Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1993 POIAR RAFGEYMAR 618401 LÍNAN Utlönd Ötruleg hrakfallasaga Dana sem fékk affcur og aftur nýtt hjarta: Andaðist með þriðja hjartað í brjóstinu Alternatorar & startarar í bíla. báta, vörubíla og vinnuvélar. Mjög hagstætt verö. Póstsendum. BÍLARAF Borgartúni 19, simi 24700 iKÚPtlHMB ©] Stilling SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97 Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SÍMI 91-624260 - árangurslaust reynt að halda honum á lífi með hjörtum úr konu og karli Claus Rasmussen er minnst í Dan- mörku sem eins mesta hrakfalla- bálks í sögu landsins því enginn maður hefur gengið með fleiri hjörtu í brjóstinu. Úrvahð af hjörtunum kom þó fyrir lítið því að Claus andaðist á dögtm- um með þriðja hjartaö í bijóstinu efdr að hafa lýst trú sinni á framtíð- ina og ánægju með nýjasta hjartað. Danskir íjölmiðlar fylgdust náið með sjúkrasögu Claus og landar hans samfógnuðu honum þegar hann mætti til vinnu með þriðja hjartað. Claus var smiður að at- vinnu. Læknar töldu að nú hefðu hjarta- þriðja hjartað í brjóstinu. skiptin loks heppnast. Hann virtist við góða heilsu og lifði í sjö mánuði eftir aðgerðina en hjartað stoppaði nú um helgina og eftir það fengu læknar ekkert að gert. Það voru læknar á Ríkissjúkrahús- inu í Kaupmannahöfn sem skáru Claus tvisvar upp á nokkrum mán- uðum og skiptu um hjarta. Þar hafa aðgerir af þessu tagi verið gerðar með góðum árangri á undanfomum árum. Fyrst var sett hjarta úr konu í Claus en það reyndist of veikt og var þá ákveðið að reyna karlmanns- hjarta í hann. Það entist Claus í sjö mánuði eða til æviloka. Sjúkrasaga Claus var búin að vera ævintýraleg. Eftir að hans eigið hjarta bilaði á síðasta ári var honum haldið á lffi með gervihjarta í hálfan mánuð. Þá fórst kona í bílslysi og þáði Claus hjarta hennar. Þegar það bilaði varð hann enn um sinn aö bíða eftir hjarta sem loks var grætt í hann á nýársdag. Eftir þá aðgerð vaknaði Claus upp hress og glaður og sagðist finna fyrir kraftinum í nýja hjartanu í hverri æð. Hann komst á fætur og fjölmiðlar fylgdu honum hvert fótmál. Claus varð heimilisvinur allra og hreif fólk með bjartsýni og draumum um óunnin afrek á komandi ámm. En nú er Claus aliur. Aiynd: Frá Nemendaleikhúsi JSB '93 ■ Barnaflokkar ■ Unglingaflokkar ■ Fullorðinsflokkar ■ Byrjendaflokkar ■ Framhaldsflokkar ■ Nemendaleikhús Skírteinaafhending 11. sept kl. 13:00 - 15:00 í Suðurveri og Hraunbergi ^flfl Flokkurfyrir |20 ára og eldri. Vegna fjölda áskorana höfum við nú loksins flokk fýrir þennan aldurshóþ. Við höldum áfram með vinsælu þúl- tímana frá því í sumar. Tilvalið fýrir skólafólk, stráka sem stelþur. Mánaðarkort kr. 3000. Suðurver, sími 813730 Hraunberg, sími 79988 Kennarar i vetur: Bára Magnúsdáttír, Anna Norðdahl, Irma Gunnarsdóttír, Ágústa Kolbeinsdóttír, Margrét Arnþórsdóttír o. fl. * Félagi íslenskradanskennara, og FÍLD, Félagi íslenskra listdansara. MichaelJack- son keypti kerrufylliaf Barbie-dúkkum Poppstjarnan Michael Jackson brá sér í leikfangabúð á Tævan í gær og keypti tíu fullar kermr af Barbie- dúkkum, vatnsbyssum, tölvuleikjum og öðrum leikfóngum til að gefa ung- um aðdáendum sínum. Fyrir herleg- heitin greiddi hann rúmar þrjú hundmð þúsund krónur. Versluninni var lokað í hálfa aðra klukkustund á meðan Jackson var þar inni og fyllti innkaupakerrurnar. Þá lék hann sér við börn verslunar- stjórans og reit m.a. nafn sitt á kjól hinnar ellefu ára gömlu Patty Chen. Á leiðinni í verslunina þáöi Micha- el Jackson hvolp að gjöf frá tveimur unglingsstúlkum sem eltu bifreið hans uppi á vélhjóli og börðu hana utan. Jackson skipaði bílstjóra sín- um að nema staðar svo hann gæti þegið gjöfina og gefið eiginhandar- ántun. Reuter Michael Jackson keypti leikföng á Tævan. Símamynd Reuter VolvoogRenault íeinasæng Afráðið er að stórfyrirtækin Volvo og Renault sameinist. Samningar náðust í París nú um helgina og verða kynntir í dag. Volvo og Renault em með stærstu bílaframleiðendum í Evrópu og hafa haft með sér samstarf á undanfóm- um árum. Nýja fyrirtækið verður sjötti mesti bílaframleiðandi í heim- inum. Hlutabréf í fyrirtækinu munu skiptast þannig að Volvo fær 35% en Renault 65%. Pehr Gyllenhammar, forsfjóri Volvo, verður ráðgjafi fyrir- tækisinsogtalsmaður. tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.