Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Spumingin Tekurðu lýsi? Erlingur Karlscooper: Nei, mér finnst þaö vont. Ingibjörg Þorgilsdóttir: Já, já, aðal- lega af því aö ég held að þaö sé hollt. Jóhann Kjartansson: Nei, ekki aö staðaldri. Erna Olsen: Já, lýsistöflur. Baldur Kristjánsson: Já, það er svo hollt og mamma segir mér aö taka þaö. Rúnar Pálmason: Já, þaö er styrkj- andi og hollt. Maður verður að vera frískur. Lesendur Á að drepa iðnaðinn? Siggi Karls skrifar: Eg hef lengi veriö aö velta fyrir mér hvert stefni í iðnaðarmálum okkar íslendinga. Svo virðist sem það eigi að drepa iðnaðinn alveg án þess að nokkur hreyfi hönd né fót. Ekkert er gert til að vekja máls á þeirri endaleysu að betra sé að borga atvinnuleysisbætur og kaupa vinnu utanlands frekar en að nota íslenskt vinnuafl við að smíða skip, bíla og húsgögn. Ég ætla aö fjalla hér aðeins um mál viökomandi bílasmíðinni eða smíði svokallaðs póstbfls. Póstur og sími er að láta endurbyggja bfl í líkingu við fyrsta póstbfl landsins. Það verð- ur að teljast furðulegt því þegar þeir hjá Pósti og síma ákváðu að láta byggja yfir fyrsta póstbflinn var gengið fram hjá öllu sem heitir fag- mennska og fariö í mesta ruslahaug bæjarins til að láta vinna verkið. Óll yfirbyggingin er slíkt æðisgeng- iö fúsk að slíkt hefur ekki sést dæmi um áður. í þetta er hent milljónum án þess að nokkur segi orð. Þeir sem standa fyrir þessu eru að reisa sér minnisvarða sem verður þeim til ævarandi háðungar. Ég gef póst- meistara það ráð að láta bflinn hverfa hávaðalaust. Svo langar mig að minnast á iðnað- inn yfirleitt. Það er grátlegt tfl þess að vita að fullunnar iðnaðarvörur séu fluttar inn á sama tíma og iðnaö- armenn ganga atvinnulausir. Þetta á við um húsgögn, föt og prentverk. Það er sama hvert litið er, sú hugs- un virðist ráðandi að innflutt sé betra en íslenskt. Ég vil spyija borgar- stjóra aö því hvort ekld sé kominn tími til að byggja frekar yfir strætis- vagna fyrir borgina hér heima held- ur en að kaupa allt frá útlöndum og vera svo grátandi yfir atvinnuleys- inu. íslenskur iðnaður virðist bann- orð. Ég er viss um að það er hægt að byggja yfir bíla hér á landi eins og annars staðar. Viö erum miklir fagmenn og duglegir í því, ekki síður en þeir í útlöndum. Iðnaðurinn er lífsspursmál fyrir þjóðina. Við eigum aö stórefla hann á öllum sviðum og vera sjálfum okk- ur nógir eftir því sem framast er kostur. Að vera sjálfstæöur maöur í sjálfstæðu landi er að kunna vel til vígs og vera landsins hnoss því betra er hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja. „Ekkert er gert til að vekja máls á þeirri endaleysu að betra sé að borga atvinnuleysisbætur og kaupa vinnu utanlands frekar en að nota íslenskt vinnuafl við að smíða skip, bíla og húsgögn," segir bréfiritari. Engar hvalveiðar Már Kjartansson skrifar: íslendingar hafa haldið fram nauö- syn þess að veiða nokkur hundruð stórhveh í þágu vísinda. Þetta er helbert kjaftæði. Eini tilgangurinn er og hefur veriö sá að drepa hvali til að éta þá. Fyrir mér eru þeir hags- munir ekki í húfi aö það réttlæti dráp á einum einasta hval. Fylgja ber þeim ályktunum meirihluta þjóða heims að hætta hvalveiðum. Sé vísindalegur áhugi íslendinga á líffærum hvala svo óslökkvandi má auðvitað koma því á framfæri við þjóðir heims að þau hvalahræ sem af einhverium orsökum rekur að ströndum þeirra verði bútuð niður og sett í viðeigandi umbúðir og sendar íslendingum. Ég er handviss um að það myndi skapa ótal atvinnu- tækifæri hérlendis. Bögglapóststofur þyrftu að öllum líkindum að bæta við mannafla sinn. Svo er tflbreyting að þeirri marg- breytflegu lykt sem fylgt gæti hveri- um pakka. En hvað gerir það tfl? ís- lendingum þykir mun vænna um dauðan hval heldur en lifandi. Áskorun til ráðherra „Nýlega var sagt frá því í fréttum að viss botnmálning báta og skipa vagri svo eitruð að tiltölulega litið magn þyrfti til að afskræma, drepa og gera lifverur vanhæfar til æxlunar," segir í bréfi ritara. öldum ómenguðum sjó“? Haukur Sveinbjarnarson skrifar: Ég er hér með áskonm til Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráð- herra. Hér með er skorað á yður að gera allt sem í yðar valdi stendur til aö vemda, friða og byggja upp sjáv- arbotninn á íslandsmiðum og að láta rannsaka mengun sjávar á miðum og viö strendur landsins. Undirritaður telur, og er ekki einn um þá skoðun, að ekki hafi verið um ofveiði aö ræða á þorski heldur marga samverkandi þætti. Þar má nefna veiðiaðferðir sem raska lífrík- inu og verustað þorsksins, mengun og enn aðra óvitaða þætti. Víða í heiminum eru fiskstofnar og mið vemduð með veiðiaðferðum sem stuðla að því að lífskeðjunni sé ekki raskað. Nýlega var sagt frá því í fréttum að viss botnmálning báta og skipa væri svo eitruð að tiltölulega lítið magn þyrfti til að afskræma, drepa og gera lífverur vanhæfar til æxlun- ar. Hvaða áhrif hefur þessi mengun á örvemr, svif og seyði? Allflestir bátar og skip era máluð með þessari botnmálningu. Þessir bátar og skip erú á miðum og við bryggjur alla daga árin um kring símengandi. Höfum þaö hugfast að kaldur sjór geymir mjög vel ekki aðeins það góða og besta heldur eihnig það allra versta. Það er meiri hætta á að kald- ur sjór, norður- og suðurskaut, verði að raslakistu heldur en heitu höfin. Hvað verður þá um íslensku auglýs- inguna „Úr hreinum, tærum og ísk- Einnig ertu hvattur til að slá ekki slöku við áhugamál þitt aö endur- vekja urriðastofninn í Þingvalla- vatni. DV Lítiðaðmarka verð Sigrún hringdi: Undanfarna daga hafa dagblöð- in verið uppfull af „frábærum“ verðtilboðum ferðaskrifstofanna i sólarlandaferðir. Auglýsingarn- ar era þes eðlis að fáein sæti séu laus eða hafi Iosnaö og séu á sér- stöku tilboðsveröi ef menn flýti sér að staöfesta. Verðið litur mjög vel út viö fyrstu sýn, en ekki er allt sem sýnist. Fyi'ir aftan verðið er yfirleitt stjama sem á að benda manni á aö lesa smáa letrið. Þá kemur i ljós að verðið gildir kannski ekki nema fyrir hjón með 5 börn í íbúð. í alflestum tilvikum er það verð, sem gefið er upp í auglýsingunni, ekki nálægt því endanlega verði sem ferðalangur borgar þegar upp er staðið. Fólk ætti því að vara sig á því að taka mark á þeim upphæðum sem gefnar era upp i auglýsingunum. Unglingarívand- ræðum Friðrik hringdi: Ég las í DV síðastliðinn föstu- dag þar sem reitt foreldri lýsti yfir óánægju yfir lélegri þjónustu Hagvagna vegna rokktónleika i Kaplakrika. Áhorfendur voru vel á fjórða þúsundið en fyrirtækið Hagvagnar haföi lofað því að keyra unglhigana heim. Alls voru sendir 3 vagnar sem var náttúrlega eins og dropi í hafið og nægði engan veginn. Ég vil því taka undir með bréfritar- anum síðasta föstudag, því mín börn lentu einmitt í þessum vandræðum. Ég veit um fleiri for- eldra sem eru ævareiðir út af þessu. Hleypurfráþrota- búi Stefán hringdi: Það hefur komið í Ijós að skuldastaða Hafnarijarðarbæjar er nú hrikalega slæm og heildar- skuldir hafi verið að aukast um sem svarar einni milljón á dag allt síðasta ár. lætta eru svo sem ekkert nýjar fréttir í öllu krepputahnu hér á landi, en hitt vekur meiri athygli að fyrram bæjarstjóri Hafhar- fiarðar, sem nýhættur er störf- um, er Alþýðuflokksmaðurinn Guðmundur Árni Stefánsson. Hann er að hlaupa frá þrotabúi og beint í ráöherrastöðu. Á hveiju á maður nú von þegar hann fær vald yfir jafhvel enn meiri peningum? Góðhljómsveitað hætta Halldóra hringdi: Ég var að frétta þaö að Sigtrygg- ur Baldursson, aöalsprautan í hinni frábæru danshljómsveit Bogomfl Font, ætli sér aö hætta í sumarlok. Það er engin spurn- ing að þessi hljómsveit skarar fram úr meðal íslenskra dans- hljómsveita. Því skora ég á Sig- trygg að endurskoða ákvörðun sína og gefa hljómsveitinni líf eitthvað lengur. Skrítiðíslandsmót Gunnar skrifar: Þeir era margir íslendingamir sem hafa gaman af aö fylgjast með islandsmótinu í knatt- spyrnu. Það vekur þó fhröu manna hve úrslitin í leikjum eru sérkennileg. Um helgina vannst stærsti sigur í 20 ár, 10-1 í einum leikjanna og mörkin hafa verið ótrúlega mörg í leikjum hingað tíl. Er þetta dæmi um þaö að knattspyman sé á uppleið eða er getumunurinn á milh góöu og léleguliðanna einfaldlega aö auk- ast? Ég hallast að hinu síðar- nefhda og tel þaö vera óheillaþró- un.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.