Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Reynslunni ríkari eftir ferð til Kóreu: „Þetta var ótrúleg upplifun. Það var farið með okkur eins og við vær- um stjörnur. Við bjuggum á ofboðs- lega flottu hóteli og allur aðbúnaður var frábær," segja þær Heiðrún Anna Björnsdóttir og Unnur Guðný Gunnarsdóttir sem eru nýkomnar heim frá Kóreu þar sem Unnur var meðal þátttakenda í keppninni Miss World University en Heiðrún Anna krýndi sigurvegarann enda sigráði hún í þessari keppni fyrir ári. Heiðrún Anna haföi ekki gert sér vonir um að henni yrði boðið til Kóreu til að krýna arftaka sinn og var því heldur lukkuleg þegar hringt var í hana og henni boðið að koma sér að kostnaðarlausu. Unnur Guðný ákvað að taka þátt í keppninni eftir að mæðgurnar Henný Hermanns- dóttir og Unnur Arngrímsdóttir hvöttu hana til þess. Henný er um- boðsmaður keppninnar og valdi hún Unni til aö vera fulltrúi íslands að þessu sinni. Hins vegar var það ferðakóngurinn Ingólfur Guð- brandsson sem útvegaði Unni farið til Kóreu en ella hefði hún ekki kom- ist í ferðina því fargjaldið þurfa hér- lendir aðilar að borga. Unnur Guðný hélt til Kóreu tveim- ur vikum fyrir keppnina og fékk mikla þjálfun við undirbúning. Hún segist ekki hafa óskað eftir lánuðum fatnaði frá verslunum hér vegna þess að slíkt hefur gengið erfiðlega hjá þeim stúlkum sem reynt jiafa. Heið- rún Anna tekur undir það og segir að íslensk fyrirtæki séu mjög treg að hjálpa stúlkum með kostun. Þaö er hins vegar regla hjá fulltrúum ann- arra þjóða að hafa nokkra aðila sem kosta t.d. klæðnað fegurðardísanna. Valin heimsálfa Unnur Guðný kom ekki tómhent heim því henni hlotnaðist sá heiður að vera kjörin í tíu stúlkna úrslit og fékk heimsálfutitilinn Miss Europe. Meðal verðlauna var glæsilegur módelkjóll eftir tískuhönnuöinn Gloria Kim en hún hannar öll föt á Michael Jackson. Auk þess fengu þær báðar, Heiðrún Anná og Unnur, íjölda tilboða um fleiri keppnir en nóg virðist af þeim í heiminum. Má þar nefna keppnina Miss Internati- onal sem fram fer á Sri Lanka 9. október en Heiðrún Anna fer þangað sem dómari. Báðar fengu þær tilboö um að taka þátt í keppninni Calender Girl sem Donald Trump heldur og kostar. Loks er það keppnin Hawaii Tropical en það var einmitt verið að velja stúlkur í þá keppni á Hótel Sögu um síðustu helgi. „Þaö var okkur óviðkomandi enda er það erlendur aðih sem býður okkur þátttöku en hann sagði að það væri einmitt verið að leita að norrænu útliti," segir Heiðrún Anna sem hefur ferðast til níu landa frá því hún tók þátt í feg- urðarsamkeppni íslands á síðasta ári en þar hafnaði hún í öðru sæti. Og eru þá ekki tahn með öll þau lönd sem hún hefur mihilent í og dvalið sólarhring eins og Indland eða borgir eins og London og Tokyo. Brúður heimsins Heiðrún Anna var nýkomin heim frá Kína er hún hélt til Kóreu. Hún tók þátt í keppninni Brúður heimsins eða Miss World Bride í Peking. „Mað- ur sem heitir Charlie Sheen er um- boðsmaður minn eftir að ég tók þátt í keppninni Miss World University í fyrra. Hann finnur keppni fyrir mig og kemur mér á framfæri th að gera mig á endanum að söngkonu. Það er draumur minn enda kem ég fram í öllum keppnum og syng,“ segir Heiðrún Anna. „Alhr brúðarkjólar sem sýndir voru komu frá París og eru eftir fræga hönnuði. Fjörutíu stúlkur tóku þátt í þeirri keppni en síðan segja fegurðardísimar Heiðrún Anna og Unnur Guðný Unnur Guðný fékk titilinn World Miss University of Europe. Heiðrún Anna sigraði i keppninni í fyrra en krýndi arftaka sinn að þessu sinni með mikilli prýði. Heiðrún Anna Björnsdóttir og Unnur Guðný Gunnarsdóttir eru reynslunni ríkari eftir skemmtilega dvöl í Kóreu. DV-mynd ÞÖK S Heiðrún Anna var nýkomin frá Peking, þar sem hún tók þátt í keppni um fallegustu brúðina og brúðarkjólinn, þegar hún héit til Kóreu. voru valdar tólf í úrsht. Ég hafnaði í sjöunda sæti og fékk að eiga brúðar- kjóhnn sem ég sýndi í verðlaun en hann kostar um tvö þúsund dollara. Okkur sem lentum í sjö efstu sætun- um var síðan boðið að koma til Sin- gapore í janúar 94 og sýna á brúðar- kjólatískusýningu þar okkur að kostnaðarlausu. Auk þess sem við fáum laun,“ segir Heiðrún. Þess má geta að herbergi Heiðrúnar er orðið sneisafullt af ahs kyns borðum og verðlaunagripum. Draumur Heiðrúnar, sem er tvítug, er þó að verða söngkona og í Kóreu á dögunum söng hún fyrir fimm þús- und manns í sal og um tuttugu mhlj- ónir í sjónvarpi. Miss World Univers- ity fór fram á heimssýningunni Expó 93. Eiginhandaráritanir Unnur Guðný varð átján ára fyrir viku. Hún hefur starfað með Módel- samtökunum frá því hún var fjórtán ára og tekið þátt í mörgum sýningum á vegum samtakanna. Unnur Guðný mun taka þátt í Fegurðarsamkeppni íslands næsta vor. „Þegar ég sá myndband hjá Heið- rúnu Önnu um keppnina í fyrra var ég strax ákveöin aö fara því hún var svo glæsheg," segir Unnur. „Þetta er mikhl viðburður í Kóreu og aht lagt undir.“ Unnur segist hafa orðið mjög'hissa þegar Henný bauð henni að fara þar sem miklar kröfur eru gerðar th þeirra stúlkna sem fara í þessa keppni. Þó keppnin sé hæfileika- keppni er ekki skhyrði að stúlkumar komi fram með atriði. Unnur Guðný kaus að gera það ekki. „Þetta var allt eins og ævintýri. Viö vöktum gífurlega athygli og þegar við vorum að ganga um heimssýn- inguna hópaðist að okkur fólk sem vhdi taka myndir og fá eiginhandará- ritanir," segja fegurðardísimar sem aftur hafa tekið við sín venjuleg störf. Unnur Guðný hætti í skóla um síðustu áramót og starfar hjá Fram- tíðarsýn en Heiðrún stundar nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.