Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1993, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1993 31 Menning Læsilegar Biblíu- sögur fyrir börn Flestir unnendur Biblíunnar munu um það sammála að fátt sé mikilvægara varöandi bibliulestur en að búa sögur og boðskap Biblíunnar þannig í hendurnar á bömum að veki áhuga þeirra á lestri Biblíunnar. Nú er unnið að nýrri þýðingu Biblíunnar í tengslum við kristnitökuafmælið árið 2000, en hversu mikilvægt sem það verkefni er þá er hætt við að það starf skili ekki þeim árangri sem að er stefnt ef ekki samtímis er unnið að því að vekja áhuga lesenda framtíðarinnar á lestri Biblíunnar. Trúarlífskannanir sýna nefnilega að Biblían er heldur lítið lesin hér á landi, ef t.d. er borið saman við lestur bóka um dulræn efni. Líta má á þá bók sem hér er til umsagnar sem við- Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson leitni í þá átt að glæða áhugann á lestri Biblíunnar. Hér er um fallega bók að ræða. Yfirleitt eru þrjár til fjórar litmyndir (eftir Tinie de Vries) á hverri síðu þannig að bömin fá þannig mikilvæga hjálp til skiln- ings á textanum. Eg spurði ellefu ára son minn hvað honum fyndist um bókin. „Hún er nákvæm en samt ekkert leiðin- leg,“ sagði hann og bætti við. „Mér finnst Gamla testa- mentið skemmtilegra en Nýja testamentið." Ég er raunar sannfærður um að hér hefur tekist að búa til lifandi frásagnir sem höfða til barna. Af sögum Gamla testamentisins, sem hér em endur- sagðar, má nefna Jósef í Egyptalandi, Móse í eyðimörk- inni, Samson, Davíð og Golíat, Elía Daníel. Úr Nýja testamentinu má nefna eftirtaldar sögur. Jóhannes skírari, Jesús tólf ára, Miskunnsami Samverjinn, Brúðkaupið í Kana, Góði hirðirinn, Krossfestingin, Páskar og Páll postuli. Hér em sem sé ýmsar af kunnustu sögum Biblíunn- ar endursagðar á lifandi og ljósi máli. Það er gert ipjög frjálslega og er sögumaður óhræddur við að Sr. Karl Sigurbjörnsson hefur fengist talsvert viö þýð- ingar á trúarlegu efni og ferst það jafnan vel úr hendi. byggja skýringar inn í sögurnar. Þannig fær lesandinn að vita hvers vegna víxlaramir vom í musterinu í sögunni af musterishreinsun Jesú, hvers vegna prest- urinn í sögunni af miskunnsama Samveijanum gekk framhjá dauðvona manni o.s.frv. í sumum tilfellum koma jafnvel við sögu persónur sem óþekktar eru í Biblíunni. En öll er endursögnin í fullum samhljóm við grundvallaratriðin í sögum Biblíunnar. Sr. Karl Sigurbjömsson hefur fengist talsvert við þýðingar á trúarlegu efni og ferst það jafnan vel úr hendi. Hér hefur hann enn einu sinni búið góðan út- lendan texta í velheppnaðan íslenskan búning. Sögur og myndir úr Bibliunni. Tinie de Vries og Anna-Hermine Miiller. Karl Sigurbjörnsson þýddi Skálholtsútgáfan 1992 (168 bls.j. Septemberbloðið er komið Jurassic Park eðluvegg- spjald íylgir roeð líandað og glæsilegt tímarit Er komið til áskrifenda. Fæst í myndbandaleigum, kvikmyndahúsum, bókaverslunum og sölutumum ASKRIFTARTILBOÐ Þú greiðir kr. 1050.- IVrir 6 blöð (175 kr pr. ein(ak). ÁskriOarsíminn er«11280. Bíómyndir & Myndbönd Tímarit áhugafólks um kvikmyndir Meðal eftiis: Frumsýnt í september: Farið yfir allar helstu myndirnar sem bíóin sýna í september Utgefið í september: Oll myndbönd septembermánaðar í máli og myndum Tækni: Eru mynddiskar að ryðja sér til rúms? Felubrandarar: Brandararnir sem þú sást ekki. Nýjar myndir: Yfirlit yfir væntanlegar myndir. og margt fleira... ■I Tónskóli Eddu Borg auglýsir Síðustu innritunardagar í allar deildir skólans 6., 7. og 8. sept., milli kl. 10 og 16. Tónskóli Eddu Borg Hólmaseli 4-6, sími 73452 DANS - frábær skemmtun fyrir alla! BÖRN - UNGLINGAR - FULLORÐNIR SYSTKINAAFSLATTUR FJÖLSKYLDUAFSLÁTTUR HÓPAFSLÁTTUR Innritun í síma 71200 milli kl. 13-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.