Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Page 17
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 í 17 Fréttir Olga meðal verkafólks á Höfn í Homafirði: Utlendingar ráðnir en íslendingum sagt upp Júlía Jrasland, DV, Höfh; „Það er gífurleg reiði hjá fólki. Flest það fólk sem sagt var upp hjá Borgey býr hér á staðnum og sumt búið að vinna árum og áratugum saman í fiskvinnslunni," sagði Hjördís Sigur- þórsdóttir, nýkjörin formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfh, eftir aðalfund félagsins sem haldinn var sunnudaginn 2. maí. Auk aðal- fundarstarfa var aðalmál fundarins uppsögn 22 manna hjá Borgey hf. í síðustu viku. Á fundi með stjómarmönnum í Borgey kom fram að ekki yrði boðið upp á endurráðningu þessa fólks. - En hver er ástæðan fyrir þessum uppsögnum? „Þeir segja hana vera þá að hætt sé að vinna saltfisk og vinnu sé að ljúka í síldinni. En það segir ekki aila söguna. Þetta fólk er úr öllum deildum fyrirtækisins. Borgey aug- lýsti eftir fólki alveg fram að þeim tíma sem uppsagnirnar áttu sér stað. Vildi aðeins ráða kvenfólk en er það ekki brot á jafnréttislögum ef karl- mönnum, sem sækja um vinnu, er neitað á þeim forsendum að aðeins sé ráðið kvenfólk? Lögum sam- kvæmt er það og ég tel að þeim sé ekki stætt á að mismuna kynjum við ráðningu. Þeir réðu 4 færeyskar stúikur sem byrjuðu að vinna í vik- unni sem uppsagnimar áttu sér stað. Borgey sendi inn beiðni fyrir ráðn- ingu 5 Pólveija skömmu efiir páska en því var hafnað. Við þurfum að skrifa upp á leyfi fyrir ráðningu út- lendinga annarra en Norður- landabúa. Við vorum þá með 6 manns á atvinnuleysisskrá en fyrir- tækið var ekki tilbúið til að ráða þá þrátt fyrir yfirlýsingar. Ástæðan var að þetta voru að mestu karlmenn," sagði Hjördís. - Hvað ætlar verkalýðsfélagið að gera í framhaldi af þessu? „Við munum ræða við þá um hvort ekki sé einhver möguleiki á að upp- sagnimar verði teknar til baka og við munum leita allra leiða til leysa málið. Þá hefur bæjarfélagið á Höfn beðið um skýringu á uppsögnunum. Samkvæmt kjarasamningi Jökuls eiga félagsmenn forgangsrétt til vinnu á atvinnusvæðinu, það er í A-Skaftafellssýslu.“ Á fundinum var samþykkt heimild til stjómar og trúnaðarráðs um verk- fallsboðun. Bjöm Grétar Sveinsson hættir nú störfum hjá Jökli eftir 8 ára farsælt formannsstarf og vom honum færðar þakkir. Hjördís Sigur- þórsdóttir, sem unnið hefur með Bimi Grétari í stjóm í 3 ár, var boð- in velkomin til starfa sem formaður. Firmakeppni Smára 1 Ámessýslu: Gunnar á Frasa sigraði Uppboð á lausafé Eftir kröfu Magnúsar M. Norðdahl hdl. vegna Lífeyrissjóðs Iðju, fer fram uppboð á 2 reykofnum, tegund Sotra, föstudaginn 14. maí nk. kl. 10.30 þar sem ofnarnir eru staðsettir að Fiskislóð 88 taldir eign Síldarrétta hf. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK Uppboð á lausafé Eftir kröfu Lögheimtunnar vegna Sjóvár-Almennra hf. og Frjálsrar fjölmiðl- unar hf., Lögmanna Hamraborg v/O. Johnson og Kaaber hf. og Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, fer fram uppboð á lausafé Blikksmiðjunnar Benna hf„ sem staðsett er að Skúlagötu 34, föstudaginn 14. maí nk. kl. 11.00. Plötu- vals, teg. Festa, 1,25 m að lengd, Lockformer lásavél, Sax-Edwards Lok femnerlásavél, vals suðuvél, 2 laesingavélar fyrir þak og ýmsar blikksmíðavél- ar. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN I REYKJAVÍK Súðavík Nýr umboðsmaður frá 1. maí 1993 Kristján Jónatanson, Nesvegi 3, sími 94-4952 Er landgrunnið blómagarður? Eru krókar vistvæn veiðarfæri? Á að banna troll og dragnót? Fiskifélag íslands auglýsir fund um umhverfisáhrif veiðarfæra. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 8. maí 1993 kl. 14.00 í húsi Fiskifélagsins, Höfn v/lng- ólfsstræti. Einar Hreinsson sjávarútvegsfræðingur og Sveinbjörn Jónsson sjómaður verða frummælendur. Allir áhugamenn um sjávarútvegsmál eru hvattir til að mæta. Sigurvegarinn Gunnar Egilsson á Frasa. DV-mynd Sigmundur Sigmundur Sigurgeiisscai, DV, Húðum; Félagar í Hestamannafélaginu Smára í Ámessýslu héldu sína ár- legu firmakeppni 1. maí í Árnesi. Margir keppendur mættu til leiks þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Það varð þó ekki raunin og skein sól á knap- ana, að minnsta kosti öðru hverju. Úrslit urði þessi: Unglingaflokkur: 1. Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir á Nakka, 8 vetra. Hún keppti fyrir Brunavam- ir Hrunamanna og Gnúpveija. 2. Áslaug Harðardóttir á Rán, 10 vetra. Keppti fyrir Félagsbúið Miö- felli. 3. Anna Björk Hjaltadóttir á Krapa, 8 vetra. Keppti fyrir Garðyrkjustöð- ina Laxárhlíð. Flokkur fullorðinna: 1. Gunnar Egilsson á Frasa, 10 vetra. Keppti fyrir Reykhöliina Eystra- Geldingaholti. 2. Ástrún Davíðsdóttir á Þrasa, 8 vetra. Keppti fyrir Búnaðarfélag | Skeiðamanna. Hólmavík: Sjósókn erf ið vegna ógæfta Guðfinnur Finiibogasan, DV, Hólmavík: Veiðum á innfjarðarækju lauk hjá Hólmavíkur- og Drangsnesbátum laust fyrir síðustu mánaðamót. Þrátt fyrir að magnminnkun yrði um 250 tonn frá fyrri árum, eða 750 tonn á móti 1000 tonnum, tók það mun lengri tíma nú að ná þessum afla. Bæði var að veður var afar erfitt til sjósóknar allan tímann og minna um rækju á hefðbundinni veiðislóð. Þurfti því lengra að fara en fyrr. Stærri bátar hafa verið tilbúnir til veiða á úthafsrækju um nokkum tima en stöðugar ógæftir hafa gert mörgum sjómanninum erfitt fyrir og hafa þeir ekki enn komist út. Frímerkjasafnarar: Sjóðþurrðin kærð til RLR Fjárdráttur sá sem átti sér stað hjá félögum frímerkjasafnara og greint var frá í DV fyrir skömmu hefur verið kærður tíl Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Gjaldkera Félags íslenskra frí- merkjasafnara og Landssambands frímerkjasafnara, sem dró sér sam- tals 5 milljónir úr sjóðum félag- anna, var gefinn frestur til 28. sein- asta mánaðar til að greiða pening- ana til baka en nýtti sér ekki þann möguleika. Máliö var sent RLR fyr- ir skömmu og er nú til rannsóknar þar. -pp 3. Rósmarie Þorleifsdóttir á Glöggi 9 vetra. Keppti fyrir Félagsbúið Efri- Brúnavöllum. Fiskifélag íslands Bette Midler leikur Dixie sem ferðast á milli á vígstöðvunum og skemmtir dátunum með oggríni. Með henni er Eddie Sparks (James aðstoðar í gegnum Við fylgjumst með þeim af og gleði. -fyrirþig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.