Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 39 Meiming Laugarásbíó - Flissi læknir: Hláturinn lengir lífið Þótt Dr. Giggles sé hvorki frum- leg né spennandi þá er hún með skárri hryUingsmyndum sem hafa komið í bíó undanfarna mánuði sem segir kannski meira um það hvers lags myndir hafa verið að berast hingað. Dr. Giggles er enn einn brjálæð- ingurinn sem eltist við ungt fólk, drepur það á eins frumlegan hátt og mögulegt er og segir nokkrar vel valdar setningar á meðan. Dr. Giggles byrjar myndina á því að flýja frá geðveikrahælinu sem hann er eflaust búinn að vera á meirihlutann af ævinni. Hann á harma að hefna í smábæ einum þar sem pabbi hans var læknir. Þar ræðst hann að dæmigerðum hópi táninga sem fá nokkur dæmigerð táningaatriði áður en þeir fara að týna tölunni. Dr. Giggles er með fuUa tösku af skemmtUegum morð- tólum og hefur undirbúiö alveg sérstakan dauðdaga fyrir hvem og einn. Myndin er dáUtið óhugguleg því læknirinn er hinn versti fantur og myndin dregur ekkert undan læknisfræðUegum tilraunum hans á hinum lifandi. Húmorinn verður því grátt gaman eins og það á að vera. í hryllingsatriðunum er yflrleitt meira gefið í skyn en beinlínis sýnt en þó eru einstaka atriði sem ganga eins langt og hægt er (breUumar eru mjög góðar). Larry Drake (Benny í L.A. Law) gerir lækninn nógu sannfær- andi klikkaðan en fómarlömbin em afskaplega venjuleg, það venjuleg að maður á í fyrstu ekki von á aö þeirra bíði eins hrottalegur dauðdagi og raun verður á. Dr. Giggles (Band. 1992). 95 min. Handrit: Manny Coto, Graem Whiffler. Leikstjórn: Coto. Leikarar: Larry Drake, Holly Marie Combs, Cliff DeYoung, Glenn Qulnn, Ki- eth Diamond. Larry Drake leikur Flissa lækni. Hann er hér á myndinni ásamt einu fórnarlambi sínu. Kvikmyndir Gísli Einarsson Hnyttni um lífið ogtilveruna Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út fimm smábækur með skemmti- legum ummælum úr ýmsum áttum um lífið og tilveruna. Era þær greini- lega ætlaðar til gjafa. Ein er um hjónabandið, önnur um foreldra og börn, hin þriðja um hstina að lifa, hin fjórða um konur og kærleika og hin fimmta um kossa, ást og afbrýði. Bækurnar era allar prentaðar og bundn- ar í Singapore en Torfi Jónsson sá um útgáfu fjögurra þeirra (umsjónar- manns er ekki getið í einni). Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson Brosa má að mörgum athuga- semdum í þessum bókum. „Þegar konur kyssast, minnir það mig allt- af á hnefaleikara, sem takast í hendur, áður en bardaginn hefst,“ sagði bandaríski orðsnillingurinn H.L. Mencken í bókinni um kossa, ást og afbrýði. „Að reyna að útskýra vald ástarinnar er likast því að bera ljós út í skólskin," sagði Robert Burton. „Nokkrar stórfenglegustu ástar- sögur, sem ég hefi kynnst, hafa aðeins haft einn þátttakanda," segir hnytt- inn maður, óþekktur. Listin að hfa er vandlærð, eins og fram kemur í verkinu, sem henni er helgað. „í þessum heimi okkar verður maðurinn annaðhvort hamar eða steðji,“ sagði Longfellow. „Lífið er gáta, - lausnin er á bakhhð þess,“ sagði sænski kýmnisagnahöfundurinn Storm-Petersen og minnir sú lífs- speki óneitanlega á kveðskap Steins Steinarrs. „Lífskúnstnerar lifa ekki lengur en aðrir - en betur," segir á einum stað, og dettur okkur þá strax í hug hin fræga vísa Jónasar um langlifi og skammlífi. „Sé manni ekki ljóst, í hvaða höfn skuh halda, er enginn vindur sá rétti,“ sagði róm- verski spekingurinn Seneca. „Við eigum ekki að biðja um léttari byröar, heldur sterkari bök,“ sagði Theodore Roosevelt. Skemmtilegastar þóttu mér bækumar um hjónabandið og börn og for- eldra. „Sérhver maöur hefur rétt til að velja sér sína eigin stjórn, dökk- hærða, ljóshærða eða rauðhærða," sagöi ónefndur höfundur. „Þegar ég gifti mig í síðasta sinn, var ég orðinn það fuhorðinn, að gestimir köstuöu hormónapihum á eftir mér í stað hrísgrjóna," sagði gárunginn Groucho Marx. „Ungbarn í húsinu er ágætt dæmi um minnihlutastjóm," sagði ókunnur höfundur. „Maður trúir því aðeins á erfðir, að maður eignist greind böm,“ sagði James Mason. Freistandi er að halda thvitnunum áfram, en hér verður að láta staðar numið. Þessar fimm smábækur Skjaldborgar hafa auðvitað sínar tak- markanir. Þýðingarnar era ekki ahtaf næghega liprar og gaman hefði vissulega verið að drýgja þær með thvitnunum í íslendinga sem sagt hafa margt spaklegt og skemmthegt um lífið. Sums staðar getur líka að Uta almælt tíðindi. Þetta era þó frambærhegar gjafabækur, hæfhega Utl- ar og ódýrar. Nokkur orð um konur og kærleika, Nokkur orö um kossa, ást og afbrýði, Nokkur orö um listina aö lita, Nokkur orð um foreldra og börn, Nokkur orö um hjónabandið. Skjaldborg, án ártala. ________________Afmæli Einar Jónsson Einar Jónsson skipaeftirUtsmaður, Háaleitisbraut 55, Reykjavík, er sex- tugurídag. Starfsferill Einar fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp tíl átján ára aldurs en fluttist þá tíl Reykjavíkur ásamt for- eldramsínum. Einar stundaði sjó á bátum og tog- urum, fyrst frá Bolungarvík og síð- an frá Reykjavík. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1957. Ári síðar réð hann sig 2. stýri- mann á togarann Karlsefni, varð 1. stýrimaður þar 1961 og skipstjóri 1963. Árið 1965 tók Einar sér hlé frá sjó- mennsku einn vetur en fór svo aftur th sjós og var á hinum ýmsu bátum th ársins 1972. Þá réð hann sig 1. stýrimann á skuttogarann Ögra frá Reykjavík og leysti af sem skipstjóri thársins 1985. Frá árinu 1985 hefur Einar starfað í landi og gegnt stöðu skipaeftirhts- manns hjá SigUngamálastofnun rík- isins. Fjölskylda Einar kvæntist 10.10.1956 Vera Einarsdóttur, f. 21.4.1938 á ísafirði, verslunarmanni. Hún er dóttir Ein- ars M. Kristjánssonar vélstjóra og Aðalbjargar Bjamadóttur húsmóð- ur. Þau eru bæði látin. Böm Einars og Veru eru: Þorgerð- ur Jóhanna, f. 24.1.1957, húsmóðir, gift Snorra Harðarsyni sjómanni, búsett í Bolungarvík og eiga þau þrjú böm; Ólafur, f. 6.6.1960, stýri- maður, kvæntur Sólveigu Bjöms- dóttur, búsett í Reykjavík og eiga þau tvö böm; Hrönn, f. 11.4.1962, húsmóðir, gift Óskari Bjartmarz sjó- manni, búsett á Selfossi og eiga tvö böm; og Jón, f. 2.12.1967, starfsm. hjá Flugleiðum, kvæntur Bára Agn- esi Kethsdóttur hjúkranamema, búsett í Reykjavík og eiga þau einn son. Faöir Einars var Jón Guðfinns- son, f. 11.9.1911 d. 15.12.1979, skip- stjóri. Móðir Einars er Þorgerður Einarsdóttir, f. 21.4.1913, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Guðfinns, formanns og b., Einarssonar, að Litlabæ í Skötufirði, Hálfdánssonar, prófasts á Eyri í Skutulsfirði. Móðir Jóns var Hahdóra, dóttir Jóhanns, b. á Rein í Skagafiröi, Þorvaldssonar og k.h. Einar Jónsson. Ingibjargar Guðmundsdóttur. Þorgerður er dóttir Einars, for- manns í Bolungarvík, Hálfdánsson- ar, b. á Hesti, Einarssonar, b. og hreppstjóra á Hvítanesi, Hálfdáns- sonar, prests og síðar prófasts á Eyri í Skutulsfirði. Móðir Þorgerðar var Jóhanna, dóttir Einars frá Kleif- um, Jónssonar, á Folafæti og síðar á Kleifum, Jóhannessonar og k.h. JóníuJónsdóttur. Einar verður aö heiman á afmæl- isdaginn. Sviðsljós Gestakokkar á Munað arhóli Eigendur Munaðarhóls, Inga Sigríður þjónn og Hjörtur Frímannsson mat- reiðslumaður, ásamt Oddnýju Freyju, starfsmanni Munaðarhóls, og gesta- kokkunum. DV-myndir Sigrún Björgvinsdóttir Sigrún Bjögvmsdóttir, DV, Egilsstöðum: í Fellabæ á vesturbakka Lagar- fljóts er líthl og vinalegur matsölu- staður með glæsilegu útsýni yfir Lag- arfljót og Eghsstaðabæ. Staðurinn heitir MunaðarhóU en hét áður Sam- kvæmispáfinn. Þeir era framlegir í nafngiftum eystra. En hvað um það. Á Munaðarhóli er hægt að fá gott í svanginn og í vetur hafa þrisvar komið gestakokkar með framandi rétti frá fiarlægum löndum. Eina helgi í apríl komu tveir eldfiöragir ítalskir meistarar og buðu að sjálf- sögðu upp á ítalskan veislumat. Og meira en það. Þeir skemmtu gestum með ljúfum lögum auk þess sem Árni Isleifs, sá þekkti djassgeggjari, lék dinnermúsik. AUt stuðlaði þetta að því að gestir Árni ísleifs lék fyrir gesti. áttu sannarlega notalega stund á meðan húmið féU á grágrænt fljótið. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRflÐfl A VALDA ÞÉR SKflÐfl! Toyota Corolla Touring GLI, árg. 1991, vinrauöur, meö öllu. Verö kr. 1.290.000 stgr. MMC Pajero, bensin, árg. 1987, hvit- ur. Verð kr. 950.000 stgr. MMC Lancer GLX hlaðbakur, árg. 1990, blár, 5 gíra o.fl. Verö kr. 840.000 stgr. MMC Lancer station 4WD, árg. 1987, hvitur. Verö kr. 620.000 stgr. BIIASAIA ^^HEyKJAVÍKUR Bílasala Reykjavíkur, Skeifunni 11, s. 67 88 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.