Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Spumingin Hlustarðu á útvarp? Ásdís Hjálmsdóttir: Svolítið á rás eitt. Hún er skemmtilegri en hinar. Hrafnhildur Gígja Magnúsdóttir: Stundum á Bylgjuna. Þar eru skemmtilegustu lögin. Erla Ásmundsdóttir: Nei, en ég horfi stundum á sjónvarpiö. Hildur Sigfúsdóttir: Já, Bylgjuna, hún er skemmtileg stöð. Sandra Rut Þorsteinsdóttir: Já, rás eitt. Mér finnst hún best. Ásgrímur Fannar Ásgrímsson: Já, Útrás er í uppáhaldi. Þar eru bestu lögin. Lesendur Hver ersyndur? Sundið hjá okkur íslendingum er gömul alþýðumennt og á ölium öldum íslandssögunnar hefur sund verið iðkað. Þorsteinn Einarsson skrifar: Einn margra þátta Hljóðvarps á Rás 1 er Samfélagið í nærmynd í umsjá Sigríðar Amardóttur og Bjarna Sigtryggssonar. Þann 22. maí sl. sóttu þau efni til ísafjarðar þar 'sem Birna Lárusdóttir átti viðtal við sundþjálfara Vestra, Ólaf Þór Gunn- laugsson, sem hefur reynst sundfólk- inu velvirkur. í þessum umræðuþætti réðst hann það lúalega á sundkennslu í skólum aö þaö stappaði nærri meiðyrðum. Meginatriði í máli þjálfarans var að íslenskur almenningur væri ekki syndur og skilja mátti að sund- kennslan væri hörmulega léleg. Sundið hjá okkur íslendingum er gömul alþýðumennt og á öllum öld- um íslandssögunnar hefur sund ver- ið iðkað. Frá 1821 voru sundnám- skeið árviss fram til 1941 að störf að framkvæmd sundskyldu hófust. Á síðustu öld voru á 200 stöðum sund- stæði eins og laugarnar voru nefndar þá. í byrjun þessarar aldar tóku ís- lendingar fyrstu sérkennaraprófin í sundfræðum og gerðust virkir sund- kennarar. Til þess tima hafði hver kennt öðrum. Þegar sundið var orðið námsgrein í skólum (1940) og íþróttakennaraskóli íslands tekinn til starfa (1943) voru fengnir öndvegis sundkennarar til að leiðbeina sundkennurum og þjálfur- um. Reglugerð um sundnám í skólum hefur verið þríendurskoðuð á 40 árum. í íþróttakennaraskóla íslands er engin íþróttagrein meira kennd og æíð en sundið. Eftir að bamaskólar, unglinga- og gagnfræða- og héraðsskólar tóku til starfa hafa skólastjórar og kennarar látið sér annt um aö nemendur lærðu að synda. Lúðvíg Eggertsson skrifar: Umsókn frá Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra um stöðu seðla- bankastjóra verður skoðuð, ef hún berst, með sama hætti og aðrar um- sóknir. Þessu var nýlega lýst yfir af seðlabankaráðinu í dagblöðum. Les- endur urðu aldeilis forviða. Höíðu einhverjir dregið þetta í efa? eða var bankaráðið að þvo hendur sínar fyr- irfram af ákvörðun þegar tekinni? Nálega hvert landsbarn veit að nefndur Jón Sigurðsson hefur um árabil verið að „kaupa sig“ inn í Eggert E. Laxdal skrifar: Nú hafa ráðamenn þjóðarinnar sett lög eða reglugerð sem féflettir gamla og sjúka fólkið sem er á stofnunum og hefur einhverjar tekjur umfram 20-25 þúsund krónur á mánuði. Tryggingastofnun ríkisins tekur allt sem fólk hefur umfram þessar upp- hæðir, allt upp í 70 þúsund krónur á mánuði. Margir eiga húsnæði sem þeir leigja út til þess að hafa eitthvað aö spila úr í ellinni eða sjúkleika sínum. Ráðamenn koma í veg fyrir þaö með lagasetningu, eins og áður er getið. Ekkert er tekið tillit til þess að eignir þurfa á viðhaldi að halda og það kost- ar ærið fé. Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Sú gróflega ásökun Ólafs um lélegt sund almennings sýnir einstaka fá- fræði hins ötula sundþjálfara sem var aðspurður í fyrrnefndum út- varpsþætti. í vor sem leið dvaldi í Reykjavík og á fleiri stöðum Bjöm Nybakken, sundkennari við íþrótta- skóla Noregs. Hann kynnti sér sund- þessa stöðu, ef svo mætti að orði komast. Það hefur hann gert með því að koma sér með öllum hugsanlegum hætti í mjúkinn hjá þeim sem húsum ráða í bankakerfinu. í leiðinni hefur hann eyðilagt flokk sinn sem er orð- inn minnstur allra flokka í landinu. Má með sanni segja að dýrkeypt sé embættiö, þ.e. ef Alþýöuflokkurinn var þjóðinni einhvers virði. Hann á fyrir sér að þurrkast út í næstu kosningum. Minna heyrist um þekkingu Jóns Sigurðssonar í pen- ingamálum og bankastarfsmaður Listamenn á stofnunum, sem hafa getu og aðstöðu til þess að starfa eitt- hvað, eru gjörsamlega féflettir ef þeir hafa eitthvaö umfram það sem áður er getiö. Ríkið seilist með lögum ofan í vasa þeirra og tekur mestallt í sína óseðjandi hít. Tapi þeir á framtaki sínu þá veröa þeir að bera það sjálfir en hafi þeir einhvern hagnaö kemur ríkissjóður og hirðir gróðann. Er þetta ekki með endemum? Er hægt kennslu hérlendis, lög og reglugerðir varöandi skólasund og íslenska sundsögu. Hann dáði mjög sund- kennslu, sundfærni skólanemenda og almennings. Það er leitt að Björn og Ólafur skyldu ekki hittast til þess að ræða sameiginlegt áhugamál. hefur hann aldrei verið. í væntanleg- um breytingum á seölabankalögum, sem Jón beitti sér fyrir, eru ákvæöi sem koma áttu í veg fyrir útnefningu stjórnmálamanna í bankastjórastöð- ur. Ef hann sækir um margnefnt embætti verður hann fyrstur til að brjóta þau ákvæði - á sama hátt og hann varð fyrstur til að brjóta sam- keppnislögin sín þegar hann skipaði framkvæmdastjóra hagsmunasam- taka í samkeppnisráð. Það hefur nú verið kært til Umboösmanns Alþing- is. aö komast lengra með frekju og órétt- læti? Ég vil skora á þá sem stjórna þess- um málum að sjá sig um hönd og leiðrétta þetta óréttlæti og skapa sjúkum og gömlum, sem eru á stofn- unum, sem best ævikvöld og meö- taka blessun drottins sér til handa fyrir góða og óeigingjarna breytni í starfi sínu fyrir olnbogabörn þjóðfé- lagsins. ÚffiJónog Gulliattur Finnur hríngdi: Þvílík vonbrigði þegar undirrit- aður opnaöi Dagblaðið og sá í dagskrárkynningu að Jón Axel og Gulli Helga væru byrjaðir með sumarþátt sinn á Bylgjunni. Þaö er náttúrlega búið að auglýsa þennan „sumarsmelT þeirra fé- laga svo mikið og það hefur ekki faríð fram hjá neinum sem hlust- aö hefur á útvarp eða sjónvarp. Þaö er einungis eitt sem undir- ritaöur sldlur ekki; hvers vegna eru sömu mennirnir látnir vaða uppi á Bylgjunni meö morgun- þátt ár eftir ár þegar fáum finnst þeir skemmtilegir?Erla Friðgeirs og Siggi Hlö stóðu sig ágætlega í þessum morgunþætti þó Erla hafi kannski flissað helst til mikið. Þetta þýöir náttúrlega að margir kveikja alls ekki á Bylgjunni fyrr en í haust. Þessu mætti hæglega líkja við manninn sem sagði sama brandarann á hverjum degi. Hann var náttúrlega ekki fynd- inn nema i fyrsta skiptiö. ÖdýrtfráKaup- mannahöfn Margrét hringdi: Undirritaöa langar mikiö til þess að benda fólki á ferðamögu- leika sem fáir vita af. Þar sem viö búum á mjög lítilli og afskekktri eyju er alltaf mjög dýrt að kom- ast héöan og út i heim. Margir hafa lesið alla ferðabæklinga sundur og saman og vafalítið komist að því aö sólarlandaferðir i ár eru vægast sagt rándýrar. Það er aö segja ef maður miðar við sólarlandaferðir frá t.d. Lon- don og Kaupmannahöfn. Þeir sem þora að ferðast án ör- yggis íslenskra ferðaskrifstofa ættu endilega að skella sér til Kaupmannahafnar fyrir 30.000 krónur og kaupa sér ódýra sólar- landaferð þaðan. Þar eru i hverri viku auglýstar ferðh sem ekki ganga út og fara þær á 10-20.000 krónur. Einnig er hægt að fá dýr- ari ferðir ef þess er óskaö. Þetta er alla vega mjög góður kostur fyrír þá sem ekki hafa áhuga á að eyða sumarfríinu með fullum íslendingum á sólarströndu og eru ekki bundnir við einhvern ákveðinn ákvörðunarstaö. Þess í stað geta þeir ákveðið sumarfrí- staðinn þegar til Kaupmanna- hafnar er komið. Merkið kemirn- arkirfilega Jón Trausti Halldórsson hringdi: Ég vil beina þeim tilmælum til Umferöarráðs að stranglega verði fylgt eftir reglum um að keðja veröi notuð auk króks þeg- ar bifreiðir draga kerrur. Dæmin sýna að lás á krók getur Iosnað, eins og gerðist til dæmis í hörmulegu slysi á Bústaðavegi fyrir nokkrum vikum. Það veitir ekki af áróðri í þessu skyni til að brýna þessa reglu fyrir öku- mönnum. Ánægjameð breytingar Sigurður hringdi: Eg má til með að lýsa yfir ánægju minni með breytingamar á ráðherraliði Alþýöuflokksins. Væri ekki á sama hátt hægt að stokka eitthvaö upp hjá hinum stjómarflokknum? Ferðist hérlendis Tryggvi skrifar: Eitt af því sem íslendingar geta gert til þess að hjálpa þjóðarskút- unni er að eyða sumafríinu hér innanlands 1 stað þess að eyða gjaldeyri þjóðarinnar á erlendri grund. „Nú hafa ráðamenn þjóðarinnar sett lög eða reglugerð sem féflettir gamla og sjúka fólkið sem er á stofnunum," segir í bréfi ritara. Nýr seðlabankastjóri -------------------------- Olnbogabörn þjóðfélagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.