Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1993 Útgáfufélag:,FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð ( lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Heilsdagsskóli Skólastarf er að hefjast um þessar mundir. Nemendur streyma í skólana, kennarar eru í startholunum og menntun nýrra kynslóða sniglast áfram jaftit og þétt að hefðbundum sið. Skólastarfið breytist í sjálfu sér ekki mikið frá einu ári til annars. Ekki að minnsta kosti að því er varðar grundvaUarhlutverk skólanna að fræða og kenna undirstöðufög. En skólamir eru jafnframt uppeld- isstofnanir í víðtækum skilningi þess orðs, að því leyti að dvöl í skóla, samskipti við kennara og þroski nemand- ans í nýju umhverfi hefur auðvitað varanleg áhrif á fram- tíð hvers einstaklings. Skólamir fá leir til að hnoða og það er ekki sama hvemig leirinn er hnoðaður. Þetta hliðarhlutverk skólanna, þ.e.a.s. ábyrgð þeirra í alhliða uppeldi og mótun einstaklinganna, verður sífellt stærra. Foreldrar hafa ekki sömu aðstöðu og áður til að sinna bömum sínum. Algengt er að báðir foreldrar vinni utan heimihs og geti hvorki fylgst með því þegar bamið fer í skóla né þegar það kemur heim aftur. Eftirht með heimanámi og undirbúningi fyrir morgundaginn er und- ir hælinn lagt. Mörg böm búa og hjá einstæðu foreldri og nýtt orð hefur bæst í orðasafnið: lyklaböm. Það em bömin sem ganga sjálfala meðan pabbi eða mamma stunda vinnu utan heimihs. í þriðja lagi hafa því miður aðrar félagslegar aðstæður fjölskyldna, óregla, efnaleysi, firring eða félagsskapur bama og unglinga valdið þvi að nám fer fyrir ofan garð og neðan. Eitt af vandamálum samfélagsins er kæruleys- ið eða tómlætið gagnvart framtíðinni, rótleysið og upp- lausnin sem á sér ekki aðra skýringu en umhverfið sem við hfum í og almennt ábyrgðarleysi gagnvart náungan- um. Aht þetta gerir það að verkum að skólamir em það athvarf sem verður að taka við stórum hluta af uppeldi æskunnar. Það er þess vegna afar athyghsvert og ánægjulegt að fýlgjast með thraunum Reykjavíkurborgar og nokkurra annarra sveitarfélaga til að taka upp heilsdagsskóla. Heilsdagsskóh býður upp á möguleika til að sækja skyldunám, ljúka heimavinnu og heimalestri í skólanum sjálfum og sækja valsvið í íþróttum, dansi, tungumálum, leikhst og svo framvegis. Þetta er nefnt grannþjónusta. Á þessu hausti býður Reykjavíkurborg upp á slíka grunnþjónustu í rúmlega tuttugu skólum í borginni. Ami Sigfússon, formaður skólamálaráðs Reykjavíkur- borgar, segir í blaðagrein: „Hér er á ferðinni viðamikið verkefni sem umbyltir þjónustu við böm í Reykjavík.“ Það kemur og fram í grein Áma að náið samstarf er við félagsmiðstöðvar íþrótta- og tómstundaráðs, íþróttafélög, skáta, KFUM og K, safnaðarfélög og fleiri ftjáls félagasamtök. Mikilvægt er að þessi tilraun takist. Hér er verið að tengja saman skyldunám og tómstundagaman, uppeldi og hfsfylhngu. Hér er verið að bregðast við alvarlegasta félagslega vandamáh samtímans: upplausn ftölskyldunn- ar og því tómarúmi sem sú upplausn hefiir í fór með sér. Skólinn verður ekki stofiiun heldur athvarf og þjón- ustan við einstaklinginn en ekki hópinn verður í fyrir- rúmi. Reykjavíkurborg á heiður skilinn fyrir þetta myndar- lega og tímabæra átak. Vonandi tekst það vel enda ekki htið í húfi. Heilsdagsskóh er verkefni sem þarf að mót- ast af reynslunni en hugmyndin er frábær og fram- kvæmdin mun takast ef allir leggjast á eitt. EUert B. Schram „Hvar hafa útgjöldin minnkað jafn mikið og í landbunaðarmálunum? Svarið er einfalt: - Hvergi." Sóknogvörn landbúnaðarins Hvað sem líður kvaki krata þá blasir það við að útgjöld ríkissjóðs vegna landbúnaðar hafa minnkað gríðarlega mikið síðustu tvö árin. Reiknað hefur verið út að þessi útgjaldaspamaður hins opinbera nemi á ári hverju um 4 milijörðum króna hið minnsta. Hér er ekki ein- asta um að ræða tímabundinn nið- urskurð. Þvert á móti. Þessi út- gjaldaminnkun er varanlegur ár- angur, lækkun á keríisbundnum útgjöldum. Núverandi ríkisstjóm hefur víöa náð góðum árangri í því aö draga úr útgjöldum hins opinbera. En spyija má: Hvar hafa útgjöldin minnkað jafn mikið og í landbún- aðarmálum? Svarið er einfalt: - Hvergi. Menn hafa legið í mikium saman- burðarfræðum upp á síðkastið til þess að reyna að átta sig á útgjöld- um ríkisins til landbúnaðar hér og erlendis. Allir vita hversu slíkur alþjóðlegur samanburður er erfið- ur og varasamur. Riíja má upp deil- una sem hér varö þegar vinstri menn ætluðu að sanna að skatt- heimta væri lítil hér á landi í sam- anburði við aðrar þjóðir. Nánari skoðun leiddi í ljós að þau saman- burðarfrEeði vom öll í skötulíki. Það blasir við að stuðningur hins opinbera við landbúnað er veitfiu- í afskaplega mismunandi formi í heiminum og samanburður á mifii landa því torveldur. Dæmi um það birtist okkur til dæmis í GATT- viðræðunum. Þar er ráð fyrir því gert að við lýði verði mjög mikill stuðningur í formi útflutningsbóta hjá þeim ríkjum sem aðiiar eru að GATT. Þar með em talin ríki EB. Hér á landi er slíkur stuðningur úr sögmini. Ófrjótt stagl Þetta stagl er hins vegar afskap- lega ófrjótt og sniðgengur kjama málsins sem er sá að íslenskur landbúnaður er að ganga í gegnum gríðarlegar breytingar sem bænd- ur hafa í mörgum tiMkum mætt með opnum huga og stórhug. Sú ákvörðun sem innsigluð var í bú- Kjallaiinn Einar K. Guðfinnsson alþm. fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum vörasamningi að aðlaga fram- leiðsluna innanlandsneyslunni hlaut að hafa í för með sér gríðar- legar breytingar eins og komið hefur á daginn. Fyrst og síðast þýddu þær tekjusamdrátt í hefö- bundnum búgreinum. Við þessar aðstæður er um margt athyglisvert að ferðast um sveitir landsins og sjá hvemig íslenskt bændafólk hefur bragðist við. Það munar um minna fyrir einstakar atvinnugreinar að taka á sig beina tekjuskerðingu á borð við þá sem heföbundinn landbúnaður axlaði með undirritun búvörusamnings- ins. En víða hefur bændum tekist að snúa vöm í sókn. Úrvörn í sókn í fyrsta lagi hafa menn einbeitt sér að því aö draga úr öllum til- kostnaði. Áburðamotkun hefur dregist mikið saman. Sömuleiðis kjamfóðurgjöf. Og víða í sveitum hefur maður séð hvernig bændur hafa reynt að samnýta fjárfestingu sína eftir bestu getu. Dæmi um þetta má til dæmis líta í Ögur- hreppi við ísafjarðardjúp þar sem hreppurinn festi kaup á heybindi- vélum til notkunar fyrir bændur í hreppnum. Þá er ekki síður fróðlegt að sjá hvemig menn hafa reynt að róa á ný mið til þess að auka bútekjurn- ar. Ferðaþjónusta af ýmsu tagi, hrossarækt og fiskeldi í smáum stíl er einmitt dæmi um slikt sem bændur um land allt hafa tekið sér fyrir hendur. Loks er að nefna að verðsam- keppnin og hið breytta efnahags- lega umhverfi hefur stóraukið vöruþróun af öllu tagi. Menn reyna að varðveita markaðshlutdeild sína með verðlækkunum hér inn- anlands og með því að leita nýrra markaða utanlands fyrir sauð- fjárafurðir - nokkuð sem var nær óþekkt fyrr á tíð. Gott dæmi um slíkt getur til dæmis að líta austur á Höfn í Homafirði þar sem ungir menn hjá KASK, í samvinnu við markaðssérfræðinga, vinna nú að undirbúningi útflutnings á lamba- kjöti til Evrópu. Þannig er reynt að snúa vöm í sókn, stækka mark- aðinn og auka tekjumar. Allt þetta sýnir hversu bændur sjálfir eru vakandi fyrir því að þróa atvinnugrein sína. Þeim er ljóst að starfsumhverfi hefur breyst og em þess albúnir að bregðast við. Slíku vaskleikafólki ber okkur að leggja hð í stað þess að hggja á því lúalag- inu aö gera starf þess tortryggilegt. Einar K. Guðfinnsson „Sú ákvörðun sem innsigluð var í bú- vörusamningi að aðlaga framleiðsluna innanlandsneyslunni hlaut að hafa í för með sér gríðarlegar breytingar eins og komið hefur á daginn.“ Skoðanir annarra Vandamál landsbyggðarinnar „ Það er augljóst að hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir á stjómarheimilinu. Sú stefha virð- ist nú hafa æ meiri hljómgnmn á því heimili að tína smám saman þjónusfima af smærri stöðum á lands- byggðinni, breyta henni eða minna hana. Vandamál landsbyggöarinnar er ekki síst einhæft atvinnulíf. Þessi stefna eykur á þann vanda.“ Ur forystugrein Tímans 3. sept. Fiskveiðiheimildir í Barentshaf i „Fiskveiðiheimhdir í Barentshafi em eldfimt umræðuefni undir öhum kringumstæðum, ekki síst í kosningabaráttu og miðjum aðildarviöræðum Nor- egs við EB.. .Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að Norðmenn em í erfiðri stöðu. Hið sama ghdir um okkur íslendinga. En einmitt þegar engin lausn er í sjónmáh ríður á að halda áfram aö tala saman. Eng- in þjóð stendur íslendingum nær en Norðmenn. En það þýðir ekki að hagsmunir þjóðanna fari ævinlega saman. Við eigum hins vegar að hafa aha burði til þess að leysa að lokum úr ágreiningi sem upp getur komið, í fuhri vinsemd.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í Mbl. 3. sept. Angi af agaleysi „í borgarsamfélögum erlendis, sem eru álíka fjöl- menn og ísland, er hæfisreglna til að mynda gætt. Staðreyndin er sú að hér á landi hafa menn oft ver- iö skipaðir í nefndir og ráð vegna áhuga eða þekking- ar á viðkomandi málefni en htið hefur verið framhjá því hvort um hagsmunaárekstur gæti verið að ræða. Þetta er einn angi af því agaleysi og skorti á reglu- festu, sem ríkt hefur, jafnt í stjómkerfinu sem ann- ars staðar í þjóðfélagi okkar.“ Úr forystugrein Mbl. 2. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.