Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 19 Menning Bíóborgin - Sommersby: ★ ★ x/2 bvynucirmcii L Þegar óöalsbóndinn Jack Sommersby (Richard Gere) kemur heim eftir sex ára fjarveru veröur uppi fótur og fit í bænum Vine Hill, en hann hafði verið talinn af, enda tvö ár síðan borgarastríðinu lauk, en þar barð- ist hann fyrir suðurríkin. Enginn er jafn hissa á komu hans og eiginkonan Laurel (Jodie Foster) sem hafði lofað að giftast leigu- hðanum Orin (Bill Pullman) kæmi Sommersby ekki heim að sjö árum hðnum. Undrun Laurel breytist fljótt Kvikmyndir Hilmar Karlsson í hrifningu þegar hún tekur eftir miklum breytingum sem orðið hafa á Sommersby. í stað ruddafengins drykkjubolta og harðstjóra er Sommersby blíður og tillitssamur og undrandi eginkonan verður ástfangin á ný. í Vine Hill er allt í niðurníðslu, baðmullarræktin, sem var uppistaða atvinnulífsins, er ekki arðbær leng- ur og fátt um avinnutækifæri. Sommersby telur bæj- arbúa á að fara að rækta tóbak og atvinnulífið blómstr- ar á nýjan leik. En þessi mikla breyting, sem orðið hefur á Sommersby, gerir það að verkum að sumir fara að velta fyrir sér hvort þetta sé sami maðurinn og yfirgaf Vine Hill fyrir sex árum og ef ekki hver hann sé þá. Söguþráðiuinn í Sommersby er ekki ýkja merkileg- ur, gæti verið uppistaða í sápuóperu. En Sommersby er ákaflega vel gerð kvikmynd, faUeg og rómantísk, en um leið raunsæ. Richard Gere og Jodie Foster fara vel með aðalhlut- verkin, flika ekki um of tilfinningum með dramatísk- um tilburðum heldur halda sig á lágum nótum. En um leið skynjar áhorfandinn ólgu tilfinninganna innra með þeim. Það er aðeins á færi góðra leikara að ná slíkum tökum á persónum. Breski leikstjórinn Jon Amiel (The Singing Detec- tive) hefur ekki fengist við kvikmynd af þessari stærð- argráður en hann er verkefninu vaxinn þótt búast Laurel (Jodie Foster) er ekki alveg örugg um hver eiginmaður hennar Jack Sommersby (Richard Gere) er í raun og veru. hefði mátt fyrirfram við frumlegri leikstjóm og sterk- ari einstökum atriðum. Það er einmitt hin hæga stíg- andi í myndinni sem gerir annars áhugaverða fléttu í sögunni langdregna, en þegar þrengist um Som- mersby tekur myndin vel við sér og það er margt sem kemur áhorfandanum á óvart í lokin. SOMMERSBY Leikstjóri: Jon Amiel. Handrit: Nicholas Meyer, byggt á frönsku kvikmyndinni Le Retour de Martin Guerre. Kvikmyndun: Phiiippe Rousselot. Tónlist: Danny Elfman. Aóalhlutverk: Richard Gere, Jodie Foster, Biil Pullman og James Earl Jones. QÁMUR ER GÓÐ GEYMSLA Leigjum og seljum gáma af ýmsum stæröum og gerðum: þurrgámar, einangraðir gámar og kæli- gámar. Við bjóðum viðskiptavinum að koma með vöru og geyma í gámum að Höfðabakka 1 í lengri eða skemmri tíma. Hý þjónusta. VMNUPALLAR Leigjum og seljum mjög létta og meðfærilega ÁL- VINriUPALLA. Auðveldir og þægilegir i uppsetningu. Sterk framleiðsla. DRÁTTARKERRUR OG HÁÞRÝSTISPRAUTUR Leigjum 1 og 2 hásinga dráttarkerrur. Burðarþol allt að 2 tonnum. Háþrýstisprautur, 110 bör, 210 bör og 240 bör. 1 og 3 fasa rafmagnsdælur og bensíndælur til leigu. LYTTARAR OG GÁMAGRIPiDUR Eigum á söluskrá lyftara og gámagrindur fyrir 20 og 40 feta gáma. Hafíð samband. * H AFN ARBAKKI Tœkjadeild Höfðabakka 1, 112 Reykjavík S. 676855, fax 673240 í sólskinið hngsar um lesend- ^S^r7ftn ur sína. DV er ' • ^ \ hressilegt blað, í t áreiðanlegur ™ fréttamiðill, vettvangur umneðu sem skiptir þig máli, blað sem leggur áherslu á efni fyrirfólk með ólík áhuga■ mál. Aukablöð DV eru löngu orðin lands- þekkt og smáauglýsingar DV eru sannkallað markaðstorg þjóðarinnar. Njóttu þess með tug- þúsundum lslendinga að lesa DV á hverjum degi og gefðu sjálfum þér um leið möguleika á að vinna glcesilegan sumarvinning í Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.