Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Spumingin Hvað finnst þér leiöinleg- ast að gera? Selma Svavarsdóttir: Ryksuga. Ásta Friðriksdóttir: Mér finnst leið- inlegast að búa um rúmið mitt. Halla Dóra Sigurgeirsdóttir: Bera út bækur. Iða Jónsdóttir: Hanga og gera ekki neitt. Bjarki Elfar Stefánsson: Vaska upp. Jón Mogensson Schow: Fara á fætur. Lesendur Ruglið um rjúpnastofninn „Ég skýt rjúpur fyrir mig og skyldfóik mitt,“ segir bréfritari m.a. Páll Þormar skrifar: Það er einkennilegt hve margir verða fróðir um rjúpnastofninn á þessum tíma. Þar eru mest áberandi karlar sem hafa það á heilanum hve mikið var af rjúpu þegar þeir, pabbi þeirra og afi skutust út fyrir bæjar- dymar og skutu svo sem 40 til 50 rjúpur fyrir hádegi. - Og konur sem eru uppfullar af svo dæmalausum öfgum aö ekki tekur nokkru tali. Sigríður nokkur segir í lesenda- bréfi 15. sept. sl. að menn sýni enga miskunn við veiðamar. - Hvaða miskunnartal er þetta? Þegar menn fara á veiðar skjóta menn fuglinn og reyna að drepa hann eins fljótt og þrifalega og unnt er. Það er engum þægð í eða nautn af að eltast viö særða bráð. Þetta er gert og hefur ávailt verið gert. Munurinn er sá að þetta hefur stórbatnað því hér áður fyrr var xjúpan stundum veidd í snörur til útflutnings, alit upp í 250 þúsund ijúpur á ári, auk innanlands- neyslunnar. Og þá skutu menn varg eins og fálkann. Hvað varöar Sigríði og aðrar konur um hvað ég boröa á jólunum? Ég skýt rjúpur fyrir mig og skyldfólk mitt, það sem ekki skýtur sjálft. Ég gef þær. Síðan hef ég selt nokkrar rjúpur fólki sem ekki veiðir sjálft en getur ekki hugsað sér jól án ijúpna. - Nei, Sigríður; borða þú og þið hinar bara blessuð litlu lömbin, eða svínin, nú eða kalkúninn sem aðrir drepa fyrir ykkur. Ekki skipti ég mér af því. - Og Sigríður talar um „slátr- un“. Það heita sláturhús, Sigríður, þú veist, þaðan sem þú færð kjötið þitt. Það er ekki búið til í búðunum. Og enn segir Sigríður: „Sumir veiða tugi ijúpna, og varla ætla þeir að borða þær allar?“ - Þaö fara 27-30 ijúpur í mál á mínu heimili og við borðum rjúpur tvisvar á ári. Einhver lét eftir sé hafa í blaði í fyrra að byssur væm orðnar svo góðar í dag að menn dræpu allt sem þeir sæju. Það versta er að til er fólk sem trúir svona nokkru og það fólk rýkur til og krefst frammi fyrir al- þjóð að rjúpan verði friðuð, hún sé svo falleg. Það er hárrétt. En það er líka það eina sem margt af þessu fólki veit um ijúpur. Okkur veiöimönnum er engin þægð eöa akkur í að útrýma rjúpunni. Og svo er það þetta með vélvæðing- una við veiðamar; bíla og sleða. Það er mál sem verður að stöðva. Ég tek fram að þar er ég enginn eftirbátur. - Ævar Petersen náttúrfræðingur segir ijúpnastofninn vera í hefð- bundinni lægð. Að öðm leyti virðast menn alltaf vita jafn lítið um ijúp- una. Þeir eiga því ekki að kveða upp dóma. Síst þeir sem ekki hafa nokk- urt vit á þessum málum. Öfullnægjandi þjónusta apóteka Þórarinn skrifar: Það er merkilegt hve þjónusta apó- tekanna hér í Reykjavík er aftarlega á merinni ef miðað er við þjónustu á öðram sviðum verslunar og við- skipta. - Að ekki skuh vera opið um helgar nema í einu apóteki er ófull- nægjandi fyrir svo stórt íbúasvæði sem Reykjavík. Ég þurfti í apótek sl. sunnudag og þá var að byrja á því að leita að dag- blaði til að afla sér upplýsinga hvaöa apótek væri opið þá helgina. Það var í Háaleidsapóteki. Þegar þangað kom var örtröð af fólki og þóttí engum mikið miðað við að þetta var eina apótekiö sem var opið. Þjónusta og afgreiðsla var hins vegar til fyrir- myndar og afgreiöslan gekk hratt fyrir sig. Ég sá í dagblaðinu sem ég var með í höndunum að auglýst var varsla í Vesturbæjarapóteki, en aðeins gefið upp símanúmer. - En hvers konar þjónusta er nú þetta á tímum fijáls- ræðis og frelsis í viðskiptum? Auðvit- að ættí að vera hægt að fá einfold- ustu lyf og verkjatöflur svo sem magnyl, joð o.fl. o.fl. í öllum mat- vörumörkuðum, líkt og gerist víðast hvar annars staðar. Ekki þarf aö snúa hér út úr og segja að ekki passi nú að hafa lyfin innan um matvör- urnar (eins og mörgum íslendingum hættir til að gera, bara til að notast við orðhengilsháttinn), þaö má auð- vitað hafa lyfin í sérdeild eða sér- stöku homi í versluninni rétt eins og gert er með kjötíð og grænmetíö og annað sem þarfnast sérstakrar umönnunar og gæslu í versluninni. Landgræðslan hef st í eldhúsinu Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: Fáir leiða hugann að því þegar þeir sjá uppblásnar hlíðar og mela að þeir sjálfir eigi þátt í þessum harm- leik með matarvali sínu. - En þannig hlýtur það að vera þegar þéttbýlisbú- ar og aðrir neytendur styðja sífellt við bakið á uppblástursiðnaðinum í sveitum landsins með kaupum á af- urðum hans án nokkurra skilyrða við framleiðsluhættina. Enn færri leiða hugann að því að með þvi að borða dýrakjöt í stað jurtafæðu þurfi 10 til 12 sinnum stærra akurlendi tíl framfeiðslu kjöt- máltíðar í stað jurtanna sem í jurta- máltíð fara. Með því að vera jurtaæta býður maður ekki bara líkama sín- um upp á margfalt hollari fæðu, held- ur notar maður (eða misnotar) að- eins tæpan tíunda hluta þess lands sem annars færi undir uppeldi dýr- „Um afleiðingarnar ætti hver kjötæta að hugsa,“ segir m.a. i bréfi Magnúsar. Hringiðísíma 63 27 OO milli ki. 14 og I6-eóa skrifið Nafn og símanr. vcröur aö fylgja brófum anna. Meltingarvegur spendýra er ekki sérlega góð forvinna á grænmet- inu fyrir mannslíkamann. Á íslandi era allnokkrir staðir sem bjóða upp á grænmetisrétti fyrir þá sem vildu prófa. Grænmetisréttur af matseðli Tjamarinnar t.d. svíkur engan. Heldur ekki af daglegu mál- tíðunum á matstaðnum Á næstu grösum hvað sem Jónas á DV segir. Um afleiðingamar ættí hver kjöt- æta aö hugsa þegar hún kaupir og matreiðir kjöt eða aðrar aiurðir sauökindarinnar. Þaö þýðir ekkert að híma og benda á bændurna. Þeir em bara að uppfylla kröfur markað- arins. Markaðurinn fyrst og síöast og svo eftirspumin er hið raunveru- lega vald, hér sem annars staðar. Gunnar skrifar: Ný lög um neytendalán frá bönkum og peningastofnunum taka gildi hinn 1. okt. Eyðslusemi landans hefur verið i fréttum. Hafi hún heltekið svo hluta þjóð- arinnar að talað er um sérstakan sjúkdóm. Vom þeir í sjónvarps- fréttum nefhdir eyðslufíklar og heilmikið gert úr þessum nýjasta faraldri í islensku samfélagi. - Hvað verður næst? Á ekki að setja ný lög á Alþingi svo að fíkl- amir eigi aðgang aö sérstökum eyðslulánum? En era íslenskir neytendur ekki bara allir eyðslufíklar í eðli sínu? EllefuáAlþjóða- bankafund! Sigurður Kristjánnson hringdi: Ellefu manns fóru tíl Washing- ton tíl að sitja ársfund Alþjóða- bankans og Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins þessa dagana. Og sjálf- sagt hefur þessum sporslum, þvi ekkert er þetta annað, verið skipt bróðurlega á milli hinna pólitísku flokka eftír þvi sem mér sýnist af frétt um máliö. Það er bót í máli að ferðir og uppihald er greitt fyrir tvo ráðherra. En hvað eigum við að gera með 11 manna sendinefnd á þennan ársfund? Geturfólklifað afloftinu? Kristinn skrifar: Það vekur stundum athygli mína að ótrúlegur fjöldi erlendra manna ráfar um göturnar og þvælist á milli banka, kaffíhúsa eða verslana. Þessir menn eru ekki Reykvíkingar, heldur menn sem gera ekkert, að því er virð- ist, á meöan ég og þú, landi minn góður, vinnum 8-10 tíma á dag til þess aö hafa ofan í okkur. Þessir menn virðast hins vegar lifa góðu lífi á loftínu. Oft eru þessir menn með stresstöskur, þvi þeir vilja allavega líta út þannig að þeir séu menn með mönnum. - Eg vildi beina því til útlendingaeftirlitsins hvort ekki sé þörf á að kanna hagi þessa fólks eitthvað nánar. Kannski er einhver skýring á til- komu þessara manna. erujákvæðar Ragnar skrifar: Mig langar til að taka undir les- endabréf í DV sl. mánudag þar sem rætt er um hámarksárangur i í líkamsrækt. Ég er einn þeirra I sem hafa stundað æfingar í Jóga- stöðinni Heilsubót og þaö er , skemmst frá þvi aö segja, að þarna er á ferðinni einhver besta likamsrækt sem ég hef notíð. AU- ar æfingar sem þarna eru kennd- ar eru viö það miðaðar að maður hafí af þeim not og þær eru já- kvæðar að því leyti að maður .kemur afslappaður úr hverjum tíma. - Ég hvet fólk til að kanna þetta af eigin raun. MyndiríSjónvarp- inuvinnaá Grímur Á. skrifar: Ég lýsi undrun minni en jafh- framt stuðningi við skyndilega breytíngu hjá Sjónvarpinu hvað varðar kvikrayndir. Nokkrar góðar myndir hafa verið þar að undanfómu, t.d. myndin Opnun- arstúlkan sem sýnd var sl. föstu- dagskvöld. Hún var n\jög góð og ég vona að framhald verði á þessu hjá RÚV. Með þessu áframhaldi verður RÚV líklega aftur vin- sælla en Stöð 2 og nær til baka fjölraennum áhorfendahópum, t.d. unglingum og fólki allt að fer- tugsaldri sem hefur fimdist Stöö 2betriíþessum efnum. - Með von um „svona“ myndir og aðrar lík- ar á báðum stöðvum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.