Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 19
MIDVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 19 Merming Bíóborgin - Sommersby: * * lA Leyndarmál óðalsbóndans Þegar óöalsbóndinn Jack Sommersby (Richard Gere) kemur heim eftir sex ára fjarveru verður uppi fótur og fit í bænum Vine Hill, en hann hafði verið talinn af, enda tvö ár síðan borgarastríðinu lauk, en þar barð- ist hann fyrir suðurríkin. Enginn er jafn hissa á komu hans og eiginkonan Laurel (Jodie Foster) sem hafði lofað að giftast leigu- Uðanum Orin (Bill Pullman) kæmi Sommersby ekki heim að sjö árum Uðnum. Undrun Laurel breytist fljótt Kvikmyndir Hilmar Karlsson í hrifningu þegar hún tekur eftir miklum breytingum sem orðið hafa á Sommersby. í stað ruddafengins drykkjubolta og harðstjóra er Sommersby blíður og tilhtssamur og undrandi eginkonan verður ástfangin áný. í Vine Hill er allt í niðurníðslu, baðmullarræktin, sem var uppistaða atvinnulífsins, er ekki arðbær Ieng- ur og fátt um avinnutækifæri. Sommersby telur bæj- arbúa á að fara að rækta tóbak og atvinnulífið blómstr- ar á nýjan leik. En þessi mikla breyting, sem orðið hefur á Sommersby, gerir það að verkum að sumir fara að velta fyrir sér hvort þetta sé sami maðurinn og yfirgaf Vine Hill fyrir sex árum og ef ekki hver hann sé þá. Söguþráðurinn í Sommersby er ekki ýkja merkileg- ur, gæti verið uppistaða í sápuóperu. En Sommersby er ákaflega vel gerð kvikmynd, falleg og rómantísk, en um leið raunsæ. Richard Gere og Jodie Foster fara vel með aðalhlut- verkhií fiíka ekki um of tilfinningum með dramatísk- um tilburðum heldur halda sig á lágum nótum. En um leið skynjar áhorfandinn ólgu tilfinninganna innra með þeim. Það er aðeins á færi góðra leikara að ná slíkum tökum á persónum. Breski leikstjórinn Jon Amiel (The Singing Detec- tive) hefur ekki fengist við kvikmynd af þessari stærð- argráður en hann er verkefninu vaxinn þótt búast » \ ¦ V ' • JmmmT^ m^Kmm Laurel (Jodie Foster) er ekki alveg örugg um hver eiginmaöur hennar Jack Sommersby (Richard Gere) er í raun og veru. hefði mátt fyrirfram við frumlegri leiksrjórn og sterk- ari einstökum atriðum. Það er einmitt ríin hæga stíg- andi í myndinni sem gerir annars áhugaverða fléttu í sögunni langdregna, en þegar þrengist um Som- mersby tekur myndin vel við sér og það er margt sem kemur áhorfandanum á óvart í lokin. SOMMERSBY Lcikstjóri: Jon Amiel. Handrit: Nlcholas Meyer, byggt á frönsku kvikmyndinni Le Retour de Martin Guerre. Kvikmyndun: Philippe Rousselot. Tónlist: Danny Elfman. Aöalhlutverk: Richard Gere, Jodie Foster, Bill Pullman og James Earl Jones. GAMUR ER GOÐ GEYMSLA Leigjum og seljum gáma af ýmsum stærðum og gerðum: þurrgámar, einangraðir gámar og kæli- gámar. Við bjóðum viðskiptavinum að koma með vöru og geyma í gámum að Höfðabakka 1 í lengri eða skemmri tima. riý þjónusta. ViriPÍUPALLAR Leigjum og seljum mjög létta og meðfærilega ÁL- VIMNUPALLA. Auðveldir og þægilegir í uppsetningu. Sterk framleiðsla. DRÁHARKERRUR OG HÁÞRÝSTISPRAUTUR Leigjum 1 og 2 hásinga dráttarkerrur. Burðarþol allt að 2 tonnum. Háþrýstisprautur, 110 bör, 210 bör og 240 bör. 1 og 3 fasa rafmagnsdælur og bensíndælur til leigu. LYrTARAROGGÁMAGRiriDUR Eigum á söluskrá lyftara og gámagrindur fyrir 20 og 40 feta gáma. Hafið samband. HAFNARBAKKI Höfðabakka 1, 112 Reykjavík S. 676855, fax67324Ö J út í sóBskinið marvinningar í maí Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo Flug og gisting í tvcer ncetur Andblær miðalda og nútíma- samfélag, einstök borg í fallegu umhverfi, frábærar verslanir, mjög jóðir veitingastaðir og fjölmargt til hressingar og afþreyingar. Ógleymanlegar ökuleiðir til ailra átta. Gist á Hotel Sheraton Aerogolf StjörnuferðFlugleiða fyrir tvo Flug og gisting t tvair naitur Borgin þar sem menn vakna til vorsins í sjálfum sér. Miðstöð lista, menningar, sælkeramáltíða, ólgandi mannlífs, gáska og gleðskapar á franska vísu. . Gist á Hotel Queen Mary í hjarta Madeleine-hverfisins. D V er blað sem hugsar um lesend- ur stna. DV er hressilegt blað, áreiðanlegur fréttamiðill, vettvangur umræðu sem skiptir þig máli, blað sem leggur áherslu á efni fyrir fólk með ólík áhuga- mdl. Aukablöð DV eru löngu orðin lands- þekkt og smáauglýsingar DV eru sannkallað markaðstorg þjóðarinnar. Njóttu þess með tug- þúsundum Islendinga að lesa DV d bverjum degi °S iefíu sjdlfum þér um leið möguleika d að vinna glœsilegan sumarvinning í Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.