Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 A&næli Stella F. Guðmundsdóttir Stella Fanney Guðmundsdóttir, húsmóðir og fyrrum fiskvinnslu- kona, Dalbæ í Súðavík við Álfta- fjörð, verður sjötug á morgun, þann 7.maí. Starfsferill Stella fæddist í Drangavík í Árnes- hreppi, Ströndum, ólst þar upp og hlaut þar farskólamenntun. Eftir að Stella gjftist Birni bjuggu þau fyrst í Drangavík en hófu bú- skap í kringum 1950 að Garðsstöð- um í Ögurhreppi. Ári síðar fiuttu þau að Sebalandi í Álftafirði og hófu þarbúskaþ. Stella starfaði við fiskvinnslu í Frystihúsi Súöavíkur til margra ára, ásamt því að sinna bústörfum. Árið 1972 minnkuðu þau við sig búið og fluttust að Dalbæ í Súðavík við Álftafjórð og búa þar enn. Fjölskylda Stella giftist 1942 Birni Jónssyni, f. 21.8.1912, bónda. Hann er sonur Jóns Björnssonar smiðs og Guð- bjargar Kristmannsdóttur húsmóð- ur. Þau bjuggu fyrst á Skarðseyri en síðar í Norðurfirði á Ströndum. Börn Stellu og Björns eru: Guð- björg, f. 27.2.1943, húsmóðir og starfsm. í Hagkaup í Reykjavík, gift Jóni Trausta Karlssyni, f. 25.9.1939, verkamanni í Vélamiðstöðinni og eiga þau tvö börn og þrjú barna- börn. Fyrir átti Guðbjörg þrjú böra og fj ögur barnabörn með Sigurði Magnússyni, f. 16.7.1938; Margrét Matthildur, f. 19.10.1945, húsmóðir í Kópavogi, gift Kristjáni Einars- syni, f. 14.1.1940, bifreiðastjóra og eiga þau fimm börn og þrjú barna- börn; Jón Guðmundur, f. 6.12.1946, verslunarmaður á Höfn í Horna- firði, kvæntur Guðbjörgu Jónu Sig- urðardóttur, f. 28.1.1948, og eiga þau fimm börn og fimm barnabörn; Jón- bjöm, f. 18.2.1948, bifreiðastj. og þungavinnuvélasrj. á Súðavík, kvæntur Ásthildi Jónasdóttur, f. 27.6.1950, húsmóður og eiga þau fhnrn börn og þrjú barnabörn; Krist- ín, f. 1.9.1949, húsmóðir og verslun- arm. á ísafirði, gift Hafsteini Eiríks- syni, f. 11.5.1946, rafvirkja og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Guðrún Sigríður, f. 18.3.1952, hús- móðir í Djúpavogi, gift Guðlaugi Valtýssyni, f. 20.10.1953, rafveitu- stjóra og eiga þau tvö börn; Haf- steinn, f. 9.7.1954, bifreiðastj. í Hafn- arfirði, kvæntur Þorbjörgu Ragn- arsdóttur, f. 20.4.1960, húsmóður og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Haf- steinn tvö börn með Kristínu Álf- heiði Arnórsdóttur, f. 16.9.1960; og Steinunn Kolbrún, f. 9.10.1955, hús- móðir í Stöðvarfirði, gift Kára Heið- ari Kristinssyni, f. 26.6.1953, og eiga þauþrjúbörn. Systkini Stellu eru: Sigmundur Kristberg, nú látinn, var kvæntur Kristínu Jónsdóttur og eignuðust þau þrjú börn; Karl Georg Aðal- steinn; Arthur Herbert, nú látinn; Andrea, gift Kristni Jónssyni og eignuðust þau sjö börn; Jón Ingi- mar; Magnús Guðbjörn, var kvænt- ur Sonju Daníelsdóttur sem nú er látin og eignuðust þau þrjú börn; Aðalheiður, gift Róberti Sigurjóns- syni og eignuðust þau sex börn; Stella Fanney Guðmundsdóttir. Ásta Minney, var gift Halldóri R. Júlíussyni sem nú er látinn og eign- uðust þau sjö börn; og Viktoría Kristín en hún á eitt barn. Foreldrar Stellu voru Guðmundur Guðbrandsson, f. 7.11.1888 d. 23.5. 1972, b. Drangavík og síðar að Svart- hamri og Ingibjörg Sína VUhelmína Guðmundsdóttir, f. 28.9.1893 d. 22.1. 1977, húsmóðir sama stað. Stella tekur á móti gestum á heim- ili sínu laugardaginn 8. maí. Guðmundur lind Egilsson Guðmundur Ldnd Egilsson bifreiða- stjóri, Kveldúlfsgötu 9, Borgarnesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Borgarnesi, ólst þar upp og hefur búið þar alla tíð. Hann stundaði þar ýmis störf til sjávar og sveita en undanfarin þrj á- tíu ár hefur hann starfað hjá Kaup- félagi Borgfirðinga og frá árinu 1972 annast mjólkurflutninga frá Mjólk- ursamlagi Borgflrðinga til Reykja- víkur. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 19.7.1969 Kristínu Halldórsdóttur, f. 6.5.1948, starfsmanni hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga en hún er 45 ára í dag. Kristín er dóttir Halldórs Finns Klemenzsonar og Áslaugar Þor- steinsdóttur, fyrrum bænda á Dýra- stöðum í Norðurárdal en nú vist- fólks á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Börn Guðmundar og Kristínar eru: Áslaug Lind, f. 24.6.1970, ensku- nemi í HÍ; Halldór Lind, f. 26.5.1971, líffræðinemi í HÍ; Jóhanna Lind, f. 16.5.1978; og Kristinn Lind, f. 5.3. 1980, bæði nemendur í grunnskóla Borgarness. Hálfsystir Guðmundar er Sóley Lind, f. 20.4.1937, var gift Arafinn Joensen sem nú er látinn og eignuð- ustþautvöbörn. Alsystkini Guðmundar eru: Ólaf- ur Páll Lind, f. 16.8.1939, b. Hunda- stapa, kvæntur Ólöfu Guðrúnu Guðmundsdóttur og eiga þau fimm börn; Hilmar Lind, f. 13.8.1940, starfsm. Hitaveitu Borgarness; Kristinn Lind, f. 7.10.1941, b. Örn- ólfsdal, kvæntur Iðunni Jómunds- dóttur og eiga þau fjögur börn; Páll Lind, f. 14.6.1944, starfsmaður Vír- nets hf.; Rannveig Lind, f. 12.3.1945, starfsm. LÍN, var gjft Elíasi Elías- syni og á með honum fj ögur börn; Þorbergur Lind, f. 8.10.1947, bif- reiðastjóri, var kvæntur Guðríði Vattnes og á með henni eitt barn; Sigrún Lind, f. 8.11.1948, hjúkrunar- fræðingur, gift Magnúsi Ingólfssyni og eiga þau fjögur börn; Eygló Lind, f. 27.6.1950, húsmóðir, gift Róbert Crosby og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Eygló Lind fimm börn með Sig- urði Sigurðssyni; SonjaLind, f. 12.9. 1951, húsmóðir í Englandi, gift Peter Carter; Sólrún Lind, f. 2.3.1953, starfsm. Mjólkursamlags Borgar- ness og á hún eitt barn; Hans Lind, f. 20.7.1957, vélstjóri, kvæntur Guömundur Llnd Egilsson. Sveinbjörgu Stefánsdóttur og eiga þau tvö börn; og Jenný Lind, f. 14.2. 1959, snyrtifræðingur, gift Gunnari Ringsted og eiga þau tvö börn. Faðir Guðmundar var Egill Páls- son, f. 6.9.1912 á Búöum á Snæfells- nesi d. 7.8.1992, verkamaður í Borg- arnesi. Hann var sonur Páls Péturs- sonar og Guðveigar Guðmundsdótt- ur. Móðir Guðmundar er Jóhanna Lind Pálsson, f. 11.9.1916, húsmóðir frá Svinoy í Færeyjum. Guðmundur tekur á móti gestum í Félagsbæ í Borgarnesi föstudaginn 7.maíámillikl.20og23. Fanney Júdit Jónasdóttir Fanney Júdit Jónasdóttir húsmóðir og nú búsett á Dvalarheimilinu Hlíf á ísafirði, er áttræð í dag. Starfsferill Fanney fæddist á Sléttu í Sléttu- hreppi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hún flutti til Isafjárðar 1938. Þar stundaði hún lengst af ýmsa vinnu utan heimilisins jafnhliða húsmóðurstörfunum. Fjölskylda Fanney gjftist 7.10.1944 Ingólfi Lárussyni, f. 18.9.1904, d. 3.2.1989, lengst af matsveini til sjós og síðar fiskvjnnslumanni. Hann var sonur Lárusar Maríssonar frá Langeyja- nesi í Dalasýslu og Margrétar Bene- diktsdóttur frá Kirkjubóh i Langa- dal í ísafjarðardjúpi. Fanney var seinni kona Ingólfs. Hann hafði átt þrjú börn með fyrri konu sinni sem var látin. Þau eru Hörður, f. 1932, bifreiðastjóri í Hafn- arfirði, og á hann þrjú börn en Hörð- ur ólst upp hjá Ingólfi og Fanneyju; Erling Guðmundur, f. 1933, d. 1937; Inga Guðbjörg, f. 1935, húsmóðir í Bolungarvík og á hún fimm börn. SystkiniFanneyjar: Sigurjóna Guðmundína, f. 14.1.1903, d. 9.9. 1954, húsfreyja í Stakkadal og síðar á fsafirði, móðir Rannveigar Guð- mundsdóttur alþingismanns; Þor- valdína Agnborg, f. 5.3.1906, lengst af húsmóðir á ísafirði, móðir Brynj- ólfs Sigurðssonar, prófessors í við- skiptafræði við HÍ; Margrét Soffia Jakobína, f. 14.9.1915, húsmóðir; Kristján Gunnar Sveinn, f. 8.4.1918, nú látinn, búfræðingur og húsa- smiður; Brynhildur, f. 8.5.1920, ljós- móðiráísafirði. Foreldrar Fanneyjar voru Guð- mundur Jónas Dósóþeusson, f. 6.10. 1871, d. 25.7.1949, b. og búfræðingur í Görðum, á Sléttu og í Stakkadal og síðast á ísafiröi, og Þórunn Jó- hanna Brynjólfsdóttir, f. 16.1.1884, d. 2.6.1979, húsfreyja. Ætt Guðmundur Jónas var sonur Dósóþeusar, b. í Görðum Her- mannssonar. Móðir Jónasar var Margrét Sturludóttir, hreppstjóra í Görðum í Aðalvík, Bárðarsonar, b. á Hóh í Bolungarvík, Sturlusonar. Móðir Bárðar var Ingibjörg Bárðar- dóttir, b. í Arnardal Dlugasonar, ættföður Arnardalsættarinnar. Móðir Sturlu í Görðum var Stein- unn Jónsdóttir, b. í Meiri-Hhð í Bol- ungarvík, Jónssonar, formanns í Arnarbæh á Fellsstönd, Arasonar, þess er náði landi við Skor er Egg- ert Ólafsson fórst á Breiðafirði. Þórunn Jóhanna var dóttir Brynj- ólfs, b. á Látrum, Búðum og á Sléttu, i ..... wmtmimmm Fanney Júdit Jónasdóttir. Þorsteinssonar, b. á Atlastöðum Snæbjörnssonar, b. í Tungu í Skut- ulsfirði, Jónssonar, b. í Tungu, Kol- beinssonar, b. á Ósi í Bolungarvík, Snæbjarnarsonar, b. á Meiri-Bakka, Hákarla-Kolbeinssonar, b. í Grunnavík. Móðir Þórunnar var Ingibjörg Hermannsdóttir, b. á Sléttu, Sigurðssonar, bróður Sig- urðar langafa Árna, fyrrv. fram- kvæmdastjóra SH og Jóns Hjartar, fóður Finnbjörns, prentara og fram- kvæmdastjóra og Hjartar, fyrrv. aðalféhirðis Ferðaskrifstofu ríkis- ins, fóður Sveins Hjartar, hagfræð- ingsLÍÚ. Fanney verður að heiman á af- mæhsdaginn. Til hamirigju meö daginn 6. mai 95 ára Anna Guðmundsdóttir, Byggðavegi 137, Akureyri. Kalastaöakoti, Hvalfiaröarstrandar- hreppi. Vilhjálmur Ólafsson, Ölduslóð 46, Hafoarflröi. 50 ára 85 ára Jónína Árnadóttir. Egusgötu 2, Borgarnesi. Jónína tekur á mótí gestum í Félagsbæ í Borg- arnesi laugar- daginn 8.5. trá kl. 14.00 ttl 18.00. Karólína Jóhannesdóttir, ÞlngvaUastræh' 27, Akureyri. 80 ára Elín Asa Jónsdóttir, Hring&raut 57, Keflavik. Guðbjörg Guðmundsdúltir, Tunguseli 10, Reykjavík. Kakrl Bessadóttir, Hraunbæ 22, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jó- hannes Ingi Frið- þjófsson en hann varðflmmtugurí januarsL RakelogJóhann- es Ingi ætla að taka á roóti gestum í Ármúla 40, fl. hæð, sal DSVR, í dag kl. 20.00-23.00. Eyjólfur Kristjúnsson, WBðgaeðii Gefðahreppi. 75 ára 40 ára Kristófer Snæbjörnsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjayík. 70 ára Ásta Jón.sdó ttir, Hateigi, Borgarfiarðarhreppi. 60 ára Bjarni 3. Krtstjánsson, Heiðarbraut 29 c, Keflavik. Guðrún S vurrisdó t lir, Ystabæ 1, Reykjavík Stoinunn Sigríður Jakobsdóttir, Stóragerði 26, Reykjavík. Hjðrtur Aðalsteinsson versltmarmaður, Veghúsum 31, Reykjavik. Guðmundur Guðmundsson, Vogabraut 32, Akranesl. Sigurbjðrg Márusdótttr, Eggert Snorri Símonsen Eggert Snorri Símonsen, veggfóður- og dúldagningarmeistari, til heimil- is að Smyrilshólum 4, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Eggert fæddist í Reykja vík og átti þar heima fyrstu tvö árin en flutti tveggja ára með foreldrum sínum í Stykkishólm þar sem hann ólst upp fram að fermingu. Þá flutti fjöl- skyldan til Keflavíkur þar sem hann gekk í unglingaskóla. Eggert fiutti til Reykjavíkur 1961 en tveimur árum síðar fór hann í Iðnskólann í Reykjavík og hóf nám í veggfóðrun og dúklagningu. Hann lauk sveinsprófi 1967 og fékk meist- araréttindil970. Fjölskylda _ Eggert kvæntist 24.5.1964 Brynju Ágústsdóttur, f. 17.2.1944, verslun- arkonu. Hún er dóttir Ágústs Inga Guðmundssonar, sjómanns í Vest- mannaeyjum sem nú er látinn, og Sigrúnar Árnadóttur, starfsmanns við Sjúkrahús Selfoss. Fósturfaðir Brynju er Bárður Vigfússon, bif- reiðasrjóri á Selfossi. Börn Eggers og Brynju eru Ottó Wilhelm Eggertsson, f. 17.9.1961, verslunarmaður i Reykjavík, kvæntur Rut Guðmundsdóttur hús- móður og er sonur þeirra Andri Fannar Ortósson, f. 22.3.1982; Sig- rún Bára Eggertsdóttir, f. 27.4.1965, hárskeri í Reykjavík og eru börn hennar Brynja Dögg Ólafsdóttir, f. Eggert Snorri Símonsen. 10.6.1986 og Arnór Óh Ólafsson, f. 1.5.1988; Hafdís LindaEggertsdóttir, f. 1.4.1967, húsmóðir í Reykjavík, gift Magnúsi Geir Gunnarssyni kaupmanni og eiga þau tvö börn, Eggert Aron Magnússon, f. 4.7.1990 og óskírða Magnúsdóttur, f. 22.4. 1993; Þórunn Marsibil Eggertsdóttir, f. 4.4.1972, nemi í Reykjavík en unn- usti hennar er Böðvar Bjarki Þor- valdssonnemi. Eggert á fjórar systur sem allar eru búsettar í Bandaríkjunum. Foreldrar Eggerts: Ottó Vilhelm Símonsen, f. 19.9.1916, ,d. 27.8.1979, verkamaður í Stykkishólmi og í Keflavík, og Emílía Símonsen, f. 13.5.1920, húsmóðir, nú búsett hjá Eggert. Eggert og Brynja taka á móti gest- um að Skipholti 70 milli kl. 18.00 og 21.00 á afmæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.