Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 9 Utlönd Síðasti harðlínu- komminndregur sigíhlé Georges Marchais, formaður franska komm- únistaflokks- ins og cinn af síðustu harð- línukommum Evrópu, til- kynnti í vikunni að hann ætlaöi draga sig í hlé eftir tuttugu ára setu viö borðsendann. Marchais er 73 ára gamail og óðum að ná sér eför mjaðmaaö- gerð sem hann gekkst undir fyrir skömmu. Flokkurinn naut fylgis 25 pró- senta kjósenda þegar Marchais tók viö honum en nú hefur fylgið hrapað niður í sjö prósent. Meðal-Bretinn eyðirof miklum tímaákránni Vepjulegur breskur karlmaður dvelur allt of lengi úti á krá, borð- ar of hitaeiningarfkan mat og stundar ekki næga líkamsrækt. Þá er karlmönnum hættara en konum á aö lenda á sjukrahúsi meö hjartaáfall og heilablóðfall, þeir smitast frekar af eyðni, verða fyrir slysum og fremja sjálfsmorö í meira mæli. „Þótt konur og karlar deýi af svipuðum ástæðum er samt greinilega kynjamunur á dánar- og sjúkdómatíðninni," sagði Kenneth Calman, landlæknir Bretlands. Hann mælir með því að breskir karlmenn hætti að reykja, drekki minna áfengi og hreyfi sig meira. Bretadrottning skerniðurfríð- indiíhöllinni Elísabet Bretadrottning hefur skorið upp herör gegn fríöindum starfsmanna sinna til að draga úr rekstrarkostn- aði konungsfjölskyldunnar. Tæp- lega fjögur hundruð starfsmenn í höllum drottningar hafa fengiö bréf þar að lútandi. Su tið er nú liðin að þjónar drottningar fái ókeypis sápu, bíl- stjórar og hestasveinar verða sjálfir að greiöa fyrir skóviögerð- ir og þess verður ekki langt að biða að starfsmenn fai ekki leng- ur ókeypis áfengi í konungsveisl- um. I stað þessara fríöinda eiga starfsmenn aö fá reiöufé. Þeir segja þó að lítið verði eftir þegar skattar hafi verið greiddir. Wallenberg bjargaði gyðing- umfyrirKana Sænski stjómarerindrekinn Raoul WaUenberg, sem bjargaði lífi þúsunda gyðinga undan nas- istum á stríðsárunum, vannfyrir hálfleynUega bandaríska stofh- un. Hugsanlegt er taUö að það hafi vakið grunsemdir Sovét- manna og leitt tíl handtöku 'nans og síðar hvarfs. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar sem leyndarhjúpnum hefur ný- lega veriö svipt af. WaUenberg fékk peninga, svo og fýrirskipanir og upplýsingar sem nýttust honum í starfi frá bandarísku flóttamannastofnun- intli. Reuter Ófriðurinn í Abkasíuhéraði: Ég ætla að berjast en mig vantar byssuna - segirfræðimaðurinnGrigolMatsjavariam „Nei, nei, ég er fráleitt hræddur. Ég er búinn að skrá mig sem sjálfboð- ahða í herinn en það er skortur á vopnum. Ég fer um leið og ég fæ byssu en vona samt að ég þurfi ekki að berjast," sagði Grigol Matsjavar- iani í viðtaii við DV. Grigol heldur tU í Tíflis, höfuðborg Georgíu, og bíð- ur þess sem verða viU. Grigol sagði að flestir ungir menn í Georgíu væru búnir að skrá sig í herinn „til að stöðva lögleysuna sem nú fer fram 1 Abkasíu," eins og hann orðaði þaö. Georgiumenn líta á Abk- asíu sem hluta af landi sínu en að- skUnaðarsinnar í héraðinu sigruðu stjórnarher Georgíu í umsátrinu um héraðshöfuborgina Sukhumi. Nú væri það vilji manna að endur- heimta héraðið með vopnavaldi. Hef- ur Eduard Shevardnadze forseti heit- ið því að hefna ófaranna í Sukhumi en hann stýrði stjórnarhernum í lokaátökunum. „Þótt margir vUji berjast þá eru ekki allir tilbúnir að fara í herinn. Sumir hafa misst trúna á framtíð Georgiu og standa bara úti á götu og skvaldra. Ég er ekki einn af þeim. Ég er fræðimaður og enginn hermað- ur. En þegar fósturjörðin krefst þess þá verða menn að grípa vopnin," sagði Grigol. Segir ekki foreldrum sínum frá Grigol sagði að konan sín vissi hvað hann hefði í hyggju en hann hefði hlíft foreldrum sínum við frétt- unum. Hann sagðist jafnframt vona að átökunum Unnti Ujótlega, jafnvel innan mánaðar. Grigol Matsjavariani meðan hann var á islandi síðasta vetur. „Ég kem engu í verk þessa dagana. Ég heimsæki vini mína og við ræðum ástandið en ég hef ekki taugar tíl að vinna neitt af viti. Það er himinhróp- andi ranglæti sem þama er aö ge- rast,“ sagði Grigol. Stjórnarherinn í Georgíu er enn á undanhaldi í Abkasíu. Liðinu hefur ekki unnist ráðrúm til að endur- skipuleggja vamir sínar eftir faU Sukhumi á meðan mikiU hugur er í aðskilnaðarsinnum og í gær náöu þeir síðasta vígi stjómarhersins á sitt vald. ÚtUtið er því ekki bjart fyrir Georg- íumenn þrátt fyrir heitstrengingar um að endurheimta héraðið. Stjóm- arherinn er mjög iUa vopnum búinn eins og Grigol benti á. Skipulagið er og í molum og baráttuandinn lítiU eftir látlausa ósigra. Sprengítílboð á tímbri UGmriMU Dæmi um verð i heilum búntum: 38x125 72 kr. 38x150 85 kr. 38x175 100 kr. 38x250 142 kr. 50x225 170 kr. 75x150 170 kr. 75x175 196 kr. 75x200 224 kr. 19x75 20 kr. Allt verö miöaö við lengdarmetra með vsk. Seljum einnig í lausasölu meö mikl- um afslætti. Eigum von á spóna- plötum frá Svíþjóö á góöu verði. Opið: laugardag og sunnudag kl. 10-16. NES-PACK Bygggöröum 6 170 Seltjarnarnesi Símar: 627066 - 611115 Fax611120 Núer HMiral l.vinninoi Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.