Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 16
Meiming MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1993 16 Aukablað Hús og garðar Miðvikudaginn 7. júlí nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal annars verður Qallað um: * Sólpalla * Skjólveggi og heita potta. * Bjálkahús. * Þökur án illgresis. * Garðaskipulag * Ýmislegt um viðhald og útlit húsa. * Sprunguviðgerðir, klæðningar o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 1.júlí. . ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yr™ Laugarásbíó - Staðgengillinn: ★ !4 Of virkur einkaritari Staðgengillinn (The Temp) er greinilega gerð í kjölf- ar vinsælda The Hand That Rocks the Craddle. í stað hinnar „fullkomnu" bamfóstru höfum við hinn „full- komna" einkaritara sem kemur sér vel fyrir í stóru fyrirtæki sem framleiðir kökur og vinnur sig fljótt upp á við í kjölfar ýmissa „slysa“ sem verða innan fyrir- tækisins. Þessi kraftmikli einkaritari, Kris Bolin (Lara Flynn Boyle), er fyrst ráðinn til bráðbirgða hjá Peter Dems (Timothy Hutton) þegar ritari hans fer í stutt frí. Dems hefur aldrei haft jafngóðan einkaritara og er ekkert hrifinn af því að láta hann fara þegar sá fastráðni kemur úr fríi. Hann þarf samt ekki að hafa áhyggjur af þessu lengi. Sá fastráðni verður fyrir „slysi“ og Brolin kemur broscmdi á skrifstofu hans aftur og „slysin" verða fleiri. Það fækkar í yfirmanna- stétt fyrirtækisins, einkum hjá þeim sem em hærra settir en Dems og þegar skortur á yfirmönnum fer aö há starfseminni þykir Brolin hinn besti kostur. Það fer ekki framhjá Dems hinn snöggi frami einkaritara hans og fer hann að grafast fyrir um fortíð hennar, kemur þá ýmislegt í ljós sem ekki fylgdi starfsumsókn- inni. Staðgengillinn býður upp á margar óvæntar stefnur í söguþræðinum og það er stígandi í myndinni. Spenn- an nær hámarki í lokin í klassísku lokaatriði sem þó er endasleppt. En þegar upp er staðið og aðeins farið að hugsa til baka er margt sem stenst illa í handrit- inu, atriði sem em hröð meöan á þeim stendur en án samhengis og látin vera óútskýrð. Þetta veikir mynd- ina til muna. Lara Flynn Boyle, sem sjálfsagt flestir kannast við úr þáttaröðinni Tvídrangar, er ekki nóguþroskuð leik- kona til að halda dampi í hlutverki sem þessu. Það hjálpar henni heldur ekki að í myndinni kemur aldrei firam rétt eðli Brolin og því verður persónan frekar litlaus. Timothy Hutton á góða spretti í hlutverki hins stressaða yfirmanns sem stendur í skilnaði og hefur nýlokið meðferð hjá sálfræðingi. í ljósi þess verða dramatísk viðbrögð hans skiljanleg. Leikstjóri Staðgengilsins, Tom Holland, hefur gert betur og ber þar fyrst að nefna Fright Night og Child’s Timothy Hutton og Lara Flynn Boyle leika aðalhlut- verkin í Staðgenglinum. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Play, fyrsta flokks hrylhngsmyndir. í kjölfarið fylgdu mun verri framhaldsmyndir enda var Holland þá ekki við stjómvölinn. Það virðist eiga betur við Holland að gera hryllingsmyndir en þrillera á borð við Staðgengil- inn sem er 1 besta falli sæmileg afþreying. STAÐGENGILLINN {THE TEMP) Leikstjóri: Tom Holland. Handrit: Kevin Falls. Kvikmyndun: Steve Yakonelli. Tónlist: Frederic Talgorn. Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Lara Flynn Boyle, Dwight Schultz og Faye Dunaway. ílflucí^ Miðvikudaginn 30. júní verður hringt í 4 skuldlausa dskrifendur DV. Fyrir hvem þeirra leggjum við 3 laufléttar spumingar úr landafræði. Sd sem svarar öllum spumingum rétt fcer í verðlaun eina af þeim fjðrum ferðum sem er ípottinum í júní og lýst er hér til hliðar. Verðlaunin verða afhent daginn eftir, 1. júlí, og úrslitin birt í Ferðablaði DV mdnudaginn 5. júlí. Allir skuldlausir áskrifendur DV, nýir og núverandi, eru sjálfkrafa þdtttakendur íþessum skemmtilega leik. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi Við f Ijúgum ú Fjórir glœsilegirfe Stjömuferð Flugleiða fyrir tvo Flug og gisting í tvœr nœtur Borgin sem bíður eftir þér við Eyrarsund. Tívolí í sérstöku hátíðar- skapi á 150 ára afmælinu. Strikið og Ráðhústorgið í sumarstuði. Lífsgleði, listir, afþreying og skemmtun fyrir alia fjöiskylduna. Gist á Hotel Admiral, góðu hóteli við Nýhöfnina. Stjömuferð Flugleiða fyrir tvo Flug og gisting í tvœr nætur Heimsborgin á bökkumThames, sígild, bresk, hlýleg og iðandi af mannlífi á frábærum verslunarstrætum, inni á góðum veitingastöðum og í heillandi veröld leikhúsanna. Gist á fyrsta flokks hótelinu Regent’s Park Marriott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.