Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1993 17 Merming Listahátíö í Hafnarfiröi: Formrænn óður til Mexíkó hins forna - Alberto Gutierrez í Hafnarborg Fyrir tveimur árum voru útfærö á Listahátíð í Hafn- arfiröi viðamikil verk mexíkóska skúlptúristans Se- bastians. Nú hefur sá háttur einnig verið hafður á er landi Sebastians, Alberto Gutierrez, sækir Listahátíð þeirra Hafnfirðinga heim. Að vísu er hér einungis um eitt verk að ræða í útfærslu, en Gutierrez bætir úr því með því að koma til landsins meö 17 líkön af umhverf- isskúlptúrum sem komið hefur verið fyrir í Sverrissal á neðri hæð Hafnarborgar. Ný form af gömlum Gutierrez sækir talsvert til fluxus-hreyfingarinnar og í verkum hans gætir jafnframt áhrifa frá konseptl- ist. En frumdrifkrafturinn í verkum hstamannsins kemur þó úr enn fjarlægari fortíð. Menningarheimur Maya og Azteka lifir enn góðu lífi í Mexíkó af verkum Gutierrez að dæma. Byggingarform hofa og pýramída þessa blómaskeiðs Mexíkó fyrir komu Spánverja eru Gutierrez uppsprettulind til nýsköpunar. Hér er ekki um formrænar eftirhermur að ræða, heldur ný form sem eru líkt og sprottin út úr þeim gömlu. Ekki ósvip- að og byggingar hinna fomu indíánaþjóða hafa skúlp- túrar Gutierrez skírskotun til náttúruaflanna og jafn- framt til æðri máttarvalda (sem voru raunar skil- greind sem eitt og hið sama í hinum forna heimi). Form hljóðs og Ijóss „Fómarvindskassi“ (nr. 15) er gott dæmi um verk sem fangar bæði strauma fortíðarinnar og nútíðarinn- ar. Þar hefur listamaðurinn sett göt á skúlptúrinn handa vindinum að nauða í og ljósinu að brjótast í gegnum. „Sólhús" (nr. 13) er næturskúlptúr sem á aö innihalda upptöku og endurvarp næturhljóða. Og verk númer 6 og 7 eiga að innihalda frumskógahljóð og fuglahljóð. Það er nokkur löstur að ekki skyldi hafa Myndlist Olafur Engilbertsson verið hugað að því við uppsetningu þessarar sýningar að gera hinum „hljóðlega“ þætti hstar Gutierrez nokk- ur skh. Einn kostur hefði verið að einangra verkin betur, t.d. með lýsingu, og koma fyrir heymartækjum tengdum við hljóðrás við viðkomandi verk. Nokkur verkanna tengjast jafnframt sólarljósinu, eins og áður er getið, og hefði mátt undirstrika þann þátt í lýsing- unni. Orkuver og biðskýli Virkni í umhverfinu er hins vegar sá þáttur verk- anna sem stendur upp úr þegar í rétt hlutfoh er kom- ið, líkt og í verkinu sem stendur nú við hhð Hafnar- borgar og verður síðar komiö fyrir í höggmyndagarði þeirra Hafnfirðinga. Þar eru túnþökur jafnghdar gljál- ökkuðum stálflötum og mynda samhljóm við umhverf- ið - þó svo að skúlptúrinn sé að öðru leyti í hrópandi andstöðu við það. Þess konar samruni togstreitu og samhljóms virðist vera sá punktur sem Gutierrez gengur út frá í verkum sínum. Og af þeim líkönum að dæma sem nú eru th sýnis í Hafnarborg geta verk- in ýmist minnt á orkuver og biðskýh - aht eftir stað- setningu sinni og virkni. Því hefði verið fengur að nánari upplýsingum um hst Gutierrez á þessari sýn- ingu, s.s. myndbandi eða sýningarskrá. En hvorugt er því miður til staðar. Sýningu Gutierrez lýkur þann 30. júní. Eitt verka Gutierrez í Hafnarborg. DV-mynd BG / / Stjömuferð Flugleiða fyrir tvo Flug og gisting íþrjár ncetur Manhattan, Broadway, Rocke Center, Fifth Avenue, stórverslun Bloomingdale’s: nöfn sem stafar frá ævintýraljóma; staðir sem laða til sín ferðamenn eins og sterkur segull. Gist á St. Moritz on the Park, nálægt Central Park og 6th Avenue W' WfXj w Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo Flug og gisting í tvcer ncetur Borgin þar sem þú lifir lífinu lifandi. Miðstöð lista, menningar, sælkeramáltíða, ólgandi mannlífs, gáska og gleðskapar á franska vísu. cie Malte, DV er blað sem bugsar um lesend- ur sína. DV er hressilegt blað, áreiðanlegur fréttamiðill, vettvangur umrceðu sem skiptir þig máli, blað sem leggur áberslu á efni fyrir fólk með ólík áhuga- mál. Aukablöð DV eru löngu orðin lands- þekkt og smáauglýsingar DV eru sannkallað markaðstorg þjóðarinnar. Njóttu þess með tug- þúsundum íslendinga að lesa DV á hverjum ðegi og gefðu sjálfum þér um leið möguleika á að vinna glxsilegan sumarvinning í Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða. t í hásumarið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.