Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 13 dv _______Menning Sigurður Flosason. Góður djass í Hafnarborg. Iistahátíð 1 Hafnarfirði: Sigurður Flosason og Norræni jass- kvintettinn Norræni jasskvintettimi er skipaður þeim Pétri Östlund trommuleik- ara, Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Svíanum Ulf Adáker sem leikur á trompet, danska bassaleikaranum Lennart Ginman og formanninum, Sigurði Flosasyni saxófónleikara. Á Listahátíð Hafnarfjarðar í Hafnar- borg 19. júní lék kvintettinn gömul og ný verk eftir Sigurð sem áætlað er að komi út á geislaplötu von bráðar. Tónleikamir heppnuðust mjög vel, enda kvintettinn með úrvals-hljóðfæraleikara innanborðs. Grinman er enn einn undraveröur bassaleikari frá Danmörku og var hrein unun að Djass Ingvi Þór Kormáksson hlýða á hann. Samspil hans og Péturs var ákaflega smekklegt og tilþrif þeirra með Eyþóri, sem aldrei feilar í hrynjandi, með miklum ágætum. Adáker var fremur hógvær framan af en gekk á lagið í „Gengiö á lagið“ og blés þá af gamalkunnum krafti og hafði þann háttinn á sem eftir var. Sigurður sýndi sínar bestu hhðar í völsum sínum og einnig og ekki síst í „In memoriam". Það lag var leikið ofur hægt, sem getur reynst dálítið skeinuhætt eða brothætt, en tókst hér frábærlega vel og átti trommuleik- ur framinn af meistarans höndum sinn þátt í því. „Með harðri hendi“ er verk sem hefst á mjög ágengu stuttu stefi sem hreinlega neyðir áheyrandann með harðri hendi til að taka eftir sér. Millikaílinn leysir mann undan vissri áþján þar til aftur sækir í sama horf. Þetta verk ásamt „Flugi 622“, þar sem Eyþór fór á kostum í píanó- sólói, eru þessi hörðu nýbopp-lög sem kennd eru við New York, Freddie Hubbard og fleiri og eru einnig nokkuð einkennandi fyrir Sigurð Flosason. - En á þessum tónleikum sýndi hann líka á sér mýkri hhðar í tónsmíð- um og má nefna „Vatn undir brúna“ sem dæmi um eina shka. Það er ekki verið að hanga í húkklínunum hér. - Verk Sigurðar eru óftast htt fyrirsjáanleg og taka gjaman aðra stefnu en maður býst við miðað við þaö sem á undan hefur farið. Hljómagangar eru heldur ekki af hefðbundn- asta tagi og óvænt (hljóma)sambönd skjóta upp kolhnum. Laghnur líða ekki lognmohulega áfram, þær virðast fremur leita út úr forminu eða út úr dúr (sic), en hugvitssamleg hljómsetning skhar þeim vel og vandlega til áheyrandans. Umgjörðin er fyrir hendi, en reynt á þanþol hennar. Það er ekki hægt annað en óska Flosasyni til hamingju með tónsmíöarn- ar, þessa frábæru meðleikara og geislaplötuna tilvonandi. ________________Neytendnr Sértilboð og afsláttur: Melónur og körfu- boltaspjöld Það kennir ýmissa grasa í tilboð- um stórmarkaðanna að þessu sinni og má gera þar góð kaup jafnt í mat- vöru sem leirtaui og körfubolta- spjöldum. Grillmatur er þó ofarlega á hsta og einnig virðist þetta vera tími ávaxta og drykkjarvara. Körfuboltaspjöld í Bónusi Thboðin í Bónusi ghda frá fimmtu- degi th laugardags. Að þessu sinni býður Bónus upp á stór „alvöru" körfuboltaspjöld á 4.959 krónur, en tekið skal fram að þar er um tak- markað magn að ræða. Einnig er hægt að fá Prins polo „new“ á 299 krónur 15 stykki í kassa, þrjár Rosti skálar á 287 krónur og fjögur stór glös á 159 krónur. Frón smehur kosta 75 krónur pakkinn, blár og rauður, khóið af nektarrínum kostar 147 krónur og ef keyptur er pakki af hrískökum fæst annar frír í kaupbæti. Ódýrar melónur í Fjarðarkaupum Thboðin í Fiarðarkaupum ghda frá miðvikudegi th föstudags, að báðum dögum meðtöldum. Þar fást bæði gular melónur og vatnsmelónur á 59 krónur khóið, Campehs súpur, sveppa og kjúklinga, á 67 krónur en aspassúpa á 87 krónur og Kulana epla- og appelsínudjús á 78 krónur htrinn. Hálfur htri af Pripps bjór kostar 56 krónur, léttreyktur lambahryggur 744 krónur kílóið og nautagrhlsneið- ar 998 krónur khóið. Einnig er hægt að fá svínalærissneiðar á 555 krónur khóið. Khóið af perum kostar 79 krónur, niðursneitt heilhveitiformbrauð kostar 89 krónur og niðursneitt bóndabrauð þaö sama. Grillmatur hjá Kjöti og fiski Tilboðin hjá Kjöti og fiski gilda frá fimmtudegi th sunnudags. Þar fæst nautabeinsteik á grilhð fyrir 590 krónur khóið, niðursagaöur lamba- frampartur á 378 krónur kílóið og 250 g af Merci súkkulaði á 199 krónur pakkinn. Einnig er hjá Kjöti og fiski hægt að kaupa Hytop eplasafa á 119 krónur 946 ml flösku, Better value ananas- safa á 159 krónur 1,36 1 dós, Idem tómatsósu á 96 krónur 540 g brúsa og Idem sinnep á 78 krónur 510 g brúsa. Lambakjöt hjá Garðakaupum Thboðin hjá Garðakaupum ghda frá miðvikudegi th miðvikudags. Þar er t.d. hægt að fá margs konar lamba- kjöt á thboðsverði. Lambaiæri kostar 575 krónur khó- ið, lambahryggur 560 krónur khóið, lambakótelettur 595 krónur khóið og lambaskrokkar, heilir og hálfir, kosta 435 krónur khóið. Einnig fæst London lamb á 898 krónur khóið, saitkjötshakk á 498 krónur khóið og Valley franskar kartöflurál88krónurkhóið. -ingo Frambod á tómötum í hámarki: Tæplega 60 króna lækkun Framboð á íslenskum tómötum er nú í hámarki í kjölfar hlýindanna undanfarið og hefur hehdsöluverðið því verið lækkað úr 198 krónum khó- ið í 139 krónur. Að sögn Kolbeins Ágústssonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkju- manna, hefur verðið á tómötum lækkað úr 395 krónum í 139 krónur khóið á stuttum tíma en gæti hins vegar farið hækkandi í næstu viku. Hehdsöluverðiö á Utaðri papriku hefur einnig lækkað úr 650 krónum khóið í 550 krónur en græn paprika lækkaði í síðustu viku úr 490 krónum khóið í 429 krónur og helst verð hennar því óbreytt nú. Kolbeinn sagði að mest væri selt af grænni papriku en rauða paprikan væri þó í mikilli sókn. Paprikan verð- ur fyrst græn en Utast svo við sólar- hita. Hann sagði ennfremur að ís- lenskt kínakál kæmi á markaðinn um miðjan næsta mánuð og aðra viku í júlí mætti búast við íslensku blómkáU og hvítkáU á markaðinn. -ingo Opið laugardag 10—13 Spindilkúlur og stýrisendar QSvarahlutir HAMARSHðFBA 1 • 67 67 44 EL HEILDSÖLU- MARKAÐUR Stórkostlegur fatamarkaður. Mikið úrval af fatnaði á alla. Yfirstærðir. Nýkomið: leður-göngu- skór og bakpokar, margar gerðir. Heildsöluverð. Opið frá 9-18. Laugardaga 10-16. Póstkröfuþjónusta EL HEILDSÖLUMARKAÐUR Smiðsbúð 1 - Garðabæ Sími 656010 GHIBLI RYK- 0G VATNSSUGUR Eigum gott úrval af iðnaðarryk/vatnssugum Verðfrákr. 19.080,- Imlm Skeifan 11 d, sími 91 -686466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.