Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1993 3 JOV Héraðsdómur Reykjavlkur: Fréttir Síbrotatvíburar enn sektaðir fyrir brugg Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nýlega dæmt tæplega 20 ára gamla tvíbura til greiðslu sektar fyrir bruggsölu í bílskúr í Reykjavík sl. nóvember. Tvíburaramir, sem margsinnis hafa verið dæmdir fyrir ýmis brot, voru dæmdir til að greiða 150 þúsund krónur hvor í sekt og upptöku á brugginu, ella sæta hvor um sig 45 daga varðhaldi. Þá þarf annar tvíburinn að sæta upptöku á smávægilegu magni af tóbaksblönd- uðu hassi. Þeir þurfa að greiða allan sakarkostnað. Tvíburamir vom handteknir af lögreglunni í Breið- holti í nóvember sl. vegna gruns um brugg og sölu á landa í bílskúr við Laugaveg 51. Þrír aðrir voru hand- teknir en þeim sleppt. Tvíburamir höfðu þrisvar áður, á síðasta ári, verið teknir fyrir bruggstarfsemi. Ríkissaksóknari gaf út ákæm á tvíburana fyrir að hafa bruggað og eimað í söluskyni um 100 btra af sterku áfengi og selt af því um 20 btra til fjölda manna á 1200 krónur hvem btra. Þá var annar tvíburinn ákærð- ur fyrir að hafa haft í sinni vörslu Ertii nógu góö(er) við hrygginn þinn ? Ótrúlega margir ís- lendingar halda að það sé sjálfsagt mál að sætta sig við bak- verki og þreytu í liðum Komdu og fáðu þér nýja dýnu og segðu okkur svo hvort lífið sér ekki skemmtilegra. Við höfumvitá dýnum. HÚSGAGIVA I HÖLLIN BILDSHOFDA 20 - S: 91-681199 0,2 grömm af tóbaksblönduðu hassi. Þeir játuðu ákæruatriðum skýlaust fyrir dómi. Áður hafa þessir tvíburar hlotið samtals 11 refsidóma og sektir fyrir brugg, þjófnaði, ávísanafals, innbrot og fíkniefnamisferb. Annar tvíbur- inn var dæmdur í vor til greiðslu 240 þúsund króna sektar fyrir bmggmál frá því í október sl. en hinn tvíburinn var sektaður. Þrír aðrir voru sektað- ir fyrir það mál en tvíburinn var höfuðpaurinn. Tvennir tvíburar á svipuðum aldri hafa oft komið við sögu lögreglunnar í Reykjavík og rétt er að nefna að hér er um yngri tvíburana að ræða. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.