Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Útlönd Vargöld á árlegu InniíParís Sjö manns slösuöust og 27 voru færðlr í fangageymslur lögregl- unnar í París aðfaranótt þriöju- dagsins þegar götuofbeldi setti svip sinn á lokakvöid hínnar ár- legu tónlistarhátíöar í París. Tugþúsundir manna voru sam- ankomnar á götum borgarinnar þar sem hundruð ókeypis tón- leika voru haldin. Lögreglan sagöi að óeirðasegg- imir yröu færðir fyrir dómara sem mundi ákvaröa örlög þeirra. Sex lögregluþjónar urðu fyrir meiðslum þegar ribbaldar réðust á lögreglustöð í miðborginni til aö reyna aö frelsa félaga sína sem voru á bak við lás og slá. Uoyd’s hefur ekkitapað meira í 306 ár Tryggingafyrirtækið Lloyd’s í London skýrði frá því í gær að tapiö fyrir síðasta árið, sem skýrslur liggja fyrir um, hefði numið sem svarar tæpum þrjú hundruö milljörðum íslenskra króna. Stjóm- arformaðurinn David Rowland sagöi að út- koma fyrirtæk- isinshefðialdr- ei veriö verri í 306 ára sögu trygginga- markaðarins. Hið mikla tap ársins 1990 ógnar tilveru fyrirtækisins sem gefur alltaf út ársskýrslu sína þremur árum eftir á til að taka allar tryggingakröfur með í reikning- inn. Tapið var aöeins verra en stjómarformaöurinn hafði spáö í aprílmánuði síöastliðnum. Árið á undan nam tapiö um tvö hundruö milljöröum króna. Ustakokkamir hugaað svöng- umbörnum Hópur franskra iistakokka, sem eru vanir því aö freista manna með ýmsu góðgæti, ætla nú aö beina sjónum sínum að bömum sem eiga líf sitt undir þvi að fá eitthvað að boröa. Kokkamir taka þátt í herferö sem bandaríski matarsérfræö- ingurinn Sandy Lesberg ætlar aö efha til meðal helstu veitinga- staöa og gistihúsa í heiminum í október þar sem rikir sælkerar verða hvattir til að gefa sveltandi bömum peninga. Lesberg gerir sér vonir um að fá flmm þúsund af bestu hótelun- um og veitingastööunum í lið með sér. BillCiintonfor- geimskutkma Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hringdi í áhöfh geim- skutlunnar Endeavour í gær' og sagöi henni að hún væri sönnun þess að stjómvöldum væri alvara í að bjarga fyrirhugaöri geimstöö undan niöurskuröarhnífnum í þinginu. Ýmsir þingraenn hafa gert til- raunir til aö ganga af geimstöðv- aráætíuninni dauðri á þessum síðustu og verstu þrengingatim- um í efhahagsmálum þjóðarinnar þar sem miíijöröunum 260 sem hún kostar væri betur varið í eitt- hvað annað. Beut«r Vopnahléið í Bosníu rofið í Zenica: Þrjú lítil börn létust í sprengjukasti Serba - deiluaðilar ræða uppskiptingu lands í Genf Að minnsta kosti níu manns fór- ust, þar á meðal þrjú lítil börn, þegar stórskotaliðssprengjur féllu á mús- límabæinn Zenica í miðhluta Bosníu í gærkvöldi, að sögn sjónarvotta. Svo virðist sém sprengjurnar hafi komið frá stöðvum Serba. Þær féllu við hliðina á íbúðablokk nærri mið- borginni. Hópur manna sem sat aö tafli í kvöldsólinni var sprengdur í tætlur. Breskir friðargæslúliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru í eftirlits- ferð í grenndinni þegar þeir voru kallaðir á staðinn. Þegar þeir komu fundu þeir níu látna og nokkurn fjölda slasaöra. íbúar sögðu að átta sprengjur hefðu sprungið um klukkan 20.30 að staðartíma og þar með rofið fjögurra daga vopnahlé í lýðveldinu. Sjónvarpsmyndir sýndu lik konu sem haföi misst báða fótleggina í sprengingunni. Afskorin hönd lá í rykinu við hliðina á.höfuðleðri með hártætlum á. „Það skiptir ekki máli hver skaut. Krakkarnir voru drepnir og þeir munu drepa fleiri. Þið berið ábyrgð- ina á þessu,“ sagði maður nokkur við friðargæsluliðana. Deiluaðilar í átökunum í Bosníu koma saman til fundar í Genf í dag þar sem þeir ætla að ræða skiptingu lýðveldisins í ríki fyrir Serba, Króata og múslíma. íslamskur forseti Bos- níu, Alija Izetbegovic, verður þó ekki með í ráðum þar sem hann neitaði að sitja fundinn. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- iu-Serba, sem hafa 70 prósent bosn- ísks lands á valdi sínu þótt þeir séu aöeins 31 prósent íbúanna, varpði íslamstrúarmenn við að þetta væri síöasta tækifæri fyrir þá að eignast Gamall maður i Sarajevo á heimleið með eldivið og lítinn poka með neyðaraðstoð frá hjálparstofnunum. Matar- og rafmagnsskortur er stöðugur í Sarajevo. Slmamynd Reuter eigiö ríki. höfn að þeir mundu ekki líða það að mannafla og fé til að vemda íslams- Leiðtogar Evrópubandalagsins SerbarogKróatarréðuuppskiptingu trúarmenn á griðarsvæðum SÞ. sögðu efdr fund sinn í Kaupmanna- Bosníu. Þá gáfu þeir loforð um Reuter Forsetinn fær tveggja daga frest Stuttar fréttir Uppreisnarleiðtoginn Suret Gusejnov gaf í gær forseta Az- erbpjdzhan, Abulfaz Elchibey, tveggja daga frest til að segja af sér. Tyrkneska útvarpið greindi frá þessu í morgun og vitnaði í fréttastof- una ATA í Baku. Sagði Gusejnov að menn sínir myndu fara inn í höfuðborgina Bakú og „gera það sem væri nauðsynlegt“ ef forsetinn segöi ekki af sér innan tveggja sólarhringa. Elchibey forseti flúði höfuðborgina á föstudaginn og dvelst nú í sjálf- stjórnarhéraðinu Nakhítsjevan. Þingið hefur skipað honum aö snúa aftur en hann ætlar ekki að hlýða þeirri skipun um sinn aö minnsta kosti. Elchibey, sem reynir að sýna að hann sé enn við völd, kvaðst í gær hafa haft samband við forseta Arm- eníu. Kvað hann þá hafa komist að samkomulagi um að koma á vopna- hléi á vissum svæöum kringum hið umdeilda hérað Nagomo-Karabakh. Sagöi Elchibey Armena hafa sam- þykkt að fara frá ýmsum þorpum sem þeir hefðu hertekið. Reuter Fyrirmyndarhúsmóðirin látin Pat Nixon, fyrrverandi forsetafrú' Bandaríkjanna og fyrirmyndarhús- móðir þjóðarinnar, lést í gær úr lungnakrabba, 81 árs gömul. Þegar Pat Nixon var forsetafrú í Hvíta húsinu á valdatíma eigin- manns síns Richards Nixon 1969 til 1974, þótti mörgum Washingtonfrúm hún fáskiptin og köld. Þær öfunduðu hana hins vegar vegna þess hversu grönn hún var og falleg. Titilinn fyr- irmyndarhúsmóöir hlaut Pat í tíma- riti 1957 þegar maður hennar gegndi embætti varaforseta. Þegar Pat fagnaöi sextugsafmæli sínu svaraði hún blaöamönnum sem spurðu hvemig hún færi að því að líta svona vel út að hún væri of önn- um kafin til að eldast. Nixon hjónin hittust fyrst á æflngu í leikhúsi í bænum Whittier í Kali- fomíu. Hann var þá ungur lögmaður og hún var kennari. Á þessum fyrsta fundi þeirra bar Richard Nixon upp bónorðiö og þremur árum síðar gengu þau í hjónaband. Pat stóö við hlið manns síns sem Pat Nlxon önnur frá hægri ásamt þremur öðrum fyrrverandl forsetafrúm Bandarfkjanna. Frá vinstrl Nancy Reagan, Barbara Bush, Pat og Betty Ford. Myndin var tekln 1990. Slmamynd Reuter klettur, ekki síst þegar hann lét af forsetaembættinu 1974 vegna Water- gate-hneykslisins. Hneykslismáliö hófst kosningaáriö 1972 þegar kosn- ingastarfsmenn repúblikana brutust inn í aðalstöðvar demókrata í Water- gate hótelbyggingunni í Washington. Reuter Nígeríubúar bíða Nígeríumeim bíða í ofvæni eftir aö heyra hvort tekist hafi aö leysa deiluna um afturhvarf til borg- aralegra stjómarhátta. Blökkumenn hittast Andstæðir hópar blökkumanna í Suöur-Afriku ætía að hittast utan við Jóhannesarborg og ræða leiðir til að binda enda á ófriðinn í landinu sem hefur orðið flmmt- án þúsund blökkumönnum aö bana á fimmtán ámm. Bjargaðfyrirhorn Franska rikisstjórnin virðist hafa komið í veg fyrir iimanbúð- arátök yfir stefnunni í garð inn- flyljenda eftir að innanríkisráð- herrann féllst á að breyta heim- ildum til lögreglu um aö stöðva fólk af handahófi og krefjast skil- ríkja. ífjársvetti Mannréttindamiðstöð Samein- uðu þjóðanna hefur ekki getað rannsakaö tugþúsundir kæra um mannréttindabrot vegna þess að SÞ hafa haldið henni í fiársvelti, að sögn starfsmanna. Tíuhrefnurskotnar Norskir hrefnuveiöimenn skutu tíu hrefnur aöfaranótt mánudagsins undan ströndum Finnmerkur. Norðmenn ætla aö skjóta 296 hrefnur á þessu ári þar af 160 í ábataskyni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.