Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1993, Blaðsíða 28
48 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1993 Fréttir úsdýragarður Inngangur . Laugardals garður Brú yfír í Húsdýragai 'rampólín Útsýnistuminn Sancfíeiksvæðj Leikkastali Öndvegissúlur Bílaplan Gröfur Haugur Þinghóll Hlaupaköttur (reipi til þess renna eftir) Z&aE3S3± DV Fj ölskyldugarðurinn í Laugardal opnaður á morgun: Frítt inn fyrsta mánuðinn Nýr fjölskyldugarður í Laugardal verður opnaður á morgun. Formleg opnun verður kl. 17 og búast má viö einhverjum uppákomum ef veður leyflr, meðal annars getur farið svo að borgarfulltrúar bregði á leik. Umferðarfræðsla Fjölskyldugarðurinn er vestan við Húsdýragarðinn og verður að ein- hveiju leyti rekinn í tengslum við hann. í Fjölskyldugarðinum er að finna leiktæki af ýmsu tagi og að sögn Þórólfs Jónssonar, arkitekts hjá Reykjavikurborg, er vonast til að all- ir finni þar eitthvað við sitt hæfi. „Skipulag garðsins miðast að því að öll fjölskyldan geti skemmt sér og meðal annars getur fólk komið og grillað í garðinun. Síðan geta gestir gengið um Þjófadali þar sem finna má merki um álfa og tröll; þeir geta farið í torfæruakstur og fyrir bömin verður, auk fjölda leiktækja, umferð- arfræðsla þar sem þau geta sest upp í rafmagnsbíla og lært sitt af hveiju um umferðina," sagði Þórólfur. Frítt inn Fyrsta mánuðinn verður frítt inn í garðinn, en aðgangseyrir mun verða 200 krónur fyrir böm 6-12 ára og 300 fyrir eldri. Frítt verður fyrir böm yngri en sex ára og ekki verður selt í einstök tæki. Einnig verður hægt að kaupa miða fyrir bæði Húsdýra- garðinn og Fjölskyldugarðinn og mun hann kosta 250 krónur fyrir börn og 350 fyrir 13 ára og eldri. Garðurinn verður opinn frá 10 til 21 á kvöldin, alla daga vikunnar, út ágúst. Undirbúningur að Fíölskyldu- garðinum hefur staðið síðan 1990 en framkvæmdir hófust haustið 1991. Vinnu viö garðinn er ekki lokið og segja forsvarsmenn hans að garður- inn verði í stööugri þróun. Kostnað- ur við Fjölskyldugarðinn nemur nú 300 milljónum. -bm Litið yfir tjörnina i Fjölskyldugarðinum. Hægt verður að komast yfir tjörnina á kláf sem sést til vinstri á myndinni og á pollinum við skýlin tvö verða fjarstýrðir bátar. Fyrir aftan skýlin er minigolf og kastali. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.