameina aha sjóði atvinnuveganna í einn stóran at- Vinnumáiasjóð. Ég tel að þar sé á ferðinni athyghsverð hugmynd og að það sé vel þess virði að yh ahs ekki afskrifa þá hugmynd. Ég tel einnig að þaö sé ekkert saman ráðuneytum. Það gefur auga leið að einn atvinnumála- sjóöur yrði sterkarí en margir til í hendingu. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.