Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 6. MAI1993 45 Dýrin i Hálsaskógi. Dýrin í Hálsa- skógi Þjóðleikhúsið verður með aukasýningu í dag á barnaleikrit- inu um Dýrin í Hálsaskógj. Það eru sextán ár síðan verkið var síðast tekið til sýninga og naut þá, sem nú, fádæma vinsælda. Sagan er alkunn, söngvana þekkja allir og persónurnar hafa verið heimilisvinir áratugum saman; Lilh klifurmús, Mikki ref- ur, Marteinn skógarmús, héra- stubbur bakari, bangsamamma Leíkhús og bangsapabbi og öll hin dýrin sem vilja lifa í friði í skóginum sínum. Með helstu hlutverk fara Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Erlingur Gíslason, Guðrún Þ. Stephensen, Sigurður Skúlason, Þóra Friðriksdóttir, Hilmar Jóns- son, Ragnheiður Steindórsdóttir og fleiri. Sýningar í kvöld: Dýrin í Hálsaskógi. Þjóðleikhúsið Stræti. Þjóðleikhúsið Sigmund Freud eftir Victor Kraus. Draumar Freuds Sigmund Freud, einhver áhrifa- mesti hugsuður 20. aldar, fæddist á þessum degi árið 1856. Dráuma- túlkunarbók hans var sú fyrsta sem hann fékk útgefna og að margra mati hin merkilegasta. Blessuð veröldin Fyrsta upplagjð, 600 eintök, var samt átta ár að seljast upp og fyr- ir það fékk Freud rétt rúmlega 100 pund! Einkakennsla Franski heimspekingurinn René Descartes var einkakennari Kristínar Svíadrottningar. Gyðingavænn Hitler! Kokkur Hitlers var gyöingur! Þrælahald í upphafi sautjándu aldar var yfir 1000 evrópskum börnum rænt og þau seld í þrældóm til Bandaríkjanna. Allirígufu! Tahð er að það sé yfir hálf miUj- ón gufubaða í Finnlandi! Færðá vegum Flestir vegir landsins eru færir þótt víða sé talsverð hálka. Nokkrar leiðir voru þó ófærar snemma í Umferðin morgun. Það voru meðal annars Eyr- arfjall, Gjábakkavegur, Bratta- brekka, vegurinn milli Kollafjarðar og Flókalundar, Dynjandisheiði, Hramseýrarheiði, Lágheiði, Öxar- fjarðarheiði og Mjóafjarðarheiði. Víða um landið eru öxulþungatak- markanir sem í flestum tilfellum miðast við 7 tonn. o Ófæri 1 DD ?á'!a09JniÓr ÍYlPunglært *—* án fynstööu LLJ HHálka og __takma skafrenningur [^J ófært P Öxulþunga- takmarkanir xszt? Hlunkarnir á Plúsinum í kvöld: Trúbadorarnir í Hlunkunum I kvötó ætíar tríóið Hlunkarair að mæta á PMsinn og leika og syngjafyrir mannskapinn. Plúsinn er gamli Púlsinn sem sMpti um eig- endur og jafnframt breyttist nafh Skerrmitanalífið staöarins Iítillega. Tríóið Hlunkarnir leikur og syngur lög eftir bæði sjáJft sig og aðra merka mehn en hljómsveitín er skipuð þeim Guðna B. Einars- syni og Ómari Diðrikssyni, sem komust báðir í úrslit í keppninni Trubadorinn 1993 í Ölkjallaranum, ásamt Pétri Péturssvni sem leikur á bassa. Tónleikar Hlunkanna hefjast um klukkan 22 og lýuur um klukkan eitt eför miðnætti. Hlunkarnir Guðni B. Einarsson, Omar Diðriksson og Pétur Pétursson. Hreyfingar stjarna Kortið sýnir muninn á færslu fastastjarna og reikistjarna. Efri myndin sýnir afstöðu fjögurra stjarna og sú neðri afstöðu þessara sömu stjarna mánuði síðar. Reiki- srjarnan breytti mest um stöðu vegna Stjörnurnar hringhreyfingar sinnar um sólina. Fastastjörnurnar hafa færst lítillega og er það vegna hreyfingar jarðar- innar um sólu. Allar stjörnur hreyfast á himnin- um frá jörðu séð. Sú hreyfing, sem við sjáum, er þó nær eingöngu vegna hreyfingar jarðarinnar. Stjörnurnar eru svo gríðarlega langt í burtu að hreyfingar þeirra mælast ekki nema á mjög löngum tíma. Reikistjörnurn- ar eru það nálægt að hreyfingar þeirra sjást. Jörðin snýst einn snúning um sjálfa sig á sólarhring og því viröast srjörnur himinsins ferðast einn hring á himninum á sólarhring. Jörðin snýst einnig einn hring um- A miðnætfí 1. maf Á miðnættí 1. júní EHay hverfis sólu á einu ári. Af þeim sök- um virðast stjörnurnar færast frá austri til vesturs eftir því sem Uður á árið. Sólarlág í Reykjavík: 22.08. Sólarupprás á morgun: 4.39. Síðdegisflóð í Reykjavik: 18.38. Árdegisflóð á morgun: 6.58. Lágfjara er 6-6 'A stundu eftir háflóð. Heimild: Almanak Þjóðvinafélagsins. IIHIIMIM —¦¦—¦P—— IngunnogDan Sommer eignast dreng Inguhn Gísladórör og Dan Soin- mer eignuðust þennan pilt á Barndagsins Landspítalanum annan þessa mán- aöar. Við fæðingu vó hann 3012 grömm og mældist 48 sentímetrar. Þetta var frumburður þeirra. • -•• • • •••••• ¦••,; •••••••¦••¦ ••• • ••¦¦¦ •:•¦•• • "• ' ••• •• Siðleysi. Siðleysi Regnboginn sýnir nú kvik- myndina Siðleysi eöa Damage. Hún byggjst á skáldsögu Josep- hine Hart sem kom út árið 1989 og var þýdd á átján tungumál. Bókin náði metsölu og var í nírján vikur á toppnum í Bandaríkjun- um. Bíóíkvöld Jeremy Irons leikur hinn vin- sæla þingmann, Stephen Fleming sem allt gengur í haginn hjá. Hann er hamingjusamlega giftur og á von á ráðherraembætti inn- an tíðar. Dag einn kynnir sonur hans glæsilega og dularfulla konu fyrir honum sem kærustu sína. Þau laðast strax hvort að öðru og upphefst siðlaust ástar- samband. Það er Louis Malle sem leik- stýrir myndinni en meðal mynda sem hann hefur stýrt eru Pretty Baby og Atlantic City. Nýjar myndir Háskólabíó: Lifandi Laugarásbíó: FUssi læknir Stjörnubíó: Helvakinn 3 Regnboginn: Siðleysi Bíóborgin: Handagangur í Japan Bíóhöllin: Skíðafrí í Aspen Saga-bíó: Stuttur Frakki Gengið Gengisskráning nr. 84. - 06. mai 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,400 62,540 62,970 Pund 97,884 98,103 98,957 Kan.dollar 49.144 49,254 49,321 Oönsk kr. 10,2672 10,2902 10,2609 Norsk kr. 9,3308 9,3518 9,3545 Sænskkr. 8,5424 8,5616 8.6269 Fi. mark 11,5409 11,5668 11,584« Fra. franki 11,7024 11,7286 11,7061 Belg. franki 1,9197 1,9240 1,9198 Sviss. franki 43,8973 43,9958 43,8250 Holl.gyllini 35,1401 35,2189 35,1444 Þýskt mark 39,4749 39,5635 39,4982 It. Ilra 0,04273 0,04282 0,04245. Aust. sch. 5,6128 5,6254 5,6136 Port. escudo 0,4259 0,4268 0,4274 Spá. peseti 0,5389 0,5401 0,5409 Jap. yen 0,56596 0,56723 0,56299 irsktpund 96,158 96,374 96,332 SDR 88,8819 89,0814 89,2153 ECU 77,1670 77,3401 77,2453 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan / T" 3 t% ^ ? \f 4" /o X li H - I nr™ í r % ~ i Sr Lárétt: 1 dæld, 5 liðamót, 7 þreyttir, 8 mergð, 10 hryðja, 11 sjór, 12 rógur, 13 framagosi, 14 óhreinkir, 16 hismi, 17 vog, 20 þjálfuð, 21 ógna. Lóðrétt: 1 lélegar, 2 mánuður, 3 trufl-' un, 4 vinnings, 5 laupur, 6 hími, 9 hlæja, 15 seinka, 16 skordýr, 18 hreyf- ing, 19 umstang. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 vætt, 5 sóp, 8 afrek, 9 te, 10 neikvæð, 12 dyl, 13 tekk, 15 ið, 16 lat- ar, 18 hnaut, 19 ná, 20 áin, 21 maus. Lóðrétt: 1 vandi, 2 æf, 3 trillan, 4 tekt, 5 skvetta, 6 ótækan, 7 peð, 11 eyðnC" 14 krás, 17 aum, 18 há.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.