Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1993, Síða 36
Frjálst,óháö dagblað FIMMTUDAGUR 6. MAl 1993. Jóhann Geirdal: Sofandahátt- urinn algjör „Þetta eru auðvitað alvarleg tíöindi og munu hafa víðtæk áhrif á öllum Suðurnesjum. Þetta kemur hins veg- ar ekkert á óvart. Samdráttur hefur legið fyrir lengi en menn hafa bara stungið hausnum í sandinn og neitað að trúa því. Ráöamenn áttu til dæm- is að vera búnir að sjá þetta fyrir og gera viðeigandi ráðstafanir. Sofanda- hátturinn hefur verið algjör," segir Jóhann Geirdal, formaður Verslun- arfélags Suðumesja, um fyrirhugað- an niðurskurð á Keflavíkurflugvelli en um 200 manns úr verslunar- mannafélaginu starfa á Keflavíkur- flúgvelli. -Ari „Það er bara eitt orð til yflr þess- ar fréttir. Reiðarsiag. Á Keflavíkur- flugvelli starfar um eitt þúsund manns og langflestir eru í félaginu hjá okkur. Atvinna þessa fólks alls er í hættu ef af þessum mikla niður- skurði á Keflavíkurflugvelli verð- ur. Víð erum nú þegar með 14 pró- sent atvinnuleysi hér svo það geta allir séö hvílíkur voði er hér á ferð- inni f atvinnulegu tilliti,“ sagði Kristján Guðmundsson, formaður Verkaiýös- og sjómannafélags Keflavíkur, um upplýsingar sem borist hafa um að Bandaríkjamenn hyggi á stórfelldan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli á næstunni. „Bandaríkjamenn hafa nánast alfarið séð um rekstur flugvallar- ins. íslendingar hafa reyndar tekið þátt i kostnaði vegna flugumsjónar en slökkviliðið, viðgerðir, hreinsun og fleira sér herinn um. Þarna er því um verulega fjármuni að ræöa en hversu mikla höfum við ekki upplýsingar um,“ segir Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanrík- isráðherra. Gera má ráð fyrir að árlega muni milljarðar króna leggjast á rfkis- sjóð vegna reksturs Keflavíkur- flugvallar hverfi bandariski herinn á brott. i samtali við DV í morgun kvaöst Pétur Guðmundsson flug- vallarstjóri ekki treysta sér til aö metaáhrifln. -sdór/-kaa LOKI Er nú Clinton genginn í Sam- tök herstöðvaandstæðinga? Veðrið á morgun: Stinnings- kaldi eða allhvasst Á morgun verður suðvestanátt, sums staöar stinningskaldi eða allhvasst með skúrum suðvestan- og vestanlands en úrkomulaust að mestu í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 44 TVÖFALDUR1 ■ vinningur BjömBjamason: Öryggishagsmuna verðuraðgæta „Ég er þeirrar skoðunar að varnar- samningurinn við Bandaríkin og að- ildin ' að Atlantshafsbandalaginu verði áfram homsteinar okkar í ör- yggismálum. Við höfum enga sam- bærilega samninga við Evrópurík- in,“ segir Bjöm Bjamason, formaður »—i utanríkismálanefndar. Bjöm segir að hefja verði viðræður við Bandaríkjamenn um hvernig staðið verði að vömum íslands í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavett- vangi. Ljóst sé að íslendingar verði að gæta öryggishagsmuna sinna eins og aðrar þjóðir. Aðspurður sér hann engin teikn um að Vestur-Evrópu- sambandið geti tekið við vömum landsins af Bandaríkjamönnum. -kaa Harður árekstur Harður árekstur tveggja bíla varð á mótum Hafnargötu og Faxabrautar í Keflavík í nótt. —* Lögreglan var kölluð á vettvang og byijaði hún á því að létta af ungum ökumanni annarrar bifreiðarinnar þeirri þungu byrði að hafa ökurétt- indi. Talið er að hann hafi verið í svokallaðri spyrnu og því á mikilli ferð þegar slysið varð. Engin slys urðu á mönnum í árekstrinum en bflamir em mikiö skemmdir. -pp Enn í gjörgæslu Stúlkan frá Seyðisfirði, sem reynt var að bjarga fingri á í veimur skurð- aðgerðum í gær og fyrradag, var enn í gjörgæslu í morgun. Líðan hennar r4b-or eftir atvikum en ekki er enn ljóst hvort tekist hefur að bjarga fingrin- um. -pp Þeir báru sig fagmannlega að Kjartan Kjartansson og Hrafnkell Kjartansson er Ijósmyndari DV hitti þá að störfum við höfnina. Ekki voru þeir þó að meðhöndla snoppufríðasta fiskinn úr lífriki sjávarins. En fegurðin kemur að inn- an, eins og allir vita, enda hrogn grásleppunnar verðmæt útflutningsvara og steinbíturinn getur verið gómsætur sé hann rétt meðhöndlaður. DV-mynd ÞÖK VestQarðagöngin: metra vatnsæð „Þetta er 460 metra handan viö gatnamótin í Botnsdal. Við hittum á þessa stóra vatnsæð og er rennslið núna til að byija með 80-100 htrar á sekúndu. Æðin er þegar orðin 12 metrar á breidd, þó ekki alveg sam- felld. Þetta byijaði af nokkuð miklum krafti, strax í einni sprengingu eða í einni færu, á sunnudaginn. Hver færa er 4,5 metrar að lengd og stór hluti af þessu kom í einni slíkri. Síð- an er búið að sprengja tvær í viðbót. Verktakinn er að reyna að þétta bergið núna með því að dæla inn sementseðju," sagði Bjöm Harðar- son, umsjónarmaður jarðgangagerð- arinnar á Vestfjörðum, í samtah við DV í morgun. Mikið vatnsmagn rennur nú út um gangamunnann við Tungudal eftir að gangamenn lentu á stórri vatns- æð. Vatnið er 9-10 gráða heitt. Sam- tals renna nú um 200 sekúnduhtrar af vatni út um gangamunnann. -OTT Gripinnglóðvolgur Brotist var inn í matvöruverslun við Freyjugötu um klukkan 3 í nótt. Lögreglan brá skjótt við og gómaði manninn inni í versluninni. Maður- inn, sem oft hefur komist í kast við lögin, braut rúðu til aö komast inn í verslunina en gerði í leiðinni vart við sig. -pp T Hafir þú ábendingu eða vitneskju um fiétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bitstjórn - AugíýsSngar - Áskrirt - Dreifing: Sími $$2700 • T .aUtaf á mfövikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.