Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Arfur VHmundar Tíu ár eru liðin frá því Vilmundur Gylfason féll frá. Alþýðublaðið minnist Vilmundar með veglegum hætti af þessu tilefni í blaði sínu í gær. Er það að vonum. Vil- mundur heitinn kom eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska póhtík í lok áttunda áratugarins, átti stærsta þáttinn í mesta kosningasigri Alþýðuflokksins fyrr og síðar og varð ráðherra í minnihlutastjóm Alþýðuflokks- ins 1979. Hann stofnaði Bandalag jafnaðarmanna eftir stormasöm átök í Alþýðuflokknum og þessi ungi eldhugi féll síðan frá, þegar flestir héldu að Vilmundur ætti í vændum langan stjómmálaferil. Vilmundur átti erindi í póhtík. Hann hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum og var mikih málafylgjumaður. Stundum var kappið meira en forsjáin, en í því lágu ein- mitt kostir Vilmundar að hann talaði tæpitungulaust af ákafa til fólksins og eirði engum hefðum, reglum né hags- munum. Var það ekki Vilmundur sem fann upp hugtök- in samtryggingarpóhtik, flokkseigendafélög og verka- lýðsrekendur? í það minnsta var það Vilmundur sem mælti þau fleygu orð: löglegt en siðlaust. Þau vom sögð í hita leiksins og hittu í mark. Þau era enn í fuhu gildi. Vilmundur sagði flokkaveldinu og flokkakerfinu stríð á hendur, verkalýðshreyfingunni, siðleysinu, hagsmuna- gæslunni, stöðnunni og hræsninni. Hann hristi upp, bauð mönnum birginn og hafði afar ákveðnar hugmyndir um ýmiss konar breytingar í stjómarháttum og stjómmál- um, sem raunar vora langt á undan hans samtíð. Enda fór það svo að hann varð viðskha við flokk sinn og kaus sér hlutskipti útlagans og byltingarforingjans og kannski reisti hann sér hurðarás um öxl. Kannski réð andstaðan og andbyrinn í niðumjörvaðri samtryggingarpóhtíkinni mestu um hvemig fór. Einmitt vegna þess að Vilmundur var á undan sinni samtíð mæddist hann í hlutverki sínu og skilningsleysi flokka jafnt sem kjósenda ohu honum vonbrigðum, þegar Bandalag jafnaðarmanna fékk ekki þann byr sem hann hafði vænst. Vilmundur Gylfason skaut oft yfir markið en hann talaði mál sem fólkið í landinu skhdi og fáir menn á síð- ari árum hafa náð jafn mikhl lýðhyhi og hann. Fyrst og fremst vegna þess að hann boðaði breytingar og var óhræddur við oljarla sína. Rödd hans var fersk. Nú, tíu árum síðar hafa sumar hverjar hugmyndir Vilmundar ræst í frjálsri fiölmiðlun og undanhaldi flokkseigenda, en annað og miklu fleira sem Vilmundur vhdi, hefur látið bíða eftir sér. Arfur Vilmundar th fram- tíðarinnar er hins vegar sá að hann þorði að bjóða kerf- inu birginn og augu marga era að opnast fyrir þeirri staðreynd að siðleysi og hræsni, stöðnun og flokkspóh- tísk hagsmunagæsla era helstu dragbítar íslenskra stjórnarhátta. Þau frækom sem Vilmundur sáði hafa skotið rótum og era að spretta upp úr þeim jarðvegi sem hinn ungi og djarfi hugsjónamaður plægði. Oft er talað um að stj ómmálaflokkana skorti dirfsku og víðsýni th að veita nýjum straumum farveg inn í sín- ar raðir. Gagnrýnendur era dæmdir út af sakramentinu, uppreisnarmönnum er ýtt út í hom. Þannig fór fýrir Alþýðuflokknum gagnvart Vilmundi og fleiri dæmi mætti nefiia þar sem framúrstefnumönnum hefur verið ýtt th hhðar. Kannski era þetta helstu ástæðumar fýrir kyrrstöð- unni í stjómmálaflokkunum. Þeir vhja enga Vilmunda. Þetta mættu þeir flokkar íhuga sem nú kvarta undan rýra fylgi í skoðanakönnunum. Ehert B. Schram Höfundur segir í grein sinni að yfir 80% alls ofbeldis sé áfenginu tengt. Er mönnum ekki sjálfrátt? Ekki alls fyrir löngu fengum við í fréttum afar athyglisverðar, en um leið ógnvekjandi upplýsingar úr víðtækri og vel gerðri skýrslu um það mikla þjóðfélagsvandamál, oíbeldið, sem ört fer vaxandi á ýmsa lund. Athyglisverðasta niðurstaðan, en sem ekki kom þó öllum á óvart, var hin miklu tengsl áfengisneyslu og ofbeldis. Þó hygg ég að fáum hafi í hug komið að sannanlegt væri að yfir 80% alls ofbeldis væri áfenginu tengt. Ég beið og það gerðu margir eftir viðbrögðum vegna þessara ugg- vænlegu staðreynda hjá æðstu valdsmönnum. Þau urðu engin á þann veg sem vænst hafði veriö, en viðbrögð þó. Tveir góðkunningj- ar mínir í ráðherradómi, drengir góðir á marga lund, létu frá sér heyra um það leyti sem skýrslan var kunngerð. Afgreiðslutími og áfengis- neysla Annar þeirra, dómsmálaráö- herra, brást svo við að breyta reglugerð um opnun vínveitinga- staða til verulegrar og alvarlegrar rýmkunar. Opnað var til fulls á dagdrykkju manna svo nú er um helgar samfella í áfengissölu þess- ara staða nær tvo þriðju sólar- hringsins. Þau voru hans viðbrögð enda von þar sem undir hans emb- ætti heyra viðurlög við ofbeldis- verkum og greiðara og meira að- gengi að áfengi eykur drykkjuna sannanlega og þar með ofbeldið í kjölfarið. Ótrúleg viðbrögð viö alvörumáli og útlendingar á ferð eru hér helsta afsökunin. Hinn ráðherrann, fjármálaráð- herrann, herti mjög á hinu furðu- lega einkavæðingarhjali sínu og nú svo mjög að erfitt er aö sjá annaö en einkavæðingaræðið sé í alvöru að renna á þann góða mann varð- andi áfengissöluna. KjaJlaiinn Helgi Seljan formaður Landssambands gegn áfengisbölinu Ofurtrú á einkavæðingu Ofurtrúin ætlar alla skynsemi ofurliði að bera. í EES-samningnum „sæla“ voru þó norrænir EB-sinnar að baksa við það að þurfa ekki aö auka áfengisneyslu í löndum sínum með einkavæðingu sölunnar og er það í góðu samræmi við áfengisstefnu þjóöanna. Fyrirvari þeirra, þ.m.t. Islendinga, var þessu bundinn þó Ijóst sé vissulega að EB-ríkin munu ákaft sækja þetta mál í ljósi hags- muna sumra þeirra, svo og í ölvun- artrú þeirra á „frelsi" markaðar- ins. •Þetta útspil fjármálaráðherrans nú er því ekki afleiðing þessa arma samnings nema hann ætli að sýna Evrópuþjóðum vínframleiðenda að hér verði allt gert til aðlögunar og hlýðni. En nærtækari mun þó sú óðaásókn gróðamanna hér á landi, sem ætla sér hér enn stærri hlut í áfengisgróðanum og um leið að opna enn betur fyrir aðgenginu, svo innan skamms megi áfengið fást innan um matvöruna í versl- unum. Margumræddur gi’óði af ÁTVR var afhjúpaður rækilega með skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skólans þar sem glöggt kom fram að kostnaður samfélagsins þurrk- aði gróðann út og ríflega það í raun. Nú skal afhenda gróðann til þeirra gróöapunga sem gráðugir bíða en samfélagið situr uppi með síaukinn kostnað. Því eitt er alveg ljóst og hefur víða sannast. Einkavæöing áfengissölu eykur neysluna og má rekja um það hörmuleg dæmi jafnt austan hafs sem vestan. Um þaö allt hefur áður verið ítar- lega rætt og ritað og veröur gert enn frekar ef svo heldur fram. Hins vegar vekja þessi viðbrögð ráð- herranna við ofbeldisskýrslunni undrun og hryggð. Og því spyr maður sig svo: Er mönnum í alvöru sjálfrátt eða ráða annarlegir hags- munir einhverra allri ferð? Alvara þesara mála er meiri en svo aö maður vilji trúa því. Helgi Seljan „Margumræddur gi'óöi af ÁTVR var afhjúpaður rækilega með skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskólans þar sem glöggt kom fram að kostnaður samfé- lagsins þurrkaði gróðann út og ríflega það 1 raun.“ Skoðariir aiuiarra Nútíma þjóðfélag „Líkami hinna yngri verður að andstæðu hugar- ins sem temja þarf í líkamsræktarstöðvum og við ámóta aðstæður fyrir skort á öðrum andstæðum. Sérkennileg hófsemd fylgir ofgnóttarsamfélaginu þannig að mönnum nægir að fullnuma sig í listinni að fleyta kerlingar gegnum lífið fremur en setjast niður óg brjóta mál til mergjar. Menn komast frá bami til manns með því að horfa á bíómyndir. Læra að forðast sterk tilfinningasambönd með steingeldu tali um kynlíf." Þorsteinn Antonsson í Tímanum 22. júní Of mikil skattheimta Þá er líka erfitt aö sjá, hvar ríkisstjómin gæti hækkað skatta. Hún hefur nýlega tekið þá röngu ákvöröun að lækka ákveðna neyzluskatta verulega og þarf að vinna það tekjutap upp með einhverjum hætti. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp greiddu skattgreiðendur 35,2% tekna sinna í skatta. Nú greiða þeir 41,35%. Til viðbótar kemur hinn svo- nefndi hátekjuskattur, sem fer með skattaprósent- una upp í 46,35% hjá þeim skattgreiðendum, sem lenda í hátekjuskatti. Er hægt að ganga öllu lengra í skattheimtu af einstaklingum?" Leiðari í Mbl. 22. júni Hvað eru mannréttindi? „Ekki blæs byrlega á mannréttindaráðstefnu Sameinuöu þjóðanna sem fram fer í Vínarborg. Djúp- stæður ágreiningur er á milli Asíu- og Afríkuríkja annars vegar og hins vegar þeirri ríkja sem teljast til Vesturlanda og þá tegund lýðræðis sem þar er viö lýði. Það sem einkum ber á mih eru ólíkar hug- myndir um hvað mannréttindi eru.“ Leiðari i Tímanum 19. júni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.