Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 19 Sviðsljós Nicolas hugsar vel um dætur sínar og kappkostar að veita þeim það sem hann fór á mis við sem ungur drengur. Bamaböm Bardot í Noregi: Hafa aðeins séð V e r i ð velkomin á OSTA DAGANA ömmu sína einu sinni Tvær litlar ljóshærðar stúlkur vekja enga sérstaka athygh þar sem þær eru á ferð með föður sínum í Ósló. Ekki fyrr en fólk veit að þær eru með stjörnublóð í æöum. Amma þeirra er nefnilega engin önnur en kvikmyndastjarnan fræga, Brigitte Bardot. Hún eignaðist son fyrir ein- um 34 árum með Jacques Charrier. Sá var skírður Nicolas og býr nú í Noregi ásamt eiginkonu sinni, Anne Line Bjerken. Þau eiga dæturnar tvær, Önnu sem er 9 ára og Theu, þriggja ára. Og kynbomban fyrrver- andi, Bardot, er amman, eins og áður sagði. Nicolas og Anne Line lifa ofur eðli- legu lífi. í Ósló. Eldri dóttirin er í skóla en hin í leikskóla. Nicolas vinn- ur á skrifstofu og fjölskyldan á hug hans allan. Vinir hans segja að hann njóti þess að vera með dætrum sínum og sé óþreytandi við aö finna upp á einhverju þeim til skemmtunar um helgar. Móðirin fór Nicolas fæddist sjö mánuðum eftir að Bardot og Jacques Charrier gengu í það heilaga 18. júní 1959. Brigitte varð að fæða barnið heima, því fyrir utan heimili hennar slógust meira en 250 ljósmyndarar um það hver yrði fyrstur með fréttina. Lith Nicolas var aðeins þriggja ára þegar foreldrar hans skildu að skipt- um eftir heiftarlegar deilur. Bardot gaf þegar eftir umráðaréttinn yfir baminu og var ákveðið að það yrði hjá föður sínum. Mæðginin hafa alla tíð haft lítið sem ekkert samband. Nicolas hefur þó heimsótt móður sína til St. Tropez í örfá skipti. En það var til dæmis fyrir hreina tilvilj- un sem hún frétti að hann hefði kvænst Anne Line Bjerken. Þau tvö höfðu hist í París þar sem hún vann sem ljósmyndafyrirsæta og það var ást við fyrstu sýn. Amma í heimsókn Litlu stelpurnar hafa aðeins einu sinni séð ömmu sína. Það var í fyrra- sumar þegar hún kom í heimsókn til Óslóar ásamt vini sínum, Bernard d’Omale. Bardot snæddi þá á fínum veitingastað ásamt sínum heittelsk- aða, syni sínum og fáeinum vinum. Sonardæturnar htlu voru hjá móður- afa og -ömmu á meðan, en þau búa við hliðina á dóttur sinni og tengda- syni og gæta gjarnan telpnanna fyrir þau á kvöldin. Fjölskyldan Charrier-Bjerken býr í sátt og samlyndi í höfuðborginni. Anna og Thea fá ástúðlegt og gott uppeldi, enda veit faðir þeirra hve mikilvægt það er fyrir ung böm að búa viö traust og hlýju. Allt það sem hann fór á mis við sem ungur dreng- ur vill hann nú veita dætrum sínum í ríkum mæli. Anne Line Bjerken var Ijósmynda- fyrirsæta í París þegar hún hitti sinn heittelskaða. Brigitte Bardot missti fljótt áhugann á litla syninum sem hún eignaðist með Jacques Charrier. Litlu stúlkurnar hafa fengið Ijósu lokkana frá móður sinni. UM HELGINA LJÚFMETIAF LÉTTARA TAGINU verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. KYNNTU ÞÉR ÍSLENSKA GÆÐAMATIÐ Birtar verða niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni. • Ostameistari íslands útnefndur. % Ostameistararnir verða á staðnum og sitjafyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér aðbragða á ostunum sínum. OSTARNIR VERÐAÁ KYNNINGARVERÐI - notaðu tækifærið! OSTALYST 2 - kynning ánýrri bók. VERÐLAUNASAMKEPPNI - stöðugt verið að draga úr pottinum. OPIÐ HÚS að Bitruhálsi kl. 1 -6 laugardag 2. okt. & sunnudag 3. okt. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.