Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Page 29
28 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Hann lenti 1 hroðalegu slysi en er nú á batavegi: Þaö var kraftaverk sem bjargaði lífi mínu - segir Leifur Þórarinsson, bóndi í Keldudal „Ég er fullur hamingju að hafa snúið til lífsins og fjölskyldunnar," segir Leifur m.a. í viðtalinu. Það er hrikaleg reynsla fyrir full- frískan mann að missa allt 1 einu heilsuna eins og hendi sé veifað. Fyr- ir mann, sem hefur gengið af stakri eljusemi og dugnaði til starfa sinna allan ársins hring, að vera allt í einu kominn inn á sjúkrahús, ófær um að snúa sér í rúminu af eigin ramm- leik, hvað þá meir. En slysin gera ekki boð á undan sér. Það veit Leifur Þórarinsson, bóndi í Keldudal í Skagafirði. Hann varð fyrir hroðalegu slysi í sumar sem hafði þær afleiðingar að mjaðmagrind hans brotnaði illa, lík- ami hans ghðnaði, hann skaddaðist innvortis og fékk miklar blæðingar. Hann lá milU heims og helju, meövit- undarlaus, í margar vikur á gjör- gæslu á Borgarspítalanum. Hann segist hafa farið yfir í annan heim sem er augum flestra dauðlegra manna huUnn. „Það var kraftaverk sem bjargaöi Ufi mínu,“ segir hann. Nú Uggur Uann á endurhæfingar- deildinni á Grensási þar sem hann er að byrja í æfingum. Hann er enn bundinn við rúm og hjólastól en er bjartsýnn á að komast til fuUrar heilsu þótt það kunni að taka langan tíma. Hroðaleg reynsla Það var að morgni tfl þann 16. júlí sl. sem slysið varð. Leifur ætlaði að gá til skepna og var ríðandi. Hryssan sem hann reið var ekki alveg sátt við að fara þá leið sem henni var ætlað heldur vildi hún komast í girðingar- hólf sem hún var vön að vera í og var afgirt með rafmagnsstreng. Hún vildi í gegnum hliðið en Leifur beindi henni frá því með þeim afleiðingum að hún lenti í strengnum. Það skipti engum togum að hún ærðist og hrekkjaði um leið og hún fann fyrir rafmagninu. „Hún stakk sér mjög stóra stungu og ég fann strax þegar ég kom ofan í hnakkinn hvað hafði gerst,“ segir Leifur. „Það fylgdu fleiri stungurá eftir en ég geri mér ekki alveg grein grein fyrir framhaldinu. Ég veit þó að það tók fljótt af. Hryssan hafði tapað ferðinni þegar þarna var kom- ið sögu þannig að ég náði að snúa henni og lét mig síðan falla í götuna. Ég hugsaði um það eitt að komast af hryssunni án þess að hún næði fil aö berja mig. Kvalirnar voru óbæri- legar. Ég hafði það þó af að snúa mér þannig að brotnar mjaðmirnar héld- ust í sem réttustum skorðum og mér liði betur. Það sást til mín að heiman og fólk- iö kom strax tU mín. Þau settu þegar heygaffal á dráttarvél, komu undir mig teppi og gátu síðan komið mér upp á paU á heykvíslinni. Þessu teppi treystu menn sér ekki tU að ná undan mér fyrr en komið var á gjörgæslu Borgarspítalans hér fyrir sunnan." Það var þegar hringt á sjúkrabíl til að flytja Leif á sjúkrahúsið á Sauðár- króki. Hann segist hafa orðið að bíða þó nokkuð lengi eftir bílnum en getur þó ekki nefnt ákveðna tímalengd i því sambandi. Hann segir það leiða hugann að því hvort ekki þurfi að æfa sneggri viðbrögð úti á lands- byggðinni, þannig að sjúkrabílar séu fljótari á staðinn ef stórslys beri að höndum. Hann verður íhuguU þegar hann ræðir um þetta en þó er ekki að heyra neinn ásökunartón í garð sjúkraflutningamanna þótt biðin á kvíshnni hafi verið löng og ströng. Bráðaaðgerð á Sauðárkróki „Ég man þegar ég var settur inn í sjúkrabílinn en svo ekkert eftir það í langan tíma. En líklega hefur liðið yfir mig eða ég sofnað eitthvað með- an ég beið heima þvi að biðin var svo löng.“ Fyrst lá leiðin á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þar gekkst Leifur und- ir bráðaaðgerð þar sem þvagleggur- inn var settur saman en hann hafði farið í sundur við höggið í hnakkn- um. Síðan var Leifur fluttur samdæg- urs suður á Borgarspítala þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu. Þar komu meiðslin betur í ljós, mjaðma- grindin hafði brotnað og líkaminn gliðnað. Innvortis blæðingar voru miklar. Á gjörgæslunni lá Leifur milli heims og helju svo vikum skipti. Honum var haldið sofandi að mestu leyti fyrstu þrjár vikurnar. Hann var nær allan tímann í öndunarvél og háði harða baráttu fyrir lífi sínu. „Ég lifði í tveimur heimum þennan tíma. Ég sá bæði hérna megin og hin- um megin. Kannski að maður eigi ekki að segja svona en þarna sá ég fólk sem farið var og ég hafði þekkt mjög vel. Mér fannst mér líöa ágæt- lega og fann aldrei fyrir ótta. Ekki hugað líf Svo kom að því að ég fór svo neðar- lega að ég var talinn af. Kristín kon- an mín og Kristbjörg dóttir mín voru kaUaðar út um kvöldið til að vera hjá mér síðustu stundirnar. Þá ber það upp á að það næst í ekkju Einars á Einarsstöðum þetta sama kvöld. Hún mun hafa verið beðin um að hafa samband við Einar mér til hjálp- ar. Hvað sem fólk kann að segja um shka hluti þá fullyrði ég að ég varð þessa mjög greinilega áskynja. Það eina sem stendur mér ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum eftír þessa bar- áttu er atvikið þegar Einar kom. Það hverfur aldrei úr mínum huga. Ég var greinflega alveg hinum megin því ég sá víðar sléttur sem ýmislegt var á sem ég geri mér ekki grein fyr- ir. Svo fannst mér Einar koma ríð- andi úr austri á fannhvítum hesti og teymdi tvo aðra sem einnig voru fannhvítir. Það vék allt undan hon- um sem á sléttunni var. Það var eins með mig, ég hörfaði aftur á bak þeg- ar hann nálgaðist mig. Mér fannst ég fara inn í gang og þar small ég yfir tU lífsins því að þá skyndilega var ég hérna megin. Þetta er alveg skýrt i huga mér. Hins vegar legg ég ríka áherslu á Leifur I Keldudal hefur ræktaö hross með góðum árangri. Hér er hann með hryssurnar sínar, Hrund og Nös, ásamt afkvæmum á fjórðungsmótinu 1987. DV-mynd E., LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 37 Leifur gerir sér vonir um að komast heim með vorinu ef allt gengur vel. það að ég geri ekki lítið úr læknavís- indunum né allri umönnun sem var stórkostleg. Sama máh gildir um umönnunina á endurhæfingardeUd- inni á Grensási. Mér finnst það hreint ótrúlegt að það skuU vera hægt að halda í manni lifinu í þetta margar vikur þótt mað- ur getí ekki tjáð sig neitt. Þessi tækni nútímans er hreint ótrúleg. Þeir munu hafa dælt í mig einum 30 lítr- um af blóði því ég hafði svo miklar blæðmgar. Ég var svo veikur og með svo mikinn hita að það voru keyrðar á mig kæUviftur. Ég er mikið hepp- ■ inn að ég skuU hafa fuUt minni og skuU ekki vera andlega skaðaður eft- ir þennan langa dvala.“ Fékk málið aftur „Ég get ekki alveg gert mér grein fyrir því hvenær ég komst tíl meðvit- undar. En ég var búinn að vera með meðvitund nokkuð lengi þegar ég fékk máUð. Sá tími sem leið án þess að ég gæti talað var hreint helvítí. En svo, um það bil sex vikum eftir slysið, fékk ég loks máUð. Það er mér ógleymanlegt þegar Brynjólfur Mog- ensen læknir kom inn til mín að morgni tU og sagði: „Það er ekki hægt að hafa manninn mállausan." Svo fann ég að hann kom með skær- in og kUppti á saumana á hálsinum á mér, sem voru eftir öndunarvélina, og sagði: „Talaðu maður, segðu eitt- hvað!“ Og ég talaði. Þetta var ógleymanleg stund því ég var með ótrúlega gott mál eftir svona langa legu. Nú er vinstri fóturinn alveg mátt- laus eftir mjaðmagrindarbrotið. Ég hef þó tilfinningu í honum og ég vona að hann komist í lag.“ Ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu Leifur býr blómlegu búi í Keldudal ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ól- afsdóttur. Aðallega er um að ræða kúabú en einnig er búið með fé. Hross hefur hann ræktað og orðið vel ágengt eins og kunnugt er. Börn- in, sem eru sex að tölu, hafa tekið þátt í búskapnum með foreldrum sínum. „Ég hef verið svo neðarlega að ég hef ekki verið meö hugann við að komast heim. Ég hef fregnað af því hvað búskapurinn hafi gengið vel í sumar. Það hefur aldrei verið fram- kvæmt meira í Keldudal en nú og fjölskyldan hefur ekki látið deigan síga þótt ég hafi verið íjarverandi. Það er ómetanlegt að eiga svo trausta og góða fjölskyldu eins og ég á. Það er fyrst og fremst lífsvilji minn og löngun þeirra eftir að fá mig heim sem bjargaði mér. Konan mín fylgdi mér suður. Hún sat yfir mér í rúman mánuð, hvem einasta dag, og hélt í höndina á mér. Hún sagði mér að hún hefði veriö ákveðin í að draga mig til lífsins ef það væri hægt. Ég vissi af henni öðru hvoru, fann til hennar og mér finnst hún hafa veitt mér mikinn styrk. Hún er búin að reynast einstök, eins og hún hefur alltaf verið. Fjölskyldan hefur staðið saman eins og klettur í gegnum þetta. Það er geysileg upp- örvun. Þá geri ég ekki lítið úr öllum þeim fyrirbænum fólks sem ég þekki. En það fer ekkert hjá því að þetta er geysileg lífsreynsla og maður sér lífið í öðru ljósi eftir að hafa gengið í gegnum hana. Maður kann betur að meta það sem manni er gefið. Ég er fullur hamingju að hafa snúiö til lífsins og fjölskyldunnar. Það var yndislegt að fá að faðma konuna sína eftir að hafa verið svo víðs fjarri í svo langan tíma.“ Alltafávarðbergi „Ég neita því ekkert að við höfum átt velgengni að fagna í Keldudal. En ég hef alltaf verið á varðbergi og sagt að veður gætu skipast skjótt í lofti, ef heilsan færi þá væri margt farið. Ég hef búist við að þannig gæti farið. Ég hef séð þetta svo víða í lífinu og ekki fundist óeðlilegt að slíkt gæti komið upp á. Kannski að manni sé ætlað að læra af því. Nú horfi ég bara til framtíðar, ákveðinn ,í að ná mér upp ef hægt er. Ég veit að það er löng lega fram undan. Það er erfitt fyrir stóran og þungan mann að liggja á bakinu allan sólarhring- inn. En ég er búinn að sætta mig við það og tek bara verkjatöflu ef mér líður illa.“ En þrátt fyrir að Leifur segist sætta sig við að vera munstraður á sjúkra- stofnun næstu mánuðina er greini- legt að hugurinn er kominn á flug - heim á leið. „Þetta er nú stoltið mitt,“ segir hann og brosir í fyrsta skipti í viðtal- inu um leið og hann bendir á litmynd sem hangir uppi á vegg í sjúkrastof- unni. Á henni er vörpuleg hryssa setin af Sigurbimi Bárðarsyni, stjarna úr Keldudalsræktuninni. Hún heitir ísold og stóð hæst í A- flokki gæðinga á héraðsmótinu á Vindheimamelum í sumar. „Þær sögðu það reyndar, hjúkrun- arkonumar héma, þegar þær sáu myndina af flugskeiðandi hryssunni uppi á vegg hjá mér, að ég væri dæmigerður Skagfirðingur, hefði með mér mynd af hrossi en enga af konunni. Ég svaraði því til að mynd konunnar minnar væri svo greypt í huga mér að ég þyrfti enga ljósmynd af henni.“ Leifur hefur ræktað út frá Nös frá Stokkhólma sem er austanvatna- hross. Hann hefur svo kryddaö blönduna með völdum stóöhestum. Hann segist hafa notað Hrafn frá Holtsmúla með góðum árangri. „Annars á Sigurbjöm stóran þátt í velgengni hrossa minna því að hann hefur riðið þeim öllum í dóm,“ segir Leifur og nú er svipurinn orðinn ákafur og glaðlegur. Það dimmir aft- ur yfir honum þegar talið berst að versnandi afkomu bænda. „Það stefnir í að menn munu draga við sig og hætta að halda við eigum sínum. Ég horfi til þess með hryllingi. Staða sauöfjárhænda er hrikaleg og ég ótt- ast mjög hag þeirra. Það þýðir ekkert annað en að líta á þetta á félagslegum grundvelli, að þegar einn er farinn er öðrum hætt. Ég er mjög svartsýnn á þetta eins og er. • I hrossasölunni ætluðu margir sér stóran hlut og fengu sér viðurkennd- an graðhest á sláturmeramar. Suma hefur rekið upp á blindsker og þetta er orðinn verulegur baggi á öðmm. Verst er að þetta getur skemmt fyrir þeim sem em að rækta og vilja selja DV-mynd GVA góð hross.“ Svo mörg eru þau orð. Leifur hefur talað sig heitan um þetta málefni þannig að blaðamanni er um og ó, hann óttast jafnvel að áreynslan kunni að hafa slæm áhrif á sjúkhng- inn. En það er öðru nær, hann ber sig vel og segist í kveðjuskyni gera sér vonir um að komast heim í vor, ef allt gengur vel..og fara í göng- ur að hausti," bætir Kristbjörg, dótt- ir hans, við sem nú er komin í enn eina heimsóknina til pabba síns. Tíminn einn mun leiða það í ljós hvað verður í framtíðinni en eitt er víst, Leifur í Keldudal er snúinn aft- ur til lífsins og er á góðum batavegi. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.