Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Fréttir Viðskiptavíxlar að ganga sér til húðar sem greiðsluform: Helmingur víxla í vanskil - um er að ræða upphæð sem nemur 4,5 milljörðum krona Um helmingur allra viðskiptavíxla, sem bankar og sparisjóðir kaupa, fer í vanskil. í kjölfar efnahagssamdrátt- arins hefur staðan versnað til muna. Heildarupphæö þeirra viðskipta- víxla sem eru í vanskilum er um 4,5 milljarðar króna. Heildarvíxlaeign banka og sparisjóða um síðustu ára- mót var 18 milljarðar króna. Þar af áttu bankamir 15 milljarða og Spari- sjóðimir 3 milljarða. Af 18 milljörð- xmum vom viðskiptavixlar 9 millj- arðar, helmingur þeirrar upphæðar er í vanskilum. Staðan í almennum víxlalánum er betri, þeir skila sér betur. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri í ís- landsbanka, telur viðskiptavíxla- formið orðið of kostnaðarsamt fyrir viðskipatamenn og banka í senn. Betra væri að lána kaupandanum beint. Viðskiptavíxlar hvergi notaðir eins mikið og hérlendis „Viðskiptavíxlar hafa verið frekar dýr fjármögnunarleið. Fyrir bank- ana fæst að nafninu til góð ávöxtun af kaupum viðskiptvíxla. Gallarnir em hins vegar þeir að þó víxillinn greiddist á endanum væri það oft með miklum erfiðismunum og til- kostnaði sem þeir innheimtust. Það sem er þó enn verra er að oft á tíðum greiðast þeir alls ekki. Þaö hefur allnokkuð veriö í umræðunni hvort við eigum ekki að koma okkur út úr þessu formi,“ segir Tryggvi. Tryggvi telur aö eðlilegra geti verið að lána beint þeim sem á láninu þurfi að halda. Þannig að í stað þess að verslun bjóði kaupanda að gera kaupin á víxlum, taki hann lán í banka, staðgreiði, og nyti þannig trú- lega mun betri kjara. Mun betra væri að kaupandinn tæki sjálfur lán- ið og þá væri auöveldara að meta lánstraustið og vanskil yrðu trúlega minni. „Ég er sannfæröur um að við mun- um sjá þetta gerast. Viðskiptavíxl- amir hér á íslandi eru mjög sérstakt fyrirbæri. Þessi mikla notkun við- skiptavíxla þekkist ekki meðal ná- grannaþjóðanna og ég held að þessar vanskilatölur sem sjást núna tákni það að viðskiptavixlamir séu að missa stöðu sína sem aðalfjármögn- unarformið við sölu á vöra og þjón- ustu,“ segir Tryggvi. DV Víxlar að ganga sér til húðar „Þetta fjármögnunarform er til vandræða. Það er mjög dýrt og afar áhættusamt. Víxlamir skapa óheyri- legan kostnað og hækka allt verðlag. Þetta er áhættusamt fyrir bankana og raunar alla sem taka þátt í þessu, bæði fyrir þá sem selja og þá sem taka við þessu sem greiöslu. Best væri að finna annað fjármögnunar- form. Þetta form er aö ganga sér til húðar. Það hlýtur að vera eitthvað stórkostlegt að þegar menn umgang- ast þetta greiðsluform með svona lít- illu virðingu," segir Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs. -Ari Seltjamames: Nýttaðal- vegna íbúa- byggðará vestursvæðinu „Þeir ætla að byggja á vestursvæð- inu. Nú er það loksins orðið ljóst. í gærmorgun var samþykkt í skipu- lagsnefnd Seltjamamess að fela arkitekti að gera aðalskipulag í sam- ræmi við tillögu þrjú þar sem gert er ráð fyrir íbúabyggð á hluta vestur- svæðisins. Ég lít á þessa samþykkt sem endanlega niðurstöðu sem geng- ur þvert á vfija bæjarbúa," segir Guðrún K. Þorbergsdóttir, bæjarfull- trúi á Seltjamamesi. „Fundargerð skipulagsnefndar verður tekin fyrir á bæjarstjórnar- fundi í dag og minnihlutinn mun þá gera grein fyrir afstöðu sinni. Við höfum alla tíö veriö andsnúin byggð á þessu svæði og viljum að vestur- svæðið verði friðlýst svæði. Bæjar- stjórinn vill ekki ræða þetta mál vegna þess að það veldur ólgu í bæj- arfélaginu" segir Guðrún. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin í þessu máli. Skipulagsnefnd er enn að vinna í þessu á fullu og skilar því ekki frá sér fyrr en í lok júlí eða ágúst," segir Sigurgeir Sig- urðssonbæjarstjóri. -GHS Eindæma veðurblíða hefur verið á sunnanverðum Vestfjörðum undanfariö með heiðrikju upp á hvern einasta dag. Segjast Patreksfirðingar eiga góðviörið inni eftir heldur lélegt sumar í fyrra og leiöinlegt vor i ár. Sundlaug- in dregur jafnan að sér marga gesti á sólardögum þar vestra sem og ánnars staðar, þar á meðal þessar ungu stúlkur. DV-mynd hlh Sól og sumar á Patró Friörik Sophusson h ármálaraöherra: Full rök ta'l að fækka stof nunum - vill finna leiðir til að leggja á ný þjónustugjöld „Ég lagði fram í gær tillögur um útgjaldaramma ráðuneytanna. Þessar tillögur verða til umræðu á milli ráðuneytanna á næstu dögum og vonandi tekst okkur að taka ákvörðun um útgjaldarammana á næsta fundi ríkissljómarinnar, öðm hvom megin við helgina. Þeg- ar sú ákvörðun hefur verið tekin munu ráðuneytin vinna að tillög- um til aö ná þeim árangri sem þeim er ætlað og skila þeim inn til ríkis- stjómarinnar fyrri hluta ágúst- mánaðar. Þá fyrst er hægt að ræða um árangur í þessum efnum og þá fyrst verða til umræðu tillögur um tekjuhlið Qárlaganna. Síðan mun ágústmánuður verða notaður til að klára fjárlagagerðina því fjárlaga- frumvarpið þarf aö fara í prentun um mánaðamótin ágúst-september og leggjast fram á alþingi í upphafi þings," sagði Friðrik Sophusson fiármálaráðherra í viðtali við DV í gær. Friðrik segist vonast til þess að fjárlagahallinn geti verið innan viö tíu inilljarðar á næsta ári en nú stefnir í aö halli á fjárlögum næsta árs verði 20 mifijarðar. Hann segir að víða megi enn hagræða og telur að hægt sé að finna nýjar leið- ir til að leggja á þjónustugjöld. Friðrik sagði heilmikið starf eftir í ráðuneytunum við tillögugerð um árangur innan rammanna. Spam- aðurinn muni koma niður á öllum sviðum en hann vildi ekki staðfesta neinar tölur á þessari stundu. Samgöngur voru bættar til aö spara í þjónustu „Það kann að þurfa að leggja nið- ur stofnanir. Ég get þó ekki stað- fest það. Það getur verið að það komi fram í tillögum einhverra ráðuneyta að sameina stofnanir eða leggja þær niður. Enda er ekk- ert að því að leggja niöur eða sam- eina stofnanir. Eg segi ekki að þaö verði gert en það em full rök fyrir því. Þaö má benda á að við höfum á undanfómum árum lagt millj- arða tugi í vegaframkvæmdir og önnur samgöngumál með þeim rökum að góðar samgöngur geti sparaö í alls konar þjónustu og stækkað atvinnusvæði og sveitar- félög. Þannig að það er ekkert óeðli- legt, þegar slíkur árangur næst í samgöngumálum, að fram komi til- lögur um að sameina stofnanir og láta þær ná yfir stærra svæði en hingað til hefur verið gert,“ segir Friðrik. Hann bendir á að fyrir nokkram áratugum hafi tekið 8 tíma að komast í Húnavatnssýslu en nú sé hægt að aka þessa leið á þremur tímum. „Tilgangurinn með bættum sam- göngum var að geta sparaö í þjón- ustunni, bæði opinberri sem og annarri.“ ' -Ari Stuttar fréttir ur aldrei mælst þynnra en í fyrra. Danskur læknir segir að fólk ætti aö veijast sólskini yfir hádaginn. 15% tímarítarýmun Útgefendur tímarita gera ráð fyrir 15 til 20% tekjurýrnun og tilheyrandi samdrætti með álagningu virðisaukaskatts um næstu mánaöamót. Grímsey hagkvæm Grímseyingar segja að byggð í eynni sé hagkvæm fyrir þjóðar- búiö og það sé alröng stefna að leggja niður byggö i eynni. BlÖndal bjartsýnn Halldór Blöndal samgönguráö- herra kvaðst í gær bjartsýnn á að hægt veröi að aka undir Hval- fiörð eftir fiögur ár. Samningar viö Spöl voru undirritaöir í gær og ríkið lagöi 50 milljónir til rann- sókna. Eftálitsvélin niðw Ákveðið hefur verið að taka niður eftirlitsmyndavél í flug- skýli Flugleiða á Keflavíkurflug- velli en hún hefur valdið deilum. Bylgjan greindi frá. Borgin hefur ákveðið að taka tilboði frá Securitas um öryggis- gæsiu á vegum borgarinnar. Til- boðið hljóðaöi upp á 30 milfiónir fyrir tvö ár að sögn Mbl. Hagnaður verittaka íslenskir aðalverktakar sýndu 228 milljóna hagnaö á síðasta ári og veltan var 3,2 milljarðar króna. Það er nokkuð lakari af- koma en árið áður. Þúsund hjartaaðgerðir Þúsundasta bjartaaðgerðin verður væntanlega framkvæmd á Landspítalanum í dag en hjarta- aðgeröir hófust árið 1986. Tapáorku Rafmagnsveita Reykjavíkur var rekin með 18 milfióna halla á siöasta ári og Hitaveitan með 108 milfióna halla. Þessi fyrirtæki hafa jafnan verið rekin með rekstrarafgangi segir Tíminn. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.