Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Síða 11
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 11 íslandsvinurinn Grigol Matsjavariani ber saman vandamál íslendinga og Georgíumanna: Ja, þessir íslendingar „Ja, þessir Islendingar!" varö Grigol Matsjavariani að orði þegar honum var sagt að á íslandi hefði legið við stjómarslitum vegna kalkúnalappa. Og undrunin var enn í röddinni þeg- ar hann hætti við: „Síðustu nótt beið ég í sex klukkutíma í biðröð eftir brauði og svo þykjast íslendingar vera óánægðir með allt. Það var þeim líkt.“ Hann heldur áfram, dapur í rödd- inni: „Veistu að ég hef reynt að út- skýra fyrir vinum mínum hér í Ge- orgíu, ættingjum og fjölskyldu hvemig fólk hefur það á íslandi. Það þýðir ekkert. Fólk skilur þetta ekki og enn síður þegar ég segi að íslend- ingar séu alltaf óánægðir. Það skil ég ekki heldur. Vandamál ykkar eru bamaleikur samanborið við það sem við þekkj- um. Þið skiljið ekki heldur af hverju við viljum beijast og ég efast um að íslendingar gripu til vopna þótt þeir misstu Vestmannaeyjar." Verklaus Grigol segist vera vansvefta og eirðarlaus þessa dagana. Ekki bara vegna vöku í biðröð heldur er hann að fara í stríðið fyrir fóðurland sitt, Georgíu, gegn aðskilnaðarsinnum í Abkasíu. „Ég kem engu í verk,“ segir hann og hefur þó á skrifhorði sínu bók um Jón biskup Arason. Frá því Grigol fór frá íslandi fyrr á árinu hefur hann unnið að bókinni en verkinu miðar ekkert vegna taugaspennings. Stríðið kallar en ástkær Jón Arason getur beðið. Islendingum kom Grigol ekki fyrir sjónir sem hermaður. Hann hefur allt yfirbragð grúskarans. Bókastafl- ar birtast ósjálfrátt í bakgrunni myndarinnar af Grigol en ekki byss- ur og skotgrafir. Hann hlær að samlíkingunni, neit- ar að vera hræddur um líf sitt og segir: „Ég er enginn hermaður en þegar fósturjörðin kallar verður að grípa byssuna." Grigol er fyst og fremst reiður. Hann er reiður Abkasíumönnum fyrir Jögleysuna sem þeir hafa í frammi. Hann er þó reiðari Evr- ópubúum og Sameinuðu þjóðunum; segir að þar tali menn fagurt um frið en geri ekkert. Daufdumbir „Vestur-Evrópa er öll eins og daufdumbur maöur,“ segir Grigol. „Hún heyrir ekkert,.sér ekkert og skilur ekkert. Það er skiljanlegt að Evrópubúar vilji ekki blanda sér í Grigol Matsjavariani og Irma Oboladze, konan hans, á íslandi skömmu fyrir jól. Nú ætlar fræðimaðurinn að fara í stríðið. átök í öðrum löndum en þá eiga ráða- menn bara að segja það hreint út og sleppa því að tala um aðgerðir." Sameinuðu þjóðimar og fram- kvæmdastjórinn Boutros Boutros- Ghali fá ekki hærri einkunn hjá Gri- gol. „Þetta er máttlaus stofnun. Þar svaldra menn bara. Ástandiö hefur versnað eftir að Boutros-Boutros- Ghali tók við stjóminni. Hann er kannski góður og velmeinandi mað- ur en hann hefur valdið miklum von- brigðum,*1 segir Grigol. Eduard Shevardnadse Georgíufor- seti er hans maður þessa dagana þrátt fyrir ósigra á vígvellinum. „Hann er þarfur maður,“ segir Gri- gol með virðingu í röddinni. „Shevardnadse leynir því ekki að hann er gamall kommi. Hann viður- kennir villu sína og kallar hana fimb- ulfamb (er það ekki rétta orðið á ís- lensku?). Það er auðvitað ekki útilok- að að hann sé úlfur í sauðargæru en við treystum honum; getum ekki annað. -GK Upplýsingalína Flugleiða Upplýsingar um brottfarar- og komutíma Flugleiðavéla í millilanda- og innanlandsflugi. Alltaf nýjustu upplýsingar. Sjálfvirk símsvörun allan sólarhringinn alla daga. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskurferðafélagi Á Nýr VW Golf á aðeins 1.058. MIKIL GÆÐI FYRIR LÍTIÐ VERÐ Það er ekki oft sem eðalvagn á borð við VW Golf býðst á jafn lágu verði og raun ber vitni: 1994 árgerðin af þessum þýska gæðabíl kostar nú aðeins 1.058.000 kr. Volkswagen E1 1 HEKLA Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55 00 VERND UMHVIRFIS- VIOURKtNNINC IQNIANASIOOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.