Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 5 Grímseying- ar fá nýja bryggju Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við hér í Grímsey höfum verið aö bíða eftir sumrinu eins og margir aðrir landsmenn en það hefur ekki komið. Þá hafa aflabrögð ekki verið góð en ljósi punkturinn er að vinnu- flokkur er að vinna við smíði 40 metra trébryggju í höfninni hjá okk- ur,“ segir Þorlákur Sigurðsson, odd- viti í Grímsey. Þorlákur segir að nýja bryggjan bæti úr brýnni þörf í þeim málum í Grímsey enda tvöfaldast viðlegu- pláss þar. Hann segir aflabrögð á færi hafa verið léleg í sumar en það er sá veiðiskapur sem flestir stunda þar. Línubátar hafa fengið „eitthvert kropp“ en til þess hafa þeir þurft að fara lengra. Hvala-Magnús: Fljúgandi diskar komaekkieftir pöntun Auk ráðstefnunnar í Borgarleik- húsinu verður ráðstefna á vegum Snæfellsáss í Háskólabíói 28. ágúst. Magnús Skarphéðinsson, Hvala- Magnús, kynnir þar kenningar Helga Pjeturss. „Kenningarnar ganga út á það að guðir mannanna séu háþróað- ar verur annarra hnatta. Ég trúi því að guðirnir reyni að leiðbeina mann- kyninu og séu alit eins íbúar annarra hnatta sem eru komnir miklu lengra en við vitsmunalega séð. Ég hef talað við fjölda fólks sem hefur séð mis- munandi útgáfur af fljúgandi disk- um,“ sagði Magnús í samtali við DV. Að áliti Magnúsar er til tvenns konar samband sem jarðarbúar hafa við verur á öðrum hnöttum. Annars vegar það sem allir sjá og hins vegar séu til verur sem hafa samband við skyggnt fólk. Þetta fólk hefur hugar- orkusamband við verurnar, segir hann. „Ég er sannfærður um að ein- hvers konar samband verður á Snæ- fellsjökli. Og það má vel vera að sjá- anlegar geimverur komi þangað. En ég held að enginn finni fyrir verum nema fólk sem hefur skyggnigáfu eða skynjar meira en aðrir. Það þýðir að opinberlega hefur ekkert gerst. Þess- ir fljúgandi diskar koma alls ekki eftirpöntunumjarðarbúa." -em Mývatnssveit: Skóladeilan enn óleyst Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Deilurnar í Mývatnssveit um fyrir- komulag kennslú í grunnskólanum í vetur eru enn óleystar en einhverj- ar þreifingar eru þó í gangi og menn ekki úrkula vonar um að hægt verði að finna flöt á málinu sem allir geti sætt sig við. Aðilar að málinu, sem DV ræddi við í gær, vildu ekki tjá sig um stöðu málsins á þessu stigi, sögðu það mjög viðkvæmt þessa dagana. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar á að flytja alla grunnskólakennslu í áföngum frá Skútustöðum í nýtt húsnæði í Reykjahlíðarhverfið og deilan nú stendur um það hvar kenna á 11 börnum í vetur sem búa sunnan Mývatns. Foreldrar þessara barna hafa þver- neitað að börnunum verði ekið í Reykjahlíðarhverfið og lengi vel var rætt mn að þeir myndu fremur setja á stofn einkaskóla á Skútustöðum. Eyþór Pétursson, bóndi í Baldurs- heimi, sem er einn íbúanna sunnan vatnsins, vildi ekki tjá sig neitt um máfið á þessu stigi frekar en aðrir en sagði það mjög viðkvæmt og úr- sht gætu orðið á hvorn veginn sem væri, að samkomulag næðist eða aUt færi í háaloft að nýju. FERÐATÆKI C0BRAWM34A VASADISKÓ M/ÚTVARPI 2.730 1.490 COBRAKL102 ÚTV. KASSEnUTÆKI M0N0 3.100 1.950 SONYCFS200 ÚTV. KASSETTUTÆKI STERI0 9J340 7.950 S0NY CFS D30 ÚTV. KASSEUUTÆKIAUT0-RÉV. 16(700 11.690 C0BRA K3343 VASADISKÓ M/HEYRANTÓLUM /250 1.290 VIDEOMYNDAVÉLAR PANAS0NIC NV-G101 VHSC 8 x Z0MM 73.430 54.900 I PANAS0NIC NVS6 VHSHi-Fi 36xZ00M, 108/700 79.900 § PANAS0NICNVMS70 SUPER VHSC HiFi 12000 75.900 1 PANAS0NIC NVM40 VHSIOOxZOOM 1^8.900 99.600 1 SJÓNVÖRP 1 PANASONIC TX25G1 25" 134.000 99.900 1 PANAS0NIC TX28G1 28" 15/000 109.000 I S0NY KV-X2563 25" 14200 119.900 1 S0NY KV-X2963 =» 29" 169.000 139.900 HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐUR PANAS0NIC SG-HM09S MEÐ PLÖTUSPILARA 24.800 19.840 PANAS0NIC SG-HM42 MEÐ FJARSTÝRINGU 45/300 29.900 SANSUIS-3000 MEÐ FJÖLDISKASPILARA 7/.900 44.900 I ÖRBYLGJUOFNAR PANASONIC NN-5252 900W MANUAL 27.400 1 9.980 PANASONIC NN-5852 800W MEÐ TÖLVUST. 30/700 24.560 PANASONIC NN-5150 800WMEÐ GRILLI 3^.700 27.790 I BÍLTÆKI ““““““ RC-4101 BÍLTÆKI 15./o 10.900 RC-6003 BÍLTÆKI M/CD TENGI 19,700 13.790 XR-510 BÍLTÆKI 4x4W 39.600 14.900 DCR-5425 BÍLTÆKIM/KASS. /8.700 19.900 HLJÓMBORÐ / ORGEL/PÍANÓ TECHNICS SX KN550 HLJÚMBORÐ 60.4(Í0 39.900 TECHNICS SX EN3 ORGEL 2 BORÐ 20M00 165.000 TECHNICS SX PX 73 PÍANÓ 1/1.000 119.700 ■ GEISLASPILARAR S0NY D-111 FERÐASPILARI 27^00 18.900 S0NY CDP597 MEÐ FJARSTÝRINGU 2/600 19.900 S0NY CDP411 MEÐ FJARSTÝRINGU 29.300. 22.900 ■ ■ . -i , • . HUNDADAGAVERÐIÐ í ÞESSARI AUGLÝSINGU ER MIÐAÐ VIÐ STAÐGREIÐSLU,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.