Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 39 Kristinn Jón Guðmundsson hefur búið i New York frá árinu 1986 og hefur kynnst hinu raunverulega götulífi stórborgar sem islendingar hafa séð í bandarískum bíómyndum. „Svört crackmella og dópdíler." Kristinn Jón Guðmundsson og frelsarinn hans, Dionne. Stefán Jón Hafstein flutti til New York um tíma til aö kynnast því ævintýra- lega lífi sem Kristinn lifir í stórborginni. og það fór aldrei svo að íshjarta mitt gæti ekki bráðnað í allri þessari tannagnístran. Og auk þess var ég orðinn eilítið forvitinn um mögu- leika mína á þessu sviði, eftir að hafa bælt mig í baðherbergjum hálfa ævina. Svo ég beit á jaxhnn og gekk til verks eins og John Wayne. Og hvað svo? Ha, jú, mér til mikillar furöu reyndist ég „geta það“. Ég var ekki „tuskuböllur" eins ogþeir höfðu kallað mig á íslandi. En þar með voru góðu fréttirnar upp taídar. Við sem höfum lifað sveindómi þekkjum vel þann goðsagnakennda ljóma sem leikur um þessa athöfn naktra eður hálfnaktra einstaklinga er vér köllum því óskáldlega nafni kyn-líf. Það er klifað á þessu frá blautu bamsbeini. „Þetta er svo gott að þegar þú byrjar, drengur minn, þá viltu helst ekki gera neitt annaö.“ Gott??? Sagði einhver gott? Ég hafði borið mig sæmilega rétt að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hafði en niðurstaðan var ömurleg. í staðinn fyrir öll þessi „stig“ og „hátt- bundnar unaðsöldur" sem lýst er í kynfræðsluritum fann ég bara fyrir óþægindum og sársauka eins og ég væri með ígerð á versta stað. Enn einn kastalinn hruninn. Lof- orðið um sæluna bara enn ein lygin, háttbundnar unaðsöldur bara krampi. Ég var allur tómur að innan. Ástfangin eiginkona Ég minntist minna horfnu ungl- ingsára í Kópavoginum, þegar upp- risa holdsins var tákn æsku, heOsu og umfram allt vonar... Ég hafði þráð þessar vanþroskuðu diskó- gæmr en kunni ekki tungumálið, því miður. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég gat huggað mig við heimspeki löggiltra perverta eins og Andy Warhol að þetta ónefnanlega sem við sveinar stundum í myrkum hornum með fingrafimi Lúsifers sé kannski þessi „sæla“ sem okkur hef- ur verið lofuð endur fyrir löngu. Og hvað með hinn aðiljann? Hina nýbökuðu frú Guðmundsson? Hvemig tók hún allri þessari sælu, eða leit að sælu? Nú, ef satt skal segja bara með ólíkindum vel. Mitt í öllum mínum þjáningum fór hún allt í einu að lýsa því yfir að hún elskaði mig, svona líka lukkuleg að sjá. „Mér líð- ur eins og ég sé'uppi í skýjunum," var nýjasti frasinn. Nú, þetta gat náttúrulega ekki geng- ið, að láta hana vinna hvern ferskan sigurinn eftir annán, átti hún nú bara að hafa hamingju og gaman út úr öllu saman, meðan mín lífsgleði fjaraði út? Nei, var svarið og ég dró upp allt það andstyggilegasta og miskunnar- lausasta sem persónubræðingur minn hefur að geyma: „Kannski að þú elskir mig,“ sagði ég ísmeygilega, „en það er af og frá að ég elski þig. Ég giftist þér bara fyrir græna kort- ið...“ (sem var bara nokkuð satt). „Þú ert nefstór..." í þeim anda lét ég dæluna ganga og þurfti ekki lengi að bíða árangurs. „Hvemig geturðu sagt svona, Chris, upp í opið geðið á mér, að þú giftist mér bara fyrir græna kortið???" Og grátkórinn hyst- eríski tók aftur til starfa. „Það hefur enginn sagt mér áður að ég sé of nef- stór.“ Grátur. Öskur. „Chris, ég hata þig.“ Og þar með vomm við komin hringinn." Frelsið kom með krakkdrottningunni Kristinn sagðist vera þræll, kúg- aður maður, en hann fékk frelsið 1 líki nýrrar vinkonu, Dionne Was- hington Grant. „Hún var bæöi fogur, hnyttin og skörp, en dragbítur var að elskan var (og er) forfallinn crack- neytandi. Það skipti þó engu máli þegar maður hafði þó loksins fundið viðræðuhæfa manneskju. Laugardaginn 4. mars 1989. Ég skundaði út til að hlýða kalli vinn- unnar þegar hvellt kvenmannsóp náði athygli minni. Ég fann fyrir þessum gamla kipp sem þjáði hjarta mitt á mínum vonlausu Romeó- dögum. Þetta var hún sem kom skoppandi í fylgd mjóslegins sveins. Dionnin mín litla var óvenju ræfils- Ieg til fara, eins og hún væri aö fara í málningarvinnu. En ég þekkti fall- ega andlitið hennar sem var fullt af auðmýkt í þetta skiptið. „I am sorry“ byrjaði hún en ég stoppaöi hana fljótt. Allt var fyrirgefið, öll stefnu- mótin sem hún haföi skrópað á voru gleymd undir töfrum þessa einlæga augnatillits. Sveinninn starði líka með áhuga. Við Dionne bundumst fastmælum um að láta nú loksins verða af því. „í kvöld hjá Hosh.“ Og Dionne og sveinsi héldu saman út í slark dagsins meðan mig dreymdi um fyrsta kossinn blindur í borg hins eilífa umferðaröngþveitis. Svo kom kveldiö og við vorum öll mætt hjá Hosh, ég, hún og drengur- inn stóreygði. Dionne dró hann bak við hurð til að brugga einhver ráð og Hosh hvíslaði að mér í töluverðri forundran: „Hann er hómósexúal, þessi vinur hennar...“ „Nú,„?“ „Já, hún kallar hann „She“.“- Harlem í Dionne hafði ég himin höndum tekið, hún bauðst til að taka mig að sér og gera mig hamingjusaman. Því var það að í apríllok 1989 fluttist ég inn í hennar rafmagnslausu íbúð á 140. götu á Manhattan, steinsnar frá æskuheimili Sammy Davis jr. Þetta var aðeins sosum fimm tíu mínútna gangur frá mínu gamla heimili uppi á Sugar Hill, en nú var ég fyrst kom- inn í bardagann miðjan. Reið fótum troðin ungmenni réðu lögum og lof- um á vígvelli strætisins. Á kveldin mátti stundum heyra þau skjóta hvert annað. Sjálfur var ég aðeins hæfður með flösku og hlaut ekki skaða af. Allt hefði þetta mátt þola sjálfsagt, ef aðstæður innanhúss heföu verið sýnu betri. Því var bara alls ekki að heilsa. Dionne mín er náttúrulega á kafi í dröggkúltúrnum og íbúðin var nánast opið hús crack- sjúklinga, dópsala, gleðikvenna og annarra krimma. Dionne reyndi þó eftir fremsta megni að láta fara vel um sinn hvíta leigjanda. „Are you allright, Christopher?" var viðkvæð- iö. En þetta var náttúrulega enn einn skólinn. Já, stúlkan mín var krimmi. En þetta var ekki ísland lengur með snæviþakta fjallabrún, nei, í gettóinu gilda önnur lögmál. (Ath.: Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins) ÐMW 735ÍA Einn glæsilegasti fólksbíll landsins til sölu, árg. 1987, ek. 70 þús. km. Hlaðinn aukabúnaði. Aksturstölva, topplúga, rafdrifnar rúður, sjálfskipting, samlæsing- ar, rafdrifnir speglar, sportfelgur, ABS hemlakerfi, splittað drif, leðurinnréttingar og margt fleira. Bílasalan, Krókhálsi. Krókhálsi 3, Reykjavík Sími 67 68 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.