Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1993 17 Fréttir Lamaður á þríhjóli Kristján Einarsson, DV, Selfossi; Svanur Ingvarsson húsa- smiður hjólar um á Selfossi á merkilegum fararskjóta sem hann hannaði í sam- vinnu við þúsundþjalasmið- inn Adda Bergs á Selfossi. Er það þríhjól sem knúið er með handafh. „Ég fékk hugmyndina á Spáni í fyrra og hef síðan verið að hanna þetta hjól fyrir okkar aðstæður," sagði Svanur. Hann verður að treysta á handaflið því fyrir nokkrum árum slasaðist hann alvar- lega - féll af húsþaki þar sem hann var að vinna og lamaöist frá mitti og niður. Hann er þó hress og glaður og eitt hans helsta áhuga- mál er að athuga ýmis tól og tæki sem geta létt fötluð- um lífið. Svanur slasaðist sama dag og eiginkona hans ól honum soninn Ara Stein. Svanur og Ari Steinn á þríhjólinu. DV-mynd Kristján Níræöur bóndi við Eldhraun: Framleiðir sitt raf magn sjálfur Kristján Einaisson, DV, Selfossi; Rafmagnið er eitt af því sem fólk getur ekki án verið. Flestir leiða ekki hugann að því hvernig það verður til. Það er bara stungið í samband. Ekki eru þau mörg mannanna ból í dag sem komast af án rafmagns frá Landsvirkjun eða RARIK. Þau má þó finna og eitt þeirra er Svínadalur sem stendur við Eldhraun í Vestur- Skaftafellssýslu. Á þeim bæ býr 93 ára gamall mað- ur, Eiríkur Bjömsson rafvirki, ásamt konu sinni og bróður. Eiríkur hefur alla sína búskapartíð framleitt raf- magn með tækjum sem hann hefur smíðað. Um er að ræða vatnsaflsstöð sem fær vatn úr bæjarlæknum. Stöðin er það öflug að hún fram- leiðir 5 Kw og gefur 220 volta raf- straum. Eiríkur nam þá hst að smíða túrbínur af Bjarna frá Hólmi sem var annálaður smiður á sinni tíð. Túrb- ínurnar, sem Eiríkur hefur smíðað á hðnum áram, eru orðnar rúmlega 50 talsins og hafa þær farið til allra landshlutanna. Eiríkur Björnsson, 93 ára bóndi og rafvirki i V-Skaftafellssýslu, við renni- bekk sinn. DV-mynd Kristján AUKIÐ NOTAGILDI J /V V L l'f ODYRARI SIMTÖL ALÞJÓÐLEGT SÍMAKORT - NÝ ÚTGÁFA V öaPuonk . . , NOTKUN SPWNT VISAPHONE “ n»"“3'u ,“p“bort,‘ l ÝU » m«' "6 (Innanlands f portsins. 16 ala"' . ..... foi AKin REINT* PÖSTUB 06 SÍMI 'SSggte' ■ áíiÆtiSS*® / D> Nú býðst öllum korthöfum VISA að fá alþjóðlegt símakort útgefið á staðnum - þ.e. í banka sínum eða sparisjóði! D> Núverandi handhöfum VisaSímakorts er vinsamlegast bent á að snúa sér til viðskiptabanka/sparisjóðs síns eða Þjónustumiðstöðvar VISA til að endumýja kort sitt og fá nýja símaskrá sem því fylgir. VISA VISA ÍSLAH 3 Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 91-671700 M 36 MÁNAÐA GREIÐSLUKJOR Ford Orion CLX '92, 1,6, beinsk., 4 dyra, grár, ek. 26 þús. Verð 920 þús. Subaru st. 1800 4x4 '86, 1,8, sjálfsk., 5 dyra, hvítur, ek. 127 þús. Verð 560 þús. BMW 520i '89, 1,9, beinsk., 4 dyra, grár, ek. 75 þús. Verð 1630 þús. MMC Lancer GLXi '91, 1,5, sjáltsk., 5 dyra, rauður, ek. 22 þús. Verð 1020 þús. Honda Civic GL '88, 1,4, sjálfsk., 4 dyra, hvítur, ek. 52 þús. Verð 630 þús. Skoda Favorit LS '91, 1,3, beinsk., 5 dyra, blár, ek. 26 þús. Verð 390 þús. OPIÐ: virka daga frá 9-18, laugardaga frá 12-16. SÍMI: 642610

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.