Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUÐAGUR 6. SEPTEMBER 1993 Fréttir Saksóknari vísar frá kæru á hendur Akureyrarbæ: Alveg Ijóst að þessu máli er ekki lokið - segir formaður Trésmiðafélags Akureyrar Gylfi Kristjánssan, DV.'Akureyri; „Þaö kemur auðvitaö á óvart þegar embættismenn færast undan því að taka á lögum og tryggja mönnum rétt sem þeir eiga vemdaðan sam- kvæmt lögum," segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Tré- smiðafélags Akureyrar, um þá ákvörðun ríkissaksóknara að vísa frá kæra félagsins á hendur Akur- eyrarbæ og Akureyrarhöfn fyrir að nota ófaglærða menn við trésmíöa- vinnu vegna hafnarframkvæmda. „Það er alveg ljóst að þessu máli er ekki lokið. Mér finnst verst viö niöurstöðu saksóknara að hann blandar saman tvennum lögum sem aðeins að hluta til fara saman, bygg- ingarlögum og iðnaðarlögum. Iðnað- arlög eru miklu víðtækari og ná yfir ákvæði í byggingarlögum og það eru ótal iðngreinar sem standa utan byggingarlaga og eiga að ujóta vemdar. Það er merkilegt að það skuli ekki talinn iðnrekstur í atvinnuskyni sem Akureyrarbær og höfnin eru aö gera. í mínum huga er það Ijóst að þama er um beina samkeppni að ræöa viö iðnaöinn í landinu. Nær allar verk- legar framkvæmdir á vegum Akur- eyrarbæjar em boðnar út en það hefur ekki verið gert hjá Akureyrar- höfn. Þar hafa hins vegar verið fengnir verktakar á stundum til að vinna ákveðna verkþætti. En í um 10 ár höfum við staðið í þæfingum við Akureyrarhöfn á þessu sviði. Við mimum skoða þetta mál vel og at- huga um framhald þess en ég tel all- ar líkur á því að við látiun reyna á rétt okkar í þessu máli,“ segir Guð- mundur Ómar. Leiksvæði við Miklubraut: Gróðurbelti skýli ffyrir umferðinni Framkvæmdir em hafnar við lítið íþrótta- og leiksvæöi á grasfletinum við Stigahlíð og Bogahlíö og er gert ráð fyrir að þeim ljúki síðar í þessum mánuði. Fyrirhugaö er að gera lítinn körfuboltavöll með einni körfu, auk þess sem sett verður upp átthymd klifurgrind og bekkur og borð. Körfuboltagrindin og klifurgrindin verða settar upp í þessum mánuði en plöntur umhverfis leiksvæðið veröa ekki gróðursettar fyrr en næsta vor. Ingibjörg Kristjánsdóttir, deildar- stjóri umhverfismála hjá Borgar- skipulagi, segir að mikið gróðurbelti verði gróðursett umhverfis leik- svæðið og því ætti krökkum þar ekki að stafa hætta af umferöinni á Miklu- braut og í Stakkahlíö. Hún segir að ekki sé um hefðbundinn leikvöll fyr- ir yngstu krakkana að ræða. Svæðið sé heldur hugsað fyrir krakka í eldri kantinum. -GHS -ramkvæmdir eru hafnar við lítinn körfuboltavöll og leiksvæði á grasvellinum við Bogahlíð og Stakkahlíð í Reykja- /ik. ingibjörg Kristjánsdóttir hjá Borgarskipulagi segir að svæðiö sé hugsað fyrir krakka í eldri kantinum. Heilmik- ð gróðurbelti verði umhverfis svæðið þannig að krökkunum stafi ekki hætta af umferðinnl á Miklubraut. Ræstingar í dómskerfmu: Danskt-íslenskf fyririækimeð Fulltrúar dómsmálaráðuneyt- isins skrifuöu í síðustu viku und- ir samning við dansk-íslenska fyrirtækið ISS-þjónustuna um hreingerningar í níu stofhunum. Stofhanimar era meðal annars Lögreglan i Reykjavík, Héraðs- dómur Reykjavíkur og Reykja- ness, RLR, Landhelgisgseslan og húsakynni sýslumanna á höfuð- borgarsvaKlinu. Verkið var boðið út í vor og átta aðiiar buöu í verkið, þar á meðal Securitas. Tilboö ISS hljóðaði upp á tæpar 117 milljónir fyrir næstu fimm árin, eða um 70 prósent af kostnaðaráætlun, þannig aö kostnaður ríkisins vegna þessá verður um 23 milljónir á ári. ISS-þjónustan var stofnuö í mars á þessu ári og er að meiri- hluta til í eigu dansks fyrirtækis sem ber sama nafn. Það fyrirtæki starfar í meira en 15 löndum og hjá þvi vinna um 135 þúsund manns. -bm Sæf ari á sölu ogáhöfninni sagtupp Hafórninn hf. á Akranesi hefur ákveðið að selja fiskiskipiö Sæf- ara, 200 tonna skip sem nú er á rækju og leggur upp hjá Siguröi Ágústssyni í Stykkishólmi. Hefur öllum skipverjum, átta talsins, veriö sagt upp störfum frá og með 1. september. „Við erum með skipið á rækju en í kvótasamdrætti verðum viö náttúrlega aö reyna að hagræöa sem best við getum. Því höfum við veriö með skipiö á sölu og vonumst til aö geta selt það fyrir áramót," sagði Kristófer Olivers- son, framkvæmdastjóri Hafarn- arins, við DV. Kristófer segir Sæfara ekki henta útgerðarmynstri fyrirtæk- isins, sem ekki er með rækju- vinnslu. Skipiö hafi upphaflega verið keypt vegna kvótans. Haförninn gerir einnig út stór- an togara, Höfðavík, og heldur þviáfram. -hlh í dag mælir Dagfari Verðlækkun, ertu vitlaus! Enda þótt íslendingar hafi búiö við heimasfióm í tæplega níutíu ár og kosið yfir sig ríkisstjómir meö reglulegu millibili til að gæta hags- muna sinna hefur það alveg fariö fram hjá þjóðinni til hvers ríkis- stjómir era. Menn halda nefnilega að ríkisstjórnir séu settar á laggim- ar til aö gæta allsherjarhagsmuna meðan staðreyndin er sú að lang- flestar ríkisstjómir hafa þann til- gang einan að passa upp á sérhags- muni. Þannig var Framsókn lengi viö völd til að tryggja hagsmuni sam- vinnuhreyfingarinnar og tókst vel þangað til Sambandið lagðist niður fyrir eigin mistök. Kommamir komust viö og við í stjóm til að þjóna alheimskomúnismanum en ekki íslenskum ríkisborgurum og íhaldið sat jafnan í ríkisstjóm til aö passa upp á hagsmuni þeirra ríku og haga frelsinu í verslunar- og viöskiptamálum með þeim hætti að engir fengu þar að komast nærri nema þeir sem sátu þar fyrir. Al- þýðuflokkurinn hefur haft þann pólitíska tilgang að koma sínum mönnum aö í bitlingastöður og það með góðum árangri. Þessar staöreyndir era rifiaðar hér upp vegna þess aö Hagkaup hefur nú tekið það upp hjá sjálfu sér að flytja inn danska skinku. Bónusverslanimar fluttu nýlega inn tvö tonn af smjörlíki og hvort tveggja er keypt fyrir hlægilega lágt verð. Skinkan til að mynda og hamborgarhryggir, sem með fylgja, fengjust afgreiddir út úr búö fyrir 70% lægra verð en sambærileg framleiðsla hér á landi. Eftir því sem verslunareigendur og innflytjendur segja era þessi innkaup gerð til að létta neytend- um lífið og draga þannig úr kostn- aði við matarinnkaup en sá kostn- aðarliður hvfiir aö sjálfsögðu þungt á heimfiunum í miöri kreppunni. Þetta framtak verslunareigenda mælist ekki vel fyrir hjá kjötfram- leiðendum á íslandi og þar af leið- andi ekki ríkisstjóminni sem hefur tekið að gæta hagsmuna þeirra. Tollinum var sagt að stöðva þenn- an innflutning en því miður mun innflutningur á soðnu og unnu svínakjöti ekki vera bannaður og kjötiö komst til landsins. En hver er þaö þá sem kemur sérhagsmunaðilum í kjötfram- leiðslu tfi bjargar nema gamla góða ríkisstjómin sem er trú sínu hlut- verki. Ríkisstjóminni íslensku koma allsherjarhagsmunir ekki við í þessu máli. Ríkisstjómin berst ekki fyrir lægri framfærslu eða ódýrari matarinnkaupum. Hlut- verk ríkisstjómarinnar, nú sem endranær, er aö gæta hagsmuna þeirra fómfúsu Islendinga sem leggja það á sig að framleiöa kjöt sem annaðhvort selst ekki eða er of dýrt tfi almenningur hafi efhi á að kaupa það. Og tfi að tryggja aö framleiöslan í landinu komi að ein- hveiju gagni fyrir þá sem standa að framleiðslunni, borgar ríkis- sjóður milljarða á-mfiljarða ofan í þágu sérhagsmunanna. Þar af leiðandi er innflutningur á ódýrri danskri skinku bein atlaga að þessum hagsmunum og kemur auövitað ekki til greina að mati rík- isstjómarinnar. Úr því hún getur ekki bannaö innflutninginn með lögum er ekki nema eitt ráð eftir. Það er að leggja jöfnunargjald á innfluttu vörana tíl að tryggja að sauðsvartur almúginn geti ekki hagnast á því aö kaupa ódýrar í matinn. Þegar þing kemur saman mun ríkisstjómin láta það verða sitt fyrsta verk að breyta lögunum tfi að koma í veg fyrir svona ábyrgðarlausan innflutning. Það er hrein ósvinna að kaupmenn getí komist upp með að kaupa ódýrt inn ef það stefnir hagsmunum kjöt- framleiðenda í landinu í voða. Með þessum hörðu viðbrögðum mun ríkisstjómin með fjármála- ráðherra í broddi fylkingar standa vörð um þá heilögu skyldu sína að sjá til þess að vöruverð lækki ekki að óþörfu. Ríkisstjómin má ekki hvika í þessu máli, enda er það stóralvarlegt mál fyrir þjóðarbúið og fyrir almenning ef vöruverði er hleypt lausu og lækkaö í stóram stíl. Kaupmenn skulu ekki halda að ríkisstjómin sé svo vitlaust að láta plata sig með innflutningi á danskri skinku. Það væri nú annaðhvort að vöru- verð lækkaði! Það væri saga til næsta bæjar ef viöskiptafrelsið yrði misnotað til að lækka matarreikn- ingana hjá fólkinu í landinu. Það máaldreigerast. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.