Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Síða 13
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 13 DV Meiming Asgeir Smári við eitt verka sinna Betra og miklu verra Ásgeir Smári er búinn aö vera efnilegur málari í mörg ár. Hann hefur alveg staöiö undir því; átt sína góöu og vondu daga en orðið betri málari eftir því sem liðið hefur á og er áreiöanlega betri málari í dag en í gær. Á laugardaginn var opnaöi Ásgeir Smári sína fjórðu einkasýningu í Gallerí Borg ef ég man rétt. Aö þessu sinni sýnir hann 24 olíumyndir. Nýjar. Fáir málarar dagsins hafa málað húsin í borginni af eins miklum krafti og Ásgeir Smári. Hann málar þau enn, jafnvel þó aö hann sé kominn frá þeim til Kaupmannahafnar og hafi verið þar síöustu misseri. Þaö kemur ekki aö sök. Myndirnar af húsum borgar- innar eru betri og þróttmeiri en áður, einkum þegar hann leyfir sér aö skjóta dagmálaglennu upp á himin- inn eins og í myndum 2 og 6 sem sjálfsagt eru bestu myndir sýningarinnar. Þær eru aö minnsta kosti af þeirri tegund að í þeim felst loforð um eitthvaö meira, kannski átök, ný. En Ásgeir Smári er fjöllyndur. Kannski ístööuhtill, ég veit þaö ekki. En hvern fjandann er maöurinn aö gera með eina mynd af allt öðru sauðahúsi á þessari sýningu; mynd númer 11, Byltingarmaðurinn heitir hún? Ekki þar fyrir aö sú mynd er ef til vill með betri myndum sýningarinnar; samt finnst mér aö hún hafi lent á rangri sýningu. Á efri palh sýningarsalarins er annað dæmi um fjöl- lyndi Ásgeirs. Fólkamyndir. Þær eiga heldur ekki heima á þessari sýningu, finnst mér, eins og þar stend- ur. Það læðist aö mér sá grunur að þær séu afgangur frá öörum tíma á ferli efnilegs ungs málara. Þær draga úr mætti hinna myndanna, þær lýta sýninguna, rýrra gildi málarans, en minna þó en ella því þær eru dulít- iö afsíöis. Það er meira en að segja það að ætla aö verða lista- Myndlist Úlfar Þormóðsson maöur. Ennþá meira að vera þaö. Það kostar þján- ingu, aga og meiri þjáningu. Og miskunnarleysi þess kvalræðis að kasta frá, mála yfir, eyðileggja gullkorn- in sín, því óhjákvæmilega eru sum þeirra ekki annað en poppkorn. Það er hægt að stytta sér leiö í hstunum. Fram hjá þeirri þjáningu að gera örlítið betur og meir en maður getur best og mest aftur og aftur og aftur. Þá leið hafa margir efnilegir málarar ratað. Því miður. Þannig verður til götumálverkið, ódýra markaðsmálverkið, sem hrífur andartak og aldrei meir. Gatan er mjó og vegirnir hálir. Taktu þig á. Farðu lengri leiðina, drengur. Þú átt að geta það. Sýning Ásgeirs Smára er opin daglega frá kl. 12.00- 18.00 virka daga en frá kl. 14.00-18.00 um helgar. Henni lýkur þriðjudaginn 28. september. Orgelleikur í Hallgrímskirkju Tilboðsréttir Fyrir 1 Fyrir 2 Fyrir 4 Lamba-shawarna Lamba-shawarna Lamba-shawama kebab, franskar kebab, franskar kebab, franskar og /2 1 kók og '/2 1 kók og /2 1 kók Kr. 660,- kr. 1.200,- kr. 1.950,- Allt í nýbökuðu líbönsku brauði með sósu að eigin vali. FRÍ HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA Opið alla virka daga og um helgar frá kl. 10-22. SaJtiaTa, Suðurlandsbraut 12, s. 684955. TóCvns((óCi ísCands er um þessar muncCir 5 ára og býður af því tiCefni einsta/f afmcefístiCBoð: Skrifstofutækninám með 20% afslætti Tölvuskóli íslands Sími 61 66 99 • Opið til kl. 22. Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði Tónleikar voru í Hallgrímskirkju í gær. Þar lék Werner Dittman frá Þýskalandi einleik á orgel. Á efnis- skránni voru verk eftir Josef Gabriel Rheinberger og Louis Vi- erne. Báðir höfundar tónlistarinnar eru aldamótamenn, Rheinberger þó ívið eldri. Hann var þýskur og samdi mikið magn tóniistar, þar með talið óperur, sinfóníur og kammertónhst. Þekktastur er hann þó fyrir orgelverk sín sem eru mörg talsins og oft viðamiklar efn- isríkar tónsmíðar. Verkið sem flutt var á þessum tónleikum, Orgelsón- ata nr. 18 í A-dúr, er gott dæmi um þetta. Hún er nokkuð íburðarmikið og þétt skrifað verk og margt hljómar þar einkar fallega. Ekki stenst þó verkið samanburð við verk hinna stærstu meistara. Það sem þar á skorti var ögun í með- ferð efnisins. Má nefna sem dæmi B stefið í fyrsta þætti sónötunnar sem átti greinilega að vera and- stæða A stefsins, en var svo ólíkt að svo virtist sem komið væri út í annað verk. Louis Vierne var franskur orgel- leikari í Notre Dame kirkjunni í upphafi þessarar aldar. Hann samdi einkum orgeltónhst, sem Orgelsinfónía nr. 2 í e moh, er gott dæmi um. Gott flæði tónefnis er að Tónlist Finnur Torfi Stefánsson finna í þessu verki. Sá kafli sem best hljómaði þarna var annar kafhnn sem virtist byggður á fornu sálmalagi og í tilbrigðaformi. Scherzo kafhnn var einnig mjög áheyrilegur, jafnvel þótt örlaði á væmni á stöku stað. Upphafskafl- inn og lokakaflinn liðu fyrir fuh- hljómmikla stilhngu orgelsins sem gerði áheyrendum erfitt fyrir um að greina sundur efniviðinn. Að öðru leyti var orgeheikur Ditt- mans mjög góður. Hann sýndi ör- yggi í flestu því sem fyrir fingur hans bar og litavalið var yfirleitt smekklegt. aítarskóli ÖLAFS GAUKS SÍÐASTA INNRITUNARVIKA Innritun virka daga kl. 14-17 í síma 27015. Skírteinafhending laugard. 25. september, kl. 14-17, í skólanum, Stórholti 16. Kennsla hefst 27. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.